Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 22
brokkhestsins og eru þeir reyndar báðir kallaðir Norðurlandsbrokkarar í töflunum hér að aftan. í sambandi við „fjölhæf" vinnu- hestakyn má einnig geta Fjarð- arhestsins og Finnlandshestsins. Þá eru Connemara hestar sem eru írskir að uppruna, töluvert sérstakir í sinni röð, þeir eru fremur smávaxnir en hafa náð töluverðum vinsældum sem keppnishestar, einkum þó fyrir unglinga. Islenski hesturinn nýtur síðan sívaxandi vinsælda sem reið- og keppnishestur á Norðurlöndum og er óþarft að ræða það frekar hér. Eiginleg smáhestakyn eru ýmis til á Norðurlöndum. Smæstir eru Hjaltlandshestarnir þá má og geta velskra smáhesta og Gotlandshesta. Félagskerfið í hrossarœktinni á Norðurlöndum Á Norðurlöndunum öllum eru starfræktar ræktunarskrifstofur sem vinna að ýmsum þáttum hrossakyn- bótastarfsins, s.s. skýrsluhaldi, útgáfustarfi og fleiru en ræktunar- félög hinna ýmsu hrossakynja vinna mikið starf að kynbótum á hverju kyni fyrir sig. Ræktunarskrif- stofurnar voru allar stofnsettar nú síðustu áratugina; 1971 í Danmörku, 1973 í Finnlandi, 1985 í Svíþjóð og 1991 í Noregi. Áður en ræktun- arskrifstofumar tóku til starfa var ræktunarstarfinu stjórnað fyrst og fremst frá landbúnaðarráðuneytum landanna þar sem landsráðunaut- amir sátu. Ræktunarskrifstofurnar, í sumum landanna a.m.k., hafa sér- fræðinga í starfi sem veitt geta fjölþætta ráðgjöf. Ræktunarfélögin, sum hver, hafa öfluga starfsemi á sínum snærum; skýrsluhald, útgáfu- starf og fleira og njóta sérfræði- legrar aðstoðar háskólastofnanna og sérfræðinga, enda var hlutdeild landbúnaðarháskóla sumra landanna hrossarækt aukin þegar embætti landsráðunautanna í hrossarækt voru lögð niður eða flutt úr land- búnaðarráðuneytunum. Félag rækt- enda veðreiðabrokkhesta í Svíþjóð er dæmi um öflugt ræktunarfélag sem ekki er aðili að ræktunarskrif- stofu lands síns en hefur á sínum snærum sérfræðinga og mikið sam- band við landbúnaðarháskólann í Ultuna, báðum aðilum til góðs. Starfsemi félags brokkhestarækt- enda í Svíþjóð stendur á traustum faglegum grunni og er árangur starf- seminnar eftir því. Smærri ræktunar- félög hafa hins vegar mikið gagn af starfsemi ræktunarskrifstofanna, en aðild að þeim er í valdi hvers rækt- unarfélags fyrir sig. Rannsóknir á sviði hrossarœktar á Norðurlöndum Rannsóknarstarfsemi á öllum svið- um hrossaræktar er töluvert öflug á Norðurlöndum, sé t.d. tekið mið af slíku starfi annars staðar í heim- inum. í rannsóknum í kynbótafræði standa Svíar langfremstir og koma íslendingar næstir þeim. I Noregi hefur rannsóknastarfsemi verið stórefld á síðustu árum. Finnar voru fyrstir af stað á þessum vettvangi og þar var farið að gera merkar athuganir á þessu sviði um 1920. Þetta starf hefur síðan verið eflt að nýju í Finnlandi nú á síðustu árum. í Danmörku hafa rannsóknir í kyn- bótafræði hrossa alla tíð verið hvað minnstar af Norðurlöndunum, þó þær hafi heldur verið auknar á síðustu árum. 5 tafla Hrossafjöldi helstu hrossakynja í Finnlandi árið 1990. Hrossakyn Fjöldi hrossa Veðreiðabrokkarar 17.000 Fullblóðshestar 6.100 Finnskir hestar... 15.900 Smáhestar 6.000 Alls 45.000 Stærð Finnlands hross/km2. 338.145 km2, 0,133 Stærð íslands hross/knt2. 103.000 km2, 0,73 Rannsóknimar í fyrrnefndum löndum hafi falist í mati á erfða- stuðlum fyrir hina fjölþættu eigin- leika hrossakynjanna í löndunum öllum, í útfærslu á aðferðum til að reikna út kynbótamat fyrir undan- eldishross þar sem notkun BLUP með einstaklingslíkani hefur verið sett í öndvegi eins og t.d. er hér á landi og í einstaka tilvikum hefur verið samin kynbótaáætlun fyrir hrossakyn eins og t.d. hér á landi. Þessar rannsóknir standast ýtrustu fræðilegar kröfur. Auk kynbóta- fræðilegra rannsókna hafa rann- sóknir verið gerðar á fleiri þáttum í greininni. Hagnýting frœðilegra aðferða í kynbótastarfi í hrossarœkt á Norðurlöndum Sýningar á hrossum eiga sér langa sögu í Danmörku en nú á allra 4. tafla Fjöldi viðurkenndra stóðhesta og heildarfjöldi hryssna sem var haldið árið 1991 í Svíþjóð. Hrossakyn Fjöldi viðurkenndra stóðhesta Fjöldi hryssna haldið Meðalfjöldi hryssna hjá hesti Vcðrciðabrokkarar 181 7.579 41,87 Vcðrciðahcstar 89 1.201 13,49 Danskir fullblóðshestar 168 6.478 38.56 Arabískir hcstar 134 830 6,19 Connemara hestar 40 299 7.48 íslcnskir hestar 40 546 13,65 Ncw Forest hcstar 75 723 9,64 Fjarðarhestar 68 790 11.62 Hjulllandshestar 141 1.984 14,07 Vclskir smáhcstar 42 449 10,69 Velskir Ijallahestar 16 138 8.63 Gotlandshcstar 112 811 7,24 Norðurlandshcstar 126 1.129 8,93 Norðurlandsbrokkarar 53 1.138 21.47 Ardennahestar 88 923 10,49 Alls 1.373 25.018 18,22 Stærð Svíþjóðar 449.964 km:, 0,44 hross/km2. 926 FREYR - 2V94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.