Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 35
m Þjóðsögur Jóns Árnasonar segja að Eyvindur hafi í. fyrstu „hnuplað osti úr poka frá förukerlingu og verið þá staddur í Oddgeirshólum, en hún hafi lagt það á hann að hann skyldi aldrei verða óstelandi upp frá því; hafi þá annað hvort Eyvindur eða þeir sem að honum stóðu viljað kaupa af kerlingunni að taka um- mæli sín aftur. Hafði hún þá sagt að það gæti hún ekki því ummæli yrðu ekki aftur tekin, en þá bót skyldi hún leggja í máli að hann kæmist aldrei undir mannahendur, og þótti hvort tveggja rætast á honum ávallt síðan." Olafur Briem segir svo: „Eyvindur virðist hafa borist fram í Flóa á æskuárum og gengu fljótt ýmsar sögur af hvinnsku hans. Árið 1746 er lýst eftir honum á alþingi sem burthlaupnum þjóf, er strokið hafi frá Traðarholti í Flóa sumarið áður. Ei eru skjallegar heimildir um Eyvind hin næstu ár, en öllum sögnum ber saman um, að hann hafi lagt leið sína til Vestfjarða og sest í bú hjá ungri ekkju, Höllu Jónsdóttur á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum, og búið með henni ekki allfá ár. En annað hvort hefur hann haldið upp- teknum hætti um stuldi eða komist hefur upp vestra um fyrri stuldi hans, því að þau Halla yfirgáfu jörð sína og lögðust út á fjöll til að forða sér ... Ollum munnmælum ber saman um, að þau Eyvindur og Halla hafi fyrst lagst út á Hvera- völlum, en Skagfirðingar flæmt þau þaðan og þau þá tekið sér bústað á Arnarvatnsheiði. En í skjallegum heimildum er þeirra fyrst getið sem útilegumanna, en Árnesingar fundu hreysi þeirra undir Amarfellsjökli og hröktu þau þaðan burtu haustið 1762.“ Þaðan fóru þau á Vestfirði og Strandir voru þar í haldi hjá Halldóri Jakobssyni, sýslumanni á Felli í Kollafirði sem „lét þau ganga laus og liðug og lét Eyvind vinna að húsagerð og heyvinnu sem hvern annan vinnumann." Austurland varð athvarf þeirra upp úr 1764 og í fyrstu voru þau undir vemdarvæng Hans Wíums sýslumanns, sem gaf þeim vegabréf um norðurhluta sýslunnar, en sumarið 1767 eru þau lögst út aftur og var gerð leit að Skápurinn luktur. þeim í Brúaröræfum og fannst ein- ungis eldstó þeirra. Næstu fimm árin er talið að þau hafi verið við Hvannalindir og Ey- vindarver. Sumarið 1772 fundust þau við Hreysiskvísl og voru flutt norður til hreppsstjórans í Reykja- hlíð. Eyvindur strauk strax á fjöll aftur og var búinn að ná úr hreysi sínu páli, potti, kjöti, mör og axar- kjagga. „Um ævilok Eyvindar og Höllu eru aðeins munnmæli. En þeim ber saman um að þau hafi orðið frjáls aftur og komist að Hrafnsfjarðareyri og búið það óáreitt síðustu æviár sín. ... Hins vegar fer tvennum sögum um legstaði þeirra. Gísli Konráðsson segir að hvorugt þeirra hafi fengið kirkjuleg og þau bæði verið dysjuð á Hrafnsfjarðareyri. Hins vegar telur Páll Melsteð, að þau séu grafin að kirkju á Stað í Grunnavík. En Jökulfirðingar hafa alltaf haldið fram að Eyvindur sé grafinn rétt við bæinn á Hrafns- fjarðareyri og þar hefur leiði hans verið til sýnis svo lengi sem menn muna. Hefur það verið hlaðið upp og merkt steini og trékrossi. ... Fjalla-Eyvindur sker sig úr öllum útilegumönnum frá seinni öldum. Hann er hinn eini þeirra, sem vitað er um, að gert hafi miðhálendið að heimkynni sínu árum saman og boðið hríðaveðrum vetrarins birginn upp við hájökla vetur eftir vetur.” 24*94 - FREYR 939

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.