Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 26
Áréttuð er ósk F.hrb. frá 25. mars sl. um að hægt sé að fá tengt hlið- arforrit við gagnagrunninn Feng.“ 6.5. Umfjöllun um beitarmál hrossa. Á samráðsfundi Fagráðs í hrossarækt 12. nóvember 1993 fjall- aði dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingaiTáðunautur BÍ, um beit og vörslu hrossa og vék að eftir- farandi atriðum: Afréttarbeit, heima- landabeit, beitarrannsóknum, hesta- ferðum um hálendið, vörslu hross- anna, umferðarhættu og meðferð útigangshrossa. Að beiðni F.hrb. tók hann saman eftirfarandi áherslu- atriði um þessi mál 12. febrúar 1994: 1. Mikið hefur dregið úr beitar- álagi í úthaga, einkum á viðkvæm- ustu hálendissvæðum landsins. Er það bæði vegna stórfelldrar fækk- unar sauðfjár og vegna þess að af- réttarbeit hrossa var að mestu aflögð á 7., 8. og 9. áratugnum. Samkvæmt könnun á tölulegum upplýsingum um 20 helstu hálendisafréttina kem- ur m.a. fram að reiknað beitarþol Rannsóknastofnunar landbúnaðarins = 155.000 ærgildi. Þeir útreikningar voru byggðir á gróðurkortum og uppskerumælingum, en ekki var tekið tillit til jarðvegs. Áætlað beitarálag á þessum afréttum var 50.000 ærgildi síðastliðið sumar. 2. Nú eru hross aðeins rekin á fáeina afrétti, einkum á Norðurlandi vestra. Beitartíminn er stuttur, þ.e. 5-7 vikur og mest rúmir 2 mánuðir. Engin þeirra afréttasvæða sem hross ganga á eru talin vera „gróðurfars- lega viðkvæm" nema Eyvindar- staðaheiði, en í gildi er samkomulag við Landgræðslu ríkisins um upp- rekstur tiltekins tjölda hrossa í Guð- laugstungur, innarlega í þeim afrétti. Þegar á heildina er litið skiptir af- réttabeit hrossaekki máli. 3. Vegna fjölgunar hrossa og vegna þess að upprekstur þeirra í afrétti er víðast hvar ekki leyfður eru sum heimalönd ofsetin. Hér er um staðbundin vandamál að ræða, bæði á einstökum jörðum og í sumum beitarhólfum í þéttbýli. Þau mál þarf að taka fastari tökum og grípa til viðeigandi ráðstafana, svo sem ítölu. Minnt er á ákvæði um gróðureftirlit Landgræðslu ríksins í lögum um landgræðslu nr. 17/1965 með áorðnum breytingum nr. 54/1975, nr. 42/1982 og nr. 10/1983 og um rannsóknir á beitarþoli á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins skv. 40 gr. þeirra laga. Brýnt er að fram fari beitarþolsmat þar sem Landgræðsla ríkisins telur land ofsetið, sbr. ákvæði framan- greindra laga svo og ákvæði laga um afréttarmálefni, fjallaskil o.fl. nr. 6/1986. Óviðunandi er að alhæfa um ofbeit af völdum hrossa þar sem tiltölulega fáir hrossabændur og hestamenn eiga í hlut, sbr. yfir- lýsingu gróðureftirlitsmanns Land- græðslu ríkisins í fjölmiðlum á liðnu sumri. 4. Víða um land hefur lausaganga hrossa verið bönnuð en sveitar- stjómir hafa víðtækar heimildir til þess sbr. lög um búfjárhald nr. 46/1991. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á 5. gr. þeirra laga þess efnis að eig- endum stórgripa verði skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið. Þar með er sveitarfélögum ekki lengur treyst til að takmarka lausagöngu hrossa eftir þörfum og aðstæðum heldur skal komið á algeru lausagöngu- banni. Slfkt tel ég óraunhæft, m.a. vegna þess hve hross eiga víða greiða leið inn á vegsvæði. Bann gegn allri lausagöngu hrossa, án ýmissa hliðarráðstafana, svo sem breytinga á ákvæðum 9. gr. girð- ingarlaga nr. 10/1965 um vega- girðingar, tel ég ekki framkvæman- legt, og lagaákvæði sem fyrirskipa slíkt því gagnlaus. Ástæða er til að efast um að flutningsmenn laga- breytingarinnar geri sér grein fyrir afleiðingum slíks banns. Farið var á fund Umhverfis- ráðherra, Össurar Skarphéðinssonar 2. mars 1994 og þessi mál rædd við hann með ósk um samráð og sam- starf um þennan málaflokk. Landgræðsla ríkisins sendi F.hrb. bréf 21. janúar 1994 þar sem óskað var eftir skýringum á ummælum Halldór Gunnarssonar á Fagráðsfun- di 6. desember 1993 ásamt upp- lýsingum varðandi skýrslu F.hrb. í niðurlagi bréfsins segir orðrétt: „ Það er brýnt hagsmunamál fyrir hrossabœndur jafnt sem gróður- verndaraðila að hvergi sé gengið á landsins gæði með lirossabeit. Landgræðslan óskar því eftir enn ítarlegri viðrœðum við Félag hrossabœnda m.a. um markvissa fræðslu um leiðir til að tryggja að hrossarækt og hestamennska sé stunduð í fullri sátt við landið “ Formaður F.hrb. ræddi þessi mál við Landgræðslustjóra og í fram- haldi tók F.hrb. þátt f málþingi um „Landnýtingu og ímynd hesta- mennskunar" 8. apríl s.l. í Reykja- vík. Fylgst var með umfjöllun aðila um fjölgun hrossa og ofbeitarvanda- mál og m.a. farið á kynningarfund 29. september 1994 með David Sanders yfirmanni jarðvegsvemd- unarsviðs Sameinuðu þjóðanna sem gaf þá yfirlýsingu í sjónvarpi, ný- kominn til landsins, að landið væri eitt verst fama land heims af manna- völdum og líkti í blaðagrein landinu við kalda og blauta eyðimörk. Á fundinum vék hann hvergi að þessum atriðum og talaði almennt um nauðsynlegt samstarf bænda og sérfræðinga til að vernda land og náttúru. 6.6. Samskipti við Land- búnaðarráðuneytið. A) Áður hefur verið vikið að ósk F.hrb. um stuðning við að afla ábyrgðar eða láns vegna útflutn- ingsátaks til Þýskalands. Þrívegis var farið á fund Landbúnaðar- ráðherra vegna þessa máls. B) Á fundi með Landbúnaðar- ráðherra 8. apríl sl. var sérstaklega óskað eftir að hann beitti sér fyrir lækkun eða afnámi tolla á reiðhesta- verslun til ESB landa. Til vara að gildandi viðskiptakjör á útflutningi reiðhrossa til Svíþjóðar yrðu yfir- færð á væntanlegt stækkað svæði ESB með hækkuðum tollfrjálsum innflutningi í hlutfalli við aukningu útflutnings undanfarinna ára. Eftirfarandi upplýsingar um tolla, VSK-skatt, sláturskatt og aðrar álög- ur voru kynntar á fundinum: Þýskaland: þar leggst á verðið + flutningskostnaðinn + 25% innflutn- ingstoll og 18% virðisaukaskattur þar ofan á. Innflutningstollur fæst þó endurgreiddur að hluta af kynbóta- hrossum þegar hrossið kemst í þýsku ættbókina. Austurríki: 20% tollur reiknaður af kaupverði + flutningskostnaði. Sviss: Þar gilda þau lög að ef hestur er hærri en 135 cm. á stangar- mál þá þarf sérstakt leyfi til að flytja 930 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.