Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 28
Niðurstöður úr skýrsluhaldi fjár- rœktarfélaganna árið 1993 Jón Viðar Jónmundsson Því miður eru örfáir skýrsluhaldarar í fjárrœktarfélögunum œtíð mjög seinir með skil á skýrslum sínum. Þannig er þegar þetta er skrifað enn ólokið uppgjöri á ör- fáum skýrslum frá haustinu 1993 svo að í endanlegu uppgjöri eiga einhver hundruð áa eftir að bœtast við þann fjölda sem fjallað er um hér á eftir. Tafla 1. Fjárrœktarfélög þar sem reiknað kjöt eftir skýrslufœrða á var 30 kg af dilkakjöti eða meira haustið 1993. Fclag Fjöldi áa Lömb eltir 100 ær fædd til nytja Dilkakjöt eftir hverja á Vallahrepps 259 36.6 199 189 Blævur 750 33.2 190 174 Norðljarðar 85 32.4 175 156 Gaulverjarbæjarlirepps 139 32.3 193 179 Gufudalssveitar 834 31,8 190 181 Borgarfjarðar 1223 31,7 182 172 Kirkjuhvammshrepps 2411 31,2 193 183 Hólasóknar 328 31,1 175 168 Neisti. Öxnadal 342 31,0 185 173 Kirkjubólshrepps 2237 30.4 190 177 Austri 1006 30.4 194 182 Hólmavíkurhrepps 560 30.4 180 166 Freyr 758 30.3 184 172 Árskógshrepps 455 30.2 194 186 Norðri, Broddaneshrepps 1996 30.0 185 176 Hins vegar má geta þess um leið að á sama tíma er lokið upp&jöri fyrir um það bil 100.000 ær frá haustinu 1994. í því uppgjöri sem fyrir hendi er fyrir árið 1993 eru upplýsingar um fullorðnar ær frá 921 aðila og er þar um að ræða fjölgun um rúmlega 20 frá árinu áður. Auk þess er nokkuð á annan tug skýrsluhaldara sem er að hefja fjárbúskap að afloknum fjár- skiptum og skila aðeins skýrslum um veturgamalt fé. Á þessum búum eru skýrslufærðar ær, tveggja vetra og eldri, 137.534 (139.548) og 27.617 (27.712) veturgamlar ær eða samtals 165.151 á (167.260). í sviga eru tölur frá árinu 1992. Saman- burður sýnir því að fjárbúin fara enn minnkandi sem er afleiðing þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á síðustu árum á framleiðsluheimild- um sauðfjárbænda. Það jákvæða sem greina má er að áhugi bænda og skilningur á gildi skýrsluhaldsins virðist haldast og fremur aukast. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu fer nú vaxandi ár frá ári og svarar á árinu 1993 til þess að rúmur þriðjungur af öllu sauðfé í landinu sé skýrslufærður á vegum fjárræktarfélaganna. Það er í raun ljóst að traust og öflugt skýrsluhald er talandi dæmi um æskilegt skipu- lag í rekstri fjárbúsins. Slíkt skýrslu- hald er auk þess alger undirstaða fyrir markvissu ræktunarstarfi og í þeim tilgangi hófst skýrsluhald fjár- ræktarfélaganna og það er enn meg- intilgangur þess. Hið nýja er síðan að skýrsluhaldið verði þáttur í mark- aðssókn framleiðslunnar en ákaflega margt bendir til að slfk þróun geti verið á næsta leiti. Starfsemi fjárræktarfélaganna í landinu á sér nú um 40 ára sögu. Þegar skoðuð er þróun mála þar sést mjög glöggt að það starf hefur skilað mikilum og jöfnum árangri í þá átt sem það ætíð hefur átt að stefna, að gera bændum kleift að gera fjárstofn sinn hagkvæmari til framleiðslu. Sú framleiðniaukning sem þar blasir við er veruleg. Haustið 1993 var vænleiki suðfjár um allt land með fádæmum mikill og meiri en dæmi eru um áður. Þetta endurspeglast að sjálfsögðu í niður- stöðutölum fjárræktarfélaganna. Eft- ir hverja tvflembu fást að jafnaði 31,8 kg af dilkakjöti (29,7) og ein- lemban skilar að meðaltali 18,1 kg af kjöti (17,2). Vorið 1993 var frjó- semi ánna einnig meiri en dæmi voru um áður. Fædd voru að meðaltali 1,80 lömb eftir hverja á sem lifandi var í byrjun sauðburðar (1,78) og til nytja komu 1,66 lömb (1,64). Kjötmagn eftir hverja á var því mikið, eða reiknað 28,4 kg eftir hverja á sem skilar lambi að hausti (26,5) og 26,7 kg af dilkakjöti fást að jafnaði eftir hverja á sem lifandi var í byrjun sauðburðar (24,8). Þessi afurðaaukning er með ólíkindum mikil á milli ára og afurðir eftir hverja á um einu kg meiri en dæmi eru um nokkru sinni áður. Á það má benda að þá aukningu sem fram kemur í frjósemi hjá ánum á síðustu árum má alla rekja til aukins fjölda áa sem eiga fleiri en tvö lömb að vori. Vorið 1993 voru það tæplega 6.000 ær, eða um 4,4% ánna í félögunum, sem áttu þrjú eða fleiri lömb. Veturgömlu æmar skila einnig meiri afurðum haustið 1993 en þær gerðu haustið 1992. Eftir hverja veturgamla á fæðast að jafnaði 0,72 lömb (0,68) og 0,61 (0,58) lamb kemur til nytja að hausti. Þegar 932 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.