Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 15
Fóðurblöndunarbúnaður í svínabúi Gunnars Asgeirs. Notar 400-500 tonn á ári, sparar 8000 kr. á tonn. Með því að kaupa sjálfur hráefni, spara ég 8000 kr. á tonn. Ég nota 400-500 tonn af fóðri á ári. Blöndunar- og fóðrunarbúnaðurinn borgar sig upp á örfáuni mánuðum. Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér og stíga mín fyrstu skref í svínarækt, setti ég upp þennan búnað hjá mér og vildi fara að fá hráefni, s.s. bygg, fiskimjöl og annað sem notað er í fóðurblöndur. Ég fór til fóðurblöndunarstöðva í Reykjavtk og bað um bygg og grasköggla til kaups, blöndu sem væri gerð úr vítamínum og ftski- mjöli. En ég hafði ekki erindi sem erfiði, og fékk ekki þessar vörur hjá fóðurblöndunarstöðvunum. Þeir sögðu við mig: „Ef þú ferð að blanda fóður, þá bara byggjum við svínabú! Það er ekki þitt hlutverk að blanda fóður, það er okkar!" Fóðurblöndunarstöðvarnar eru komnar í þá aðstöðu, með þeim toll- um sem eru á hráefnum, að aðrir eiga erfitt með að komast þar að. Ég hafði það með herkjum að fá efni í fóðurblöndu, en var ekkert í náðinni. Kjamfóðursalamir íslensku sjá hver þróunin er í þessum málum erlendis. Þeir eru að spyrna á móti þróuninni. Ég spái því hins vegar að eftir nokkur ár verði allir svína- bændur farnir að blanda fóður sitt sjálfir með eigin tækjum. Sama verður um eggjabændur sem gætu þannig sparað sér 6000-7000 kr á tonn. Bændur með stór bú spara milljónir á ári með því að laga kjamfóður sitt sjálfir. Þar sem stóru fóðursalamir í Reykjavík sýndu engan lit á því að gera mér kleift að blanda fóðrið sjálfur, leitaði ég til annarra og spurði hvort þeir gætu útvegað mér kom og annað í fóðurblöndur. Amdís Pétursdóttir og Tryggvi bróðir hennar, sem er stórútflytjandi á fiskimjöli (Tryggvi Pétursson og Co hf. í Reykjavík), greiddu fyrir erindi mínu og upp úr því varð fyrirtækið TP fóður til. Það lá beint við, því Tryggvi þekkir þessa mjöl- markaði, og er að selja fiskimjöl erlendum fyrirtækjum sem aftur eru að höndla með korn. Tryggvi hefur skip í förum með flytur fiskimjöl af íslandi en kemur tómt heim. Það liggur því beint við, eftir að skipið hefur affermt fiski- mjölið, að sigla því að næsta komgeymi á hafnarbakkanum og lesta korn til íslands. Þannig nær Tryggvi ódýrri fragt og þetta hentar vel mjölviðskiptum. Hann er því farinn að flytja inn bygg og vítamín- blöndur í fóður. í mínu svínafóðri er 0,5% af vítamínum í hveiti sem er burðarefni, alls 6%, fiskimjöl 18% og svo bygg og graskögglar. Þetta er blandað nákvæmlega eins og hjá stóru fóðursölunum. Ég set þetta inn í tölvuna hjá mér og hún sér um að hræra blönduna, kvölds og morgna, í hvert mál. Búnaðurinn gengur eftir innbyggðri klukku. Bœndur í Evrópu blanda fóðrið heima í vaxandi mœli. Þróunin er sú í Evrópu að bænd- urnir blanda sjálfir kjamfóðrið. Einfaldasta gerð af búnaði, blönd- unartæki með handvigtun, kostar 200.000 - 300.000 kr. Ég sé fyrir mér að stærri kúabændur fái sér svona búnað og hræri sína mjöl- blöndu sjálfir. Bóndi sem notar 100 tonn á ári af tilbúinni blöndu, sparar 800.000 krónur með því að blanda fóðrið sjálfur. Það er því engin spuming fyrir þá bændur sem nota 70-80 tonn af fóðurblöndu á ári að fá sér sjálfvirkan, tölvustýrðan blöndunar- búnað. I fyrra vetur óskuðu svínabændur eftir fundi með Fóðurblöndunni hf. og Mjólkurfélaginu og sögðu við forsvarsmenn þeirra að nú hefði svínakjötið lækkað um 30% í verði og hvort þeir gætu komið til móts við okkur og lækkað fóðurverðið, en fóðrið er orðið 90-95% af rekstr- arkostnaði búanna. Fóðursalar synj- uðu. Bændur víða um land sem voru 24'94 - FREYR 919

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.