Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 14
Tveir merkir forystumenn í alifuglarœkt: Pétur Sigurðsson, formaður Sambands eggja- framleiðenda og Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys. Myndfrá 1947. Jón M. Guðmundsson er brautryðjandi í kyn- greiningu alifugla hér á landi. Hér er liaitn að vinna við að kyngreina hœnuunga 1949. um eins og Gísla Kristjánssyni, ritstjóra, Guðmundi Tryggvasyni í Kollafirði o.fl., og réðu að búinu danskan sérfræðing haustið 1945. Fyrstu kynbótaeggin voru keypt frá Danmörku í ársbyrjun 1946. Þegar ég kom heim sumarið 1947, hafði danski starfsmaðurinn ekkert getað farið í orlof allan þann tíma sem hann hafði unnið á Reykjum. Þá varð það úr að ég leysti hann af og hann fór í sitt sumarfrí. Tilkynnti hann þá þegar hann kom aftur um haustið að hann vildi hætta; var orðinn aldraður og benti á mig sem eftirmann sinn. Þar með hófst minn ferill við Fuglakynbótabúið á Reykjum, en áfram bjó ég við kýmar, um 30 að tölu Kyngreindir ungar sendir loftleiðis Ég hóf að selja daggamla kyngreinda unga til bænda úti á landi, í Eyjafirði og Svarfaðardal, Vestfjörðum og Austijörðum, og sendi ungana í kössum með flugvélum með sérstöku samkomulagi við þá Öm O. Johnson, forstjóra Flugfélagsins og Jóhann- es SnoiTason, flugstjóra, því það þótti varasamur farmur að vera með lifandi unga í flugvélum. Þessi áhætta var þó tekin og hefur gengið slysalaust og breiðst út síðan og orðið til þess að landsmenn gátu náð sér í varphænsni eftir því sem eftirspum í þorpunum í kring um landið gaf ástæðu til. Varð þetta nokkur búhnykkur fyrir þá. Annars var aðalmarkaðurinn í námunda við Reykjavík og á Suður- og Vesturlandi. Eg hafði með mér kennslubækur um kyngreiningu frá Ameríku og hóf æfingar af fullum krafti með hinni svonefndu jap- önsku aðferð, „vent method“. Það varð til þess að í janúar 1949 verður það að ráði að ég fæ launalaust leyfi í tvo mánuði og fyrirgreiðslu af hálfu Búnaðarfélagsins og Gísla Kristjánssonar lil að fara í fræðsluferð til Norðurlanda. Námsferð til Norðurlanda Þetta var í framhaldi af því að um sumarið 1948 hafði ég séð mér fært að komast frá og sótti þá alheimsfund fugla- ræktarmanna. Eru þessir fundir haldnir á fjögurra ára fresti, og sá fyrsti eftir stríðið var í Kaupmannahöfn. Stóð ég þar við í 10 daga og fékk áhuga á að skoða mig betur um á Norðurlönd- um. í áðurnefndu tveggja mánaða leyfi 1949 kom ég við í Danmörku og Noregi en var svo í Svíþjóð í einar 6 vikur, aðal- lega í Skövde og Skörum (Skara) í Vestur-Gautlandi. Seinna heimsótti ég Stokkhólm og Uppsali. Júlíus J. Daníelsson tók á móti mér í landbúnaðarháskólanum Ultuna, en hann var þar við nám. Ég fékk að skoða og kynna mér allt sem ég kærði mig um. Þegar ég kom út til Skara, fékk ég tæki- færi til að vera í kyngreiningamámskeiði. Það kom í ljós að ég hafði með æfingum, lestri og myndum komist alllangt áfram í kyngreiningu en hafði aldrei fengið til- sögn. Þama fékk ég verklega tilsögn og ör- yggi og gerði mér grein fyrir því á hvaða stigi kunnátta mín var. Ég hafði það dæmi í huga þegar ég var að þessu, að ef einn maður keypti sér 200 unga, þá væri helm- ingurinn hanar. Nú hafði ég tækifæri til þess að ljarlægja hanana og eyða þeim um leið og búið var að kyngreina þá, dag- gamla. Þá sparaðist 1 kg af fóðri á hvem fugl sem annars hefði eyðst í að ala hann upp og finna hanana í hópnum. Þessi sparnaður á fóðri hafði mikla þjóðhags- lega þýðingu. Varphænustofninn í land- inu var þá 200 þúsund fuglar. Ég held að þetta hafi verið ein merkasta nýjung sem ég hef komið á framfæri hér heima, auk þess sem ég byrjaði þegar að slátra hænsum þegar heim kom, verka þau og selja hænsnakjöt í vaxandi mæli. Voru það aðallega útlendingar og fólk sem dvalið hafði erlendis sem gerðust fastir viðskiptamenn mínir, en það er önnur saga. Þátttaka í landbúnaðarsýningum Sumarið 1947 var mikil og merkileg landbúnaðarsýning á Reykjavíkurflug- velli. Þá var fuglakynbótabúi okkar boðið að taka þátt í henni. Við tókum þá þrjár hænur og einn hana af af hvoru, hvítum ítölum og brúnum ítölum og stilltum þeim upp á sýning- unni. Sá ég þá um þetta í fyrsta skipti, og síðan hef ég tekið þátt í öllum landbún- aðarsýningum sem haldnar hafa verið, en það eru landbúnaðarsýningar Búnaðar- sambands Suðurlands sem haldin var á Selfossi 1957, sýning í Laugardal 1968, sýning BÚ'84 í Nýju Mjólkurstöðinni í Reykjavík, sýning í Reiðhöllinni 1987 og að lokum búfjársýning á Þingvöllum á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Þar stillti ég upp búrum mínum og sýndi þar fugla, útungun og kyngreiningu. Stóðum við að þessu tvö, ég og Ingibjörg Tönsberg. Hjónin Ingibjörg og Einar Tönsberg, vinir mínir og nágrannar, stjórnuðu 10 FREYR- 1.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.