Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 44

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 44
Minningabrot úr bœndaferð 12. til 26. júní 1994 Agnar Guðnason Margs er að minnast frá liðnu sumri og miklu bændaferðaári. Farnar voru tvær ferðir um mitt sumar. I fyrri ferðinni voru 100 þátttakendur og er eftirfarandi frásögn er úr þeirri ferð. Fyrst var gist í Kufstein í Tyrol í 4 nætur, síðan var höfð bækistöð í bænum Riva við Gardavatn í eina viku og að lokum gist 3 nætur í St. Englmar í Bæjaralandi. Eg fletti dagbók minni frá þessum dögum og kannaði hvað hefði verið fært til leturs. Fararstjórar voru undirritaður og Hólmfríður (HófO Bjamadóttir í Skálholti, en hún býr yfir m.a. tveim góðum eiginleikum: nr. 1 að vera tengdadóttir mín og nr. 2, hún er afbragðsfararstjóri. Dvaliö í Kufstein í Tyrol Við höfðum tvo bíla til ráðstöf- unar allan tímann. Bílstjórana skírðum við strax Kalla og Charli, samkvæmt ábendingum frá þeim. Við lentum í Múnchen kl. 16, þaðan var ekið beinustu leið til Kufstein, rétt um tveggja tíma akstur. Tyrol er eitt fallegasta landsvæði í Evrópu og þótt víða væri leitað. Bærinn Kufstein er alveg sérstak- lega vinalegur bær, snyrtilegur og rólegur. Kvöldverður var innifalinn í þátt- tökugjaldinu. Af gamalli reynslu kveið ég dálítið fyrir fyrsta sam- eiginlega borðhaldinu en enginn kvartaði yfir matnum og reyndar var aldrei sagt eitt styggðaryrði um mat alla ferðina. Tvær grænmetisætur voru í ferðinni og þær fengu mat við sitt hæfi svo til alla daga. Flestir voru þreyttir og fóru því snemma að sofa þetta kvöld. Tyrol skoðað Þann 13. júní tókum við lífinu með ró. Veður var gott en ekki heitt. Við héldum kvöldvöku sem tókst Fararstjórarnir í þokkalegu skapi. ágætlega. Mikið var sungið, meira hlegið, lítið drukkið, og farið seint að sofa. Daginn eftir var farið til Salzburg. Ég tók vitlausa stefnu með minn hóp frá bílastæðinu og gekk hring um miðbæinn í staðinn fyrir að fara á aðaltorgið. Þessi göngugerð endaði þar sem hún hófst og þá var stór hluti hópsins orðinn uppgefinn, enginn kvartaði. Við höfðum lítinn tíma til að skoða Mozart- safnið eða dómkirkjuna. Með góðri aðstoð tókst okkur að rata rétta leið tilbaka. Síðan var farið í Arnarhreiðrið en það er Þýskalandsmegin, skammt frá Salzburg. Þetta varð langur og strangur dagur. Nú var kominn 15. júní, þá fórum við til Achensee, þar er mjög fallegt og þar hefðum við þurft að eiga lengri tíma. Næst heimsóttum við uppboðshöll bænda í héraðinu. Þar eru boðnir upp kynbótagripir, mest af Simm- entalkyni. Gripimir eru seldir til út- landa og svo innanlands. Þá heim- sóttum við ungan bónda sem var með mjólkurframleiðslu og ferða- þjónustu. Heim á hótel var komið á skikkanlegum tíma. Við förum til Tryol Næsta dag var áætlað að fara snemma af stað en einn þátttakandi þufti að fara til tannlæknis. Brottför var frestað og flestir fóru þá á úti- markað, sem var í Kufstein þennan dag. Lítið var verslað. Við lögum af stað um tveim tímum á eftir áætlun, ókum á 45 mín. til Innsbruk og þaðan var haldið suður til Gardavatns, á hótelið okkar, Lido Palace. Þetta var höll fram til ársins 1939, en þá var henni breytt í sjúkrahús og síðan var sjúkrahúsinu breytt í hótel. Mér líkaði strax vel við starfsfólk- ið og umhverfið, en það voru ekki allir ánægðir með sín herbergi. Reynt var að skipta, en ekki voru niörg laus herbergi til á hótelinu og 20 manns fóru inn á hótel Sole. Þar reyndist vera meira fjör, dansað á hverju kvöldi. Aftur á móti var Lidó Palace inni í stórum garði og þar var ágætis sund- laug. Allir snæddu saman á kvöldin á Lido Palace og þar voru hafðar kvöldvökur. Dvalið við Gardavatn Þennan dag var hvílst - aðallega verið við sundlaugina; smávegis litið í verslanir. Um kvöldið var þjóðhátíðardagskrá. Veislustjóri var Jóhannes í Skáleyjum, en aðal- ræðumaður kvöldsins var Jakob Þorsteinsson, Austur-Húnvetningur. Skemmtiatriði önnuðust ýmsir að vestan, aðallega íbúar Reykhóla- hrepps og Ragnar á Brjánslæk. Eftir ágætis þjóðhátíðarskemmtun voru allir vel upplagðir í smá ferð næsta dag. Lagt var af stað um kl. 10 frá hótelunum, farið með báti úr höfninni í Riva; þaðan var siglt til Limone, sem er vestan við Garda- 948 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.