Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 25
Síðastliðið sumar seldu eigendur Reiðhöllina til Reykjavrkurborgar og er þess vænst að gott samstarf takist með nýjum umsjónaðaraðilum við hrossabændur og aðra hesta- menn um notkun og sýningarhald. Þess er vænst að hestamannafé- lagið Fákur komi að rekstri hallar- innar og tryggi þannig aðgang hesta- manna. Bréf þessa efnis var sent Fáki 3. desember 1993. 6.3. Samskipti við Stéttar- samband bœnda, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og búgreinatélög. A) Framkvæmdastjóri F.hrb., Halldór Gunnarsson, var fulltrúi félagins á Stéttarsambandsfundi, sem var haldinn á Flúðum 25.-27. ágúst Þar lagði hann fram skýrslu félagsins sem sagði frá samþykktum síðasta aðalfundar F.hrb. og greindi frá helstu málum félagsins. A fund- inum tók hann þátt í störfum markaðs- og lánamálanefndar. Aðal- mál fundarins var sameining Stétt- arsambands bænda og Búnaðar- félags Islands sem ákveðin var og að fyrsti fundur sameinaðra bændasam- taka yrði Búnaðarþing haldið í mars 1995. Lítið hefur miðað í kjarabaráttu bænda. Málefni Lífeyrissjóðs bænda og forfallaþjónustu bænda eru í sama hnút og fyrir ári og engar breytingar hafa náð fram um sjóðagjaldtöku, aðeins bætt við nýjum gjaldtökum til að takast á við útflutning, s.s. verðskerðingargjald. Vegna misskilnings féll niður að veita heimild til töku verðskerð- ingargjalds af nautgripa- og hrossa- kjöti og var þeirrar heimildar aflað skriflega til Stéttarsambandsfulltrúa eftir fundinn. B) Framkvæmdastjóri F.hrb. á sæti í Framleiðsluráði landbúnað- arins og leggur þar fram skýrslur og greinargerðir um markaðsmál fé- lagsins. Ennfremur tekur hann þar þátt í starfi ráðsins, á sæti í kjötráði og fleiri starfsnefndum. C) Formaður F.hrb. og fram- kvæmdastjóri mættu á fundum bú- greinafélaga 15. mars og 6. apríl. Þar var einkum rætt félagskerfi landbúnaðarins og þau áhersluatriði sem búgreinafélögin vildu leggja fram, sem voru eftirfarandi: Búgreinafélögin vilja fá viður- kennt að þau hafi forustu um stefnu- mörkun í viðkomandi búgrein og fái aðstöðu til að sinna hagsmunamál- um bænda í greininni, einkum sölu- málum afurða, rekstrarskilyrðum og hagræðingu. Trygging þarf að vera fyrir að stjóm bændasamtakanna veiti for- ustu búgreinanna lið við að hrinda stefnu sinni í framkvæmd og vinna að hagsmunamálum bænda í grein- inni. Búgreinasamtökin þurfa að fá um það bil helming fulltrúa á aðalfundi bændasamtakanna og eðlilega hlut- deild í stjórn þeirra. Við kynningu á sameiningar- málinu meðal bænda þarf að koma glöggt fram að vinna þurfi að því að tryggja búgreinafélögum starfsað- stöðu, bæði varðandi forræði í sinni grein og við að vinna að hagsmuna- málum bænda. 6.4. Samskipti við Búnaðar- féjag íslands. í framhaldi af því að BÍ sagði upp samningi við F.hrb. um gerð upprunavottorða frá 12. desember 1990 á síðasta ári var haldinn fundur 6. desember 1993 á vegum Land- búnaðarráðuneytisins, þar sem aðilar skýrðu skoðanir sínar. 17. nóvember 1993 tilkynnti F.hrb. kjör fulltrúa sinna í búfjár- ræktamefnd búgreinarinnar og ósk- aði jafnframt eftir að reynt yrði að afgreiða mál í nefndinni með sam- komulagi, og ef ekki yrði komist hjá atkvæðagreiðslu, þá sæti formaður nefndarinnar hjá. Þessari beiðni var hafnað af stjóm BÍ með bréfi 24. nóvember 1993. An nokkurra umfjöllunar var for- manni F.hrb. send eftirfarandi tillaga frá Fjárhagsnefnd Búnaðarþings í mars 1994: 1. Búnaðarfélag íslands annist út- gáfu upprunavottorða. 2. Núverandi starfsmaður Félags hrossabænda, Hallveig Fróðadóttir, verði starfsmaður Búnaðarfélags íslands, þar til annað verði ákveðið, og annist útgáfu upprunavottorða eins og verið hefur. Breyting á ráðningu hennar verði gerð með vitund Félags hrossabænda. 3. Félag hrossabænda fái stuðning Búnaðarfélags íslands til markaðs- setningar á íslenska hestinum er- lendis; peningaupphæð sem sam- svarar 70% af greiðslum útflytjenda hrossa fyrir upprunavottorð. Hinn 25. mars var þess farið á leit við Búnaðarfélag íslands að Félag hrossabænda fengi til afnota hið allra fyrsta hliðarforrit við gagna- grunnin Feng sem hefði með útgáfu upprunavottorða að gera. Byrjað var að ræða um þetta forrit fyrir tveimur árum, en ekkert var gert í forrituninni þó að fyrir hafi legið í öllum meginatriðum hvaða möguleika forritið þyrfti að bjóða upp á til að það nýttist sem best fyrir Félag hrossabænda sem og skýrslu- hald Búnaðarfélags íslands. Gerð þessa forrits þarf ekki að taka langan tíma þar sem flest allt sem nauðsyn- legt er, er þegar fyrir hendi í Feng. Langflest þeirra hrossa sem flutt eru úr landi eru ekki skráð í gagna- grunnsforritinu Feng, en með til- komu þessa hliðarforrits yrði nauð- synlegt að grunnskrá öll útflutt hross og yrði það augljóslega mikill feng- ur fyrir Búnaðarfélag Islands þar sem mun fleiri hross færast þá inn í gagnagrunninn og ennfremur kæmu viðbótarupplýsingar um einstaka hross sem þegar eru grunnskráð en upplýsingar um þau ófullnægjandi. Þetta hliðarforrit mun verða til þó nokkurrar hjálpar við útgáfu upp- runavottorða og þó sérstaklega varðandi allar samantektir upplýs- inga, s.s. fjölda hrossa hjá hverjum útflytjanda, skiptingu eftir kynjum, löndum o.fl. varðandi útflutninginn. Þessari ósk var ekki svarað svo að eftirfarandi árétting var send BÍ 11. apríl 1994: „í framhaldi af fundi 6. desember 1993 um samstarf F.hrb. og BÍ sem haldinn var á vegum Landbúnaðar- ráðuneytisins, ásamt annarri um- fjöllun um sameiginleg málefni, vill Félag hrossabænda hér með óska eftir því, að umfjöllun um breytingar á samstarfi bíði væntanlegs sam- þykkis Alþingis á frumvarpi til laga um útflutning hrossa, 580. mál, þingskjal nr. 899. Ef þetta lagafrumvarp nær fram að ganga, sem F.hrb. styður, verður að horfast í augu við ýmsar breytingar á starfsháttum, sem F.hrb. og BÍ þurfa að ná góðri samstöðu um, m.a. í þeirri þriggja manna nefnd sem 1. gr. frumvarpsins kveður á um. 24*94 • FREYR 929

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.