Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 14
Svínahúsin á Hýrumel í Hálsasveit í Borgaifirði. Gunnar á Hýrumel sparar 8000 kr. á tonn með því að blanda fóðurmjöl sitt sjálfur Gunnar Ásgeir Gunnarsson er þrítugur bóndi sem hefur rekið svínabú á Hýrumel í Hálsasveit í Borgarfirði síðan 1986, og er nú með 80-90 gyltur. Hann vinnur einn að búi sínu, nema hvað hann kaupir að vinnu sem nemur 15- 20 tímum á viku. Gunnar Ásgeir er sonur hjónanna Gunnars Bjarnasonar, fyrrver- andi ráðunautar og konu hans Guðbjargar Jónu Ragnarsdóttur. Hann er kvæntur Ingibjörgu Öddu Konráðsdóttur og eiga þau þrú börn. Gunnar Ásgeir er ekki ánægður með markaðsverð á kjarnfóðri á íslandi og hefur sitthvað um þau mál að segja í eftirfarandi viðtali við Frey: - Það byrjaði með því að ég keypti fóðurbúnað fyrir svínabú mitt sem er líka hannaður til að blanda fóðrið, segir Gunnar. Tæki af þessu tagi hafa verið í eigu fjölda svína- bænda sl. 5-10 ár; en þau hafa ekki verið notuð til að blanda fóður, fyrst og fremst vegna hræðsluáróðurs fóðursala. Algengar fóðurblöndur eru sam- settar úr 3-4 grunnefnum og menn hafa hreinlega verið hræddir frá því að laga fóðurblöndur sínar sjálfir á þeim grundvelli að það sé svo flókið, vandasamt og mikilvægt. En mála sannast er að þessi áðumefndi búnaður er mjög fullkominn og er fyrst og fremst ætlaður til þess að Gunnar Asgeir Gunnarsson. blanda fóður. Fóðrunarhluti hans er aukaatriði. I blautfóðurgerð eru þessi blönd- unartæki mjög hentug fyrir stærri búin, en nú síðustu ár eru komin fram tæki sem blanda þurrt fóður og þau eru mjög ódýr. Tölvustýrður, sjálfvirkur blöndunarbúnaður Nú er kominn á markað búnaður sem blandar í prómillum (þúsund- ustu hlutum); hann er tölvustýrður og algerlega sjálfvirkur. Hann kostar 700.000 - 800.000 kr. Það er augljós hagur fyrir þá bændur sem nota meira en 50-80 tonn á ári af fóðri að fá sér svona tæki og blanda fóðrið sjálfir. Þennan tölvustýrða búnað er hægt að láta ganga látlaust. Þróunin hefur verið sú erlendis að bændur eru famir að blanda fóðrið sjálfir, og 70% af öllu svínakjöti í Danmörku er framleitt hjá bændum sem blanda fóðrið heima. Sama máli gegnir um eggjabændur þar. Starfsemi fóðurblöndunarstöðva í nágrannalöndunum hefur dregist saman af því að blöndunarbúnaður er orðinn það ódýr, einfaldur og nákvæmur að bændur laga sitt fóður sjálfir eins og nú var getið. - Sjálfur blanda ég unggrísafóður og smágrísafóður í mjölblöndur. Ég blanda 7-8% af fitu í fóðrið; það gera fóðurblöndunarstöðvamar ekki. Fitan gerir það að verkum að mjölið er alveg ryklaust, og grísimir fnæsa því ekki frá sér. Fóðrið verður mjög lystugt og þeir éta það mun betur heldur en tilbúnar blöndur. 918 FREYR - 24*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.