Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 20
Hrossarœkt á Norðurlöndum Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur Búnaðarfélags íslands Það virðist vera inrtgróið í eðli œðimargra hestamanna að þykja mun meira til um eigin hross en hross annarra og virðist þessi kennd ekki þekkja nein landa- mœri. Þessi oft á tíðum „þæginda" til- finning getur birst hvort sem er verið að fjalla um hross grannans eða hross í öðrum löndum eða af öðrum kynjum. Afleiðing þessa get- ur orðið vankunnátta um hrossa- ræktina í heild vegna þess að áhug- inn á að fræðast um annað en sitt eigið, vill verða lítill. Auðvitað er þetta enginn algildur sannleikur sem hér hefur verið sagður en hins vegar er ég ekki viss um að við ísland- ingar gerum okkur Ijóst hvað það eru ntörg hrossakyn, þrátt fyrir allt, í heiminum sem geta tölt eða skeiðað eða hvað við vitum unt hrossarækt í öðrum löndunr t.d. á Norðurlöndum. I grein þeirri er fer hér á eftir verður getið ýntissa fróðleiksntola um hrossarækt á Norðurlöndum en í hópi þessara frændþjóða okkar höfum við Islandingar sérstöðu hvað ræktun ganghrossa varðar. í grein er birtast mun síðar, verður fjallað um hrossarækt á Bretlandseyjum og verða greinar þessar um hrossarækt í öðrunt löndum e.t.v. fleiri og verður þá ræktun ganghrossa í útlöndum gerð skil. Saga hrossarœktar á Norðurlöndum, ágrip Hrossarækt í Danmörku á sér langa og merka sögu. Öll helstu hrossakyn Danmerkur eru reið- hrossakyn þó svo að ræktun veð- reiðabrokkara hafi aukist mjög í seinni tíð, samhliða auknum áhuga á veðreiðum. Þau hrossakyn sem helst mætti kalla þjóðleg dönsk hrossa- kyn, eru jóski dráttarhesturinn, Frið- riksborgarhesturinn og Knabstrup- hesturinn. Danski fullblóðshesturinn var ræktaður upp með kynblöndun samhliða markvissu úrvali og er prýðisgóður reiðhestur og keppnis- Krístinn Hugason. Ljósm. Nirnuynd. hestur í hestaíþróttum og er kynið afar vinsælt til þeirra nota. í Noregi var hrossarækt ekki eins í hávegum höfð fyrr á tímum eins og í Danntörku. Dala-, Fjarða- og Norð- urlandshesturinn eru hin gömlu þjóðlegu hrossakyn í Noregi. A seinni tímum var norski fullblóðs- hesturinn ræktaður frant með kyn- bótum á sama hátt og Norðurlands- brokkarinn sem er mjög athyglisvert hrossakyn. Á seinni tímum hafa veðreiðahrossakyn einnig verið flutt til Noregs. I Svíþjóð stendur hrossarækt og hestamennska á mjög gömlum og traustum merg. Þar í landi átti svipuð þróun sér stað og hér á landi, að mjög dró úr hrossaeign unt miðbik aldarinnar en síðastu tuttugu árin eða svo hefur ntikil uppsveifla átt sér stað í hrossarækt og hesta- mennsku með tilheyrandi fjölgun hrossa. Þjóðlegu hrossakynin í Svf- þjóð eru Gotlandshestar og Norð- ursænsku dráttarhestarnir. Sum hinna hrossakynjanna sem nú eru til í Svíþjóð eiga sér síðan margra alda ræktunarsögu í landinu. Reið- mennska er vinsæl íþrótt í Svíþjóð og veðreiðar, einkum brokkið, njóta einnig gífurlegra vinsælda. Ræktun hins alþjóðlega veðreiðabrokkhests stendur enda ntjög frantarlega í Svíþjóð. í Finnlandi hefur gamla landkynið finnska afar sterka stöðu miðað við landkynin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en veðreiðabrokkarar eru þó algengasta kynið í landinu nú orðið. í I. töflu hér á eftir eru upplýsingar um fjölda hrosa á Norðurlöndum. Hrossakynin á Norðurlöndum í 2. til 5. töflu hér á eftir eru fjölþættar upplýsingar unt hrossa- hald og hrossarækt á Norðurlöndum en hér á eftir verða hrossakynin er koma fyrir í framanskráðum töflum 1. tafla. Fjöldi hrossa á Norðurlöndum. Land Hcildarljöldi hrossa Fjöldi íbúa Hross á íbúa Danmörk ............................ 100.000 5.140.000 0,019 Noregur.............................. 37.400 4.230.000 0,009 Svíþjóð ............................ 200.000 8.500.000 0.024 Finnland............................. 45.000 4.960.000 0,009 ísland............................... 75.200 263.000 0,286 924 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.