Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 18
á vöru er það verð sem greiðir allan kostnað við framleiðsluna, og einnig þau umhverfisspjöll sem varan veld- ur. Þá kemur spurningin, hvernig er hægt að verðleggja náttúruspjöll eins og gróðurhúsaáhrif. Ef við lítum á framleiðslu okkar bændanna þá er afkoma okkar flestra rýr, eins og félaga okkar í öðrum löndum. Þegar afkomu matvælaframleiðenda er léleg, er hætt við að þeir gangi óhæfilega á náttúrugæði og vandi ekki framleiðsluna. A síðustu árum hefur t.d. mikið verið rætt um alls konar óæskileg efnasambönd í matvörum, leyfileg og óleyfileg, sem bændur hafa notað til að auka hagkvæmni framleiðslunnar. Atli. Þær framleiðslutakmarkanir sem bændur og fiskimenn hafa orðið að sætta sig við þykir mörgum harður kostur. Smáframleiðendur halda eðlilega fram að þeir verði að sætta sig við hálfgert atvinnuleysi og þar með við léleg lífskjör vegna kvótakerfis. Bóndi. Framleiðslutakmarkanir, sem eru við lýði hér á landi eins og hjá nálægunr þjóðum, verða til þess að það dregur úr framleiðslu ein- stakra bænda og það getur þannig orðið til að hækka vöruverð. En þetta kerfi er til þess ætlað að fleira fólk geti búið í hinum dreifðu byggðum. Það hefur marga kosti, m.a. þann að auðvelt er að auka matvælaframleiðslu, ef og þegar ytri aðstæður versna af einhverjum ástæðum. Margir telja því að þetta sé eins konar líftrygging þjóðanna. Þetta var áreiðanlega ein ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að semja um landbúnaðarþátt GATT-sam- komulagsins. Þjóð eins og t.d. Frakkar eru ekki tilbúnir að verða upp á aðra komin með mat. Við GATT-samningana kom í Ijós að Bandaríkjamenn vildu fá að auka sölu á matvörum til annarra þjóða. Það er trúlega bæði til að laga óhagstæða greiðslustöðu við útlönd og halda landinu í byggð. Þar að auki finnst þeim sjálfsagt ósann- gjamt að þeir kosti að verulegu leyti varðveislu nauðsynlegs varaforða af matvælum fyrir mannkynið. Árið 1988 kom vel í ljós hvað þessi varaforði er mikilvægur, þegar upp- skerubrestur varð vegna mikilli þurrka í Kína og Bandaríkjunum. BJÖRN HALLDÓRSSON A T L I LJÓSPRENTUÐ ÚTGXFA MEÐ PORMÁLA EFTIR ÞORSTEIN l*ORSTEINSSON SÝSLUMANN UTGEFANDI BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS REYKJAVÍK 1948 Mér finnst að í stað þess að þjóðir heimsins gerðu aðeins samning urn viðskipti með matvæli, þá hefði samningurinn auk viðskipta þurft að tjalla um umhverfismál og um það á hvern hátt unnt er að dreifa mann- fólkinu á land hverrar þjóðar. Atli. Ég hefi ekki ákaflega mikinn áhuga á alþjóða-landbúnaðarhag- speki. En ég skil þetta svo að þú sért því heldur meðmæltur að við hjónin förum að búa. Bóndi. Já, ekki sfst vegna eftir- komenda ykkar. Þetta segi ég m.a. á grundvelli þess sem ég tel að sé alþjóða-landbúnaðarhagspeki, eins og þú nefnir það. Þó að bændur annarra þjóða séu keppinautar okkar, verðum við ekki síður að líta á þá sem félaga, jafnvel þó að bóndinn gangi nær því nakinn og hafi koparhringi um hálsinn. Atli spyr um stjórnmál. Atli. Nú er svo komið að prestur og hreppstjórar vilja kalla mig til hreppstjóra. En ég vil komast hjá því vegna þess að hreppstjórar hafa ómak mikið og átölur ann- arra bænda én engin laun. Bóndi. Ekki tjáir þér undan að skorast og líka er þér þar með sóma leitað því Húsagafororðning skipar að til hreppstjóra skuli hér eftir útveljast þeir guðhræddustu, duglanlegustu og forstöndugustu bændur í sókninni...“ ÚrAtla 1780. Atli. Þegar við ræddumst við um árið færðist ég heldur undan því að verða hreppstjóri, en þú taldir mér skylt að hafa forsjá fyrir hreppnum þegar eftir því var leitað. Ert þú enn þeirrar skoðunar að ég eigi að blanda mér í stjórnmál? Bóndi. Auðvitað taka félagsmála- störf mikinn tíma, en til þess að lýðræði sé virkt verða helst allir að kynna sér þjóðniál og láta skoðanir sínar koma fram. Til eru þeir sem segja að lýðræði sé umræða. Atli. Það eru margir hér á landi sem segja að flokkaskipan okkar sé úrelt og þurfi að breytast. Bóndi. Ef það er þín skoðun þá átt þú að leggja fram þinn skerf til þess að breyta henni. Ég er þeirrar skoðunar að flokkaskipun sé eðlileg. Ef það koma frarn ný hugmynda- kerfi um stjómun samfélags okkar, er eðlilegt að þeir stofni nýjan flokk, sem telja að nýja kerfið bæti þjóðfélagið. Hægra megin í stjómmálum höf- um við Sjálfstæðisflokkinn. Innan hans eru líklega tvær höfuð- fylkingar, frjálslynd fylking, sem bindur sig ekki alltof fast í hug- myndir kapítalismans og frjáls- hyggjufylking, sem eru bókstafs- trúaðir kapítalistar. Síðan kemur Alþýðuflokkur, sem nú er að skiptast í tvo flokka. Annar flokkurinn heldur í gömul sósíal- demókratísk gildi og vill viðhalda velferðarþjóðfélaginu. Hinn flokkur- inn segist hafa nýja sósíaldemó- kratíska hugsun, þar sem áhersla virðist lögð á að blanda inn kapítal- ískri hugmyndafræði og m.a. draga úr kostnaði við velferðarþjóðfélagið. Framsóknarflokkururinn er miðju- Ookkur, sem nú virðist vera vinstra megin við gamla Alþýðuflokksinn. Hann hefur löngum lagt áherslu á að þjóðfélagið væri gæfusamlegast með mörgum smáatvinnurekendum, sem tryggðu sinn hag t.d. með sam- vinnufélögum. En hann hefur ekki lagst gegn stórfyrirtækjum í eigu einstaklinga, né rikisrekstri ef það hentar. Vandi Framsóknarflokksins eins og annar miðflokka er að halda jafnvægi á miðjunni og hallast ekki til annarrar hvorrar hliðarinnar. Alþýðubandalagið er eins og nafnið ber með sér bandalag sósíal- ista af ýmsum gerðum og hugsan- lega einhverra stjómleysingja. 922 FREYR - 24‘94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.