Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 37
Það má lifa í voninni Birkir Friðbertsson, Birkihlíð, stjórnarmaður í SB hugleiðingar vegna greinar Guðmundar Stefánssonar Nokkrar athugasemdir og sem birtistí 22. tbl. Freys. Ég vil nú byrja á að þakka Guð- mundi þann manndóm sem hann sýnir fyrir hönd sameiningarnefndar BÍ og SB að gera tilraun ti! þess að svara almennri gagnrýni á störf nefndarinnar. Sú gagnrýni kom m.a. fram á aðalfundi SB á sl. hausti og var ótrúlega samstæð. Ein forsendan fyrir efasemdum manna um að heppilegt sé að sam- eina BÍ og SB er réttilega eins og Guðmundur nefnir „hvort samein- ingin raskaði forsendum fyrir hinni opinberu fjárveitingu til leiðbein- ingastarfseminnar". Hann telur greinilega að nefndin hafi nú full- kannað það mál með þeim hætti að fá staðfestingu núverandi landbún- aðarráðherra fyrir því að þessi meinta „hagræðing í félagskerfi bænda myndi ekki raska forsendum fyrir framlögum ríkisins til leiðbein- ingastarfseminnar.“ Úr því sem komið er verða menn að vona að mál gangi þannig eftir, en ósköp er þetta barnalegur átrún- aður á völd (ég segi ekki vilja) þessa sama ráðherra í nútíðinni og hvað þá heldur um alla framtíð. Þá voru og eru enn efasemdir um að rétt verði að tala um heildar- samtök bænda og eina stjóm ef öll búgreinafélögin, hvert fyrir sig, fara að öllu leyti með sín megin mál án afskipta sameiginlegrar stjórnar. Enn liggja ekki fyrir verkaskipta- samningar við þau, þó að að þeim sé unnið, og enn er því flest á huldu með gildi og starfssvið hinna vænt- anlegu samtaka. Guðmundur nefnir samtökin sem „málsvara út á við, þegar um heild- arhagsmuni stéttarinnar er að ræða“. Því leyfist að spyrja hvort ætla megi að aðgerðir og ákvarðanir einstakra búgreinafélaga verði ætíð með heildarhagsmuni stéttarinnar í huga og á þann veg að sameiginleg stjóm geti svarað fyrir og réttlætt. Og er það mögulegt nema afstaða bú- greinasamtaka verði hverju sinni borin undir sameiginlega stjórn til samþykktar eða synjunar. Það er rétt sem fram kemur hjá greinarhöfundi að verkaskiptasamn- ingar við búgreinafélög voru nauð- synlegir hvort sem umrædd samein- ing ætti sér stað eða ekki og það fyrir löngu en betra var, með heildarhagsmuni í huga, að vinna að þeim meðan samþykktir Stéttarsam- bandsins voru enn í gildi. Vegna orða um kosningar til stjómar nýrra samtaka er það rétt að sameiningamefndin stefndi þar í ákveðna átt, en aðalfundur gekk í aðra átt með samþykkt I. tillögu félagsmálanefndar þar sem mikill meirihluti fulltrúa virtist hafa séð eða heyrt „haldbær'4 rök fyrir tillög- unni. Ef einhver óttast að hlutur Suður- lands eða annarra sterkra landbún- aðarsvæða verði fyrir borð borinn af landshlutakjömum stjómarmönnum annarra svæða ættu þeir hinir sömu að skilja ótta manna á hinum fá- setnari svæðum við að þeirra sjónar- mið nái ekki langt án þess að eiga aðild að stjórn. Minnt skal á að nágrenni við höfuðstöðvar samtakanna, sem birt- ist m.a. í allri nefndarskipan á veg- um bændasamtaka á landsvísu, færir vissum landshlutum sérstaka að- stöðu og tækifæri til að hafa áhrif á framvindu mála. Ég leyfi mér m.a. að efast um að greinarhöfundur (þrátt fyrir hans ágæti) hefði lent í sameiningamefndinni og síðar sam- starfsnefndinni væri hann búandi á Vestfjörðum eða Austfjörðum og er ég varla einn um þá skoðun. Það er eðlilegt að Guðmundur telji sameininguna vera „fyrir bænda- stéttina í heild sinni“, en ég veit að ýmsum er enn efi í huga. Enginn sem sat sl. aðalfund gat horft fram hjá þeim „þvingandi aðstæðum" sem voru fyrir hendi á fundinum við afgreiðslu n lálsins. Málið var í svo hörðum hnút að hann hefði ekki verið leystur á næstu mánuðum ef aðalfundi hefði verið frestað vegna ónógs undirbún- ings. Ég get fullyrt að afstaða manna mótaðist ekki af „kjarkleysi44 heldur þeirri sannfæringu að með góðum vinnubrögðum félagsmálanefndar hefði verið leyst það sem hægt var til samkomulags á fundinum. Auk- inn meirihluti fulltrúa var trúlega hlynntur sameiningu fyrr eða síðar þótt sömu fulltrúar hefðu viljað sjá miklu skýrari hugmyndir um þann geming áður en ákvörðun var tekin. Frestun fundar var erfið og dýr í framkvæmd og hafði ásamt fleiru áhrif á afstöðu manna. Taka má undir að sameiningar- nefndin skilaði málinu ótrúlega langt milli funda og einmitt miklu lengra en ýmsir töldu sig hafa sam- þykkt á aðalfundi SB 1993, en á sama tíma lágu ekki fyrir neinar hugmyndir um sparnað við félags- kerfið, leiðir til aukinnar og eðli- legrar skilvirkni við afgreiðslu mála, starfssvið búgreinafélaga né skipurit nýrra samtaka. Það er von mín að fyrir fyrsta aðalfundi nýrra samtaka liggi loks fyrir glöggar tillögur í þessum efn- um og að lokinni afgreiðslu á þeim geti menn spáð í hvort ætla megi að þessi breyting á félagskerfinu leiði til góðs eða ekki. Þangað til má reyna að lifa í voninni. 24'94 • FREYR 941

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.