Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 10
FRR RITSTJÓRN Breytingar á útgáfumálum landbúnaðarins Við þessi áramót verða breytingar á útgáfu Freys. Ákveðið er að síðufjöldi blaðsins verði minnkaður um nálægt því helming og fjöldi tölublaða að sama skapi. Jafnframt verður hafin útgáfa annars blaðs af hálfu bændasamtakanna, sem hafi skemmri vinnslutíma en Freyr. Það verður prentað í dagblaðsstærð og sent á öll sveitaheimili í landinu án endurgjalds. Áætlað er að útgáfa þess hefjist í mars nk. og að það komi út hálfsmánaðarlega. Hinn skammi vinnslutími þess blaðs stuðlar að því að koma fréttum og tilkynningum mun fyrr á framfæri við bændur og aðra hlutaðeigandi, en unnt er í tímariti eins og Frey. Jafnframt er þess að vænta að bændur og starfsmenn þeirra í hin- um dreifðu byggðum finni sér hentugan stað til að koma hugðarefnum sínum á framfæri í hinu nýja blaði þar sem menn sjá greinar sínar og bréf til blaðsins birtast fljótt. Þá munu birtast í blað- inu ýmsar leiðbeiningar um landbúnað, viðtöl og fræðandi efni. Einnig er stefnt að þvf að auka erl- ent efni um landbúnað. Nákvæm verkaskipting á milli Freys og hins nýja blaðs hefur ekki verið ákveðin, en í Frey munu birtast ítarlegri greinar um fagleg efni, sem talið er að lesendur blaðsins vilji eiga aðgang að þó að nokkuð sé umliðið frá birtingu enda fylgi blaðinu ítarlegt efnisyfirlit hvers árgangs í árslok eins og verið hefur. Þá verður leitast við að birta fræðandi viðtöl og annað efni sem telst ekki til leiðbeiningaefnis, eins og verið hefur. Til að ritstýra hinu nýja blaði, sem enn hefur ekki verið gefið nafn, hefur verið ráðinn Áskell Þórisson, blaðamaður. Hann hefur víðtæka reynslu af útgáfu- og kynningarmálum, sem blaðamaður og ritstjóri um skeið við blaðið Dag á Akureyri, upplýsingafulltrúi hjá KEA á Akureyri, blaða- maður hjá DV og nú síðast upplýsingafulltníi hjá Samkeppnisstofnun í Reykjavfk, þar sem hann hefur m.a. ritstýrt fréttablaði stofnunarinnar, og er hann hér með boðinn velkominn til starfa. Það er von allra sem að þessari endurskipu- lagningu hafa starfað að hún verði íslenskri bændastétt og íslenskum landbúnaði til fram- dráttar, skoðanir og áhugamál bænda nái betur að koma fram og að allur fréttaflutningur verði greiðari. M.E. Júlíus J. Daníelsson lœtur af störfum við Frey Er Júlíus J. Daníelsson ritstjóri lætur af störf- um við Búnaðarblaðið Frey og fyrir Búnaðar- félag íslands er full ástæða til að þess sé minnst og hér í blaðinu birtist nokkur þakkarorð. Ber þá fyrst að gera nánari grein fyrir störfum Júlíusar og því hvers vegna hann lætur nú af störfum í lok janúar 1995. Því ræður að Júlíus varð sjötugur hinn 6. janúar á þrettándanum. Mundi margir segja að það væri Júlíusi líkt að eiga þann afmælisdag, sem við bindum við nokkurt gleðihald, en fæstir tryðu að óreyndu að hann væri orðinn sjötugur. En hvað um það, Júlíus hefur í allt unnið 22 ár við Frey, fyrst sem blaðamaður með Gísla Kristjánssyni ritstjóra, árin 1954-1959, og síðan frá því í nóvember 1976 að hann hóf að létta með undirrituðum sem þá var ritstjóri. Hann varð aðstoðarritstjóri 1978 og svo annar af rit- stjórum blaðsins 1980 eða frá því að Matthías Eggertsson kom að blaðinu sem ritstjóri og ábyrgðarmaður. Júlíus hefur á þessum tíma margt skrifað í blaðið, hann hefur „ritvillurnar skorið“ eins og forðum var kveðið og ekki síður fært margt til betri vegar í máli manna. Öll hafa störf hans miðað að því að gera Frey að læsilegu blaði, bæði hvað efnið og búning þess, málfarið, varðar. Júlíus er um margt fróður, um búfræðina, sem hann nam ungur, um sögu lands og þjóðar sem hann hefur einnig lagt stund á og svo kann hann með ágætum sitt móðurmál og önnur. Þó ekki væri fyrir annað en hve lipur Júlíus er í 6 FREYR -1.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.