Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 46

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 46
J2JJJ : 1 1 - LL | ■ d 1 ■ Va í.. M\ IKlll P Bœndaferðir árið 1995 Á árinu 1994 voru farnar 7 bændaferðir til útlanda. Sanitals stóðu þessar ferðir yfir í 11 vikur og þátttakendur voru 455. I ár verða farnar álíka margar ferðir og þegar eru komnar bráðabirgða ferðaáætlanir fyrir 4 ferðir. Páskaferð til Englands Flogið verður til London mið- vikudag 12. apríl og heim verður svo haldið mánudag 17. apríl. Gist verður allar 5 nætumar a Hótel St. Giles í London. Farin verður ein ferð til Suður- Englands og svo skoðunarferð unt London og ýmsir þekktir staðir í borginni heimsóttir. Margt er hægt að gera þessa daga sér til skemmt- unar og fróðleiks. Gert er ráð fyrir að þátttakendur gæti orðið um 40. Páskaferð í Moseldalinn Á síðastliðnu ári voru famar 3 bændaferðir til Leiwen. Þetta er lítið þorp við Mosel, skammt frá Trier. Þar búa nær eingöngu vínbændur nteð sínu fólki og stunda jafnframt ferðaþjónustu, en aðaltekjur hafa þeir af vínframleiðslu. Þar verður gist á heimilum bænda í 6 nætur. Ferðin hefst miðvikudag 12. apríl og heim verður haldið þriðjudag 18. apríl. Famar verða stuttar ferðir flesta daga unt nágrennið, m.a. til Trier, Idar/Oberstein, Cochen og Bemkastel. Hántarksfjöldi í þessari ferð getur orðið 50 manns. Sumarferð til Þýska- lands, Austurríkis og Ítalíu Flogið verður til Munchen 11. júní með leiguflugi. Þar í nágrenni verð- ur gist fyrstu nóttina. Daginn eftir verður haldið til Kufstein sent er lítill bær í Tyról. Þar verður gist á mjög góðu. hóteli í 4 nætur. Frá Kufstein verður svo haldið suður yfir Brennerskarð að bænum Riva Jón Arni Sigfússon í Víkurnesi - hannonikku-snillingur. 950 FREYR - 24*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.