Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 16
komnir í kröggur, voru farnir að fá hótanir frá fóðursölum um inn- heimtuaðgerðir lögmanna, stæðu þeir ekki skil á skuldum sínum. Þetta var á sama tíma og fóðursalar voru beðnir að lækka fóðrið og synjuðu því. Ekki líða nema tveir mánuðir, þá eru þeir búnir að kaupa 100 milljóna hlut í Samskip. Þetta bendir til þess að þeir leggi talsvert mikið á fóð- urverðið. I Danmörku er munur á verði heimablandaðs fóðurs og tilbúinnar blöndu 2-5 kr., (ísl.) á kíló. Ég spurði að þessu þegar ég fór til Danmerkur ekki alls fyrir löngu. Heimablöndunarmenn þar eru að blanda fyrir 10-11 kr. kílóið en tilbúnar blöndur kosta 14-16 kr. Hérna eru heimablöndunarkarlar að blanda fyrir 21 kr. en kaupa fóður á 30 kr. Það munar 9000 kr. á tonnið. Þetta er fljótt að koma Sambandið flutti inn vítamín- blöndur alla sína tíð og blandaði 6% af því í fóðurbæti í verksmiðju sinni. Til að ná sem mestu öryggi fyrir bændur lét Sambandið tilreiða þessar vítamínblöndur fyrir sig úti í Danmörku og fékk að flytja þær inn. Öll vítamín og steinefni eru dýr, kosta 200.000 - 300.000 kr. tonnið. Ef við bætist 67% fóðurbætistollur, „ Við verðum að lœra af nágrannnaþjóð- um okkar... “ er tonnið af þeim komið upp í hálfa milljón. Tryggvi og Arndís hjá TP fóðri fóru að flytja inn þesar vítamín- blöndur á sama hátt og Sambandið gerði; seldu þær einstökum bændum sem eru að blanda fóður sjálfir. Þá urðu stóru fóðursalamir reiðir, löbbuðu upp í ráðuneyti og óskuðu eftir fóðurbætisskatti, en ég held að þeim hafi verið synjað um hann. Þessi fóðurbætistollar hefa gert það að verkum að bændur hafa leitað með logandi ljósi að hráefnum annars staðar heldur en að kaupa þau af áðumefndum fóðursölum. Kjötmarkaðurinn er ekki staðlað fyrirbœri. Við svínabændur verðum að beita öllum ráðum til þess að geta staðist samkeppni við innflutning á erlendu svínakjöti í framtíðinni. Ég vil vekja athygli á því að við eigum að geta framleitt meira kjöt hér á Islandi en við gerum nú, vegna þess að heildarkjötneysla á mann er hér minni en með flestum öðrum þjóðum. Við erum að borða 60 kíló á ntann af kjöti á meðan sumar aðrar þjóðir eru að neyta 110-130 kílóa á mann á ári. Kjötmarkaðurinn er ekki stöðluð staðreynd. Við þurfum að leita allra ráða til þess að lækka verð á kjöti. Það gerum við með því að auka fram- leiðni og einnig þurfa sauðfjár- bændur að taka á því máli. Ef við getum lækkað verð á kjöti, getum við aukið framleiðslu á því um 30-40% á næstu 10-15 árum. Við verðum að finna réttu leiðina og læra af því sem nágrannaþjóðir okkar eru að gera, sagði Gunnar Ásgeir Gunnarsson að lokum. J.J.D. Frá aðalfundi Samtaka selabœnda Frli. afbls. 946. spurnum fundarmanna og lýsti yfir vilja til að hafa gott samstarf við selabændur. Greitt verö tyrir skinn en ekki kjálka Á fundinum var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt: „Aðalfundur Samtaka selabænda, haldinn í Reykjavík 12. nóv. 1994, beinir eftirfarandi eindregnum til- mælum til Hringormanefndar: I stað þess að greiða fyrir kjálka af útsels- kópum verði eftirleiðis greitt fyrir skinn sem skilað er inn til Samtaka selabænda. Greinargerð: Umráðamenn bújarða hafa einir veiðirétt í selalátrum þeirra, samkv. landslögum. Sé greitt fyrir kjálkana, er opin leið fyrir veiðiþjófa að fara í látrin, drepa kópana, hirða kjálkana, en skilja hræin eftir. Þetta er vanda- mál sem selabændur þekkja, og er þess eðlis að ekki verður við unað. Þann leik væri síður hægt að leika ef aðeins væri greitt fyrir skinn sem skilað væri inn til samtakanna". í fundarlok fór fram stjómarkjör. Jón Benediktsson frá Höfnum baðst undan endurkjöri, en hann hefur ver- ið formaður Samtakanna frá upphafi wioinR Valmet verður Sisu Eins og getið var um í Frey ekki alls fyrir löngu varð Valmet Traktor AB hluti af finnsku Sisu-samsteyp- unni í maí 1994. Síðan í nóvember heitir verksmiðjan Sisu Traktor AB með heimilisfang í Suolahti en áður í Jyvaskylá. Nafnið Valmet verður þó áfram framleiðsluheiti. Að öðru leyti verða engar breytingar á eign- eða 1986. Fundarmenn þökkuðu Jóni fyrir vel unnin störf í þágu fé- lagsins. Stjóm Samtaka selabænda er þannig skipuð. Pétur Guðmundsson, frá Ófeigsfirði, formaður, (en hann sér jafnframt um fjármál félagsins). Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum, ritari, Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi, meðstjómandi. Ami Snœbjömsson arhaldi eða öðru hjá fyrirtækinu. Verksmiðjan í Suolahti þróar, smíð- ar og selur Valmet-dráttarvélar. Sisu-verksmiðjurnar settu fram- leiðslumet árið 1994. í Evrópu voru smíðaðar 4900 Valmet-dráttarvélar og í Brasilíu meira en 11.000 drag- þórar. Salan hefur aukist um 50% frá árinu áður, en það ár var hún alls 10.088. Velta Sisu-dráttarvélaverk- smiðjanna var um 34,2 milljarðar ísl. kr. árið 1994. Landsbygdens Folk. 920 FREYR • 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.