Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 15
Frá alifugladeild landbúnaðarsýningarinnar á Selfossi 1958. Jón M. Guðmundsson sá um þá deild. Frá heimsókn í fyrirtœkið Big Dutchman í Atlanta í Georgia í USA í janúar 1961; þar er framleiddur innbúnaður í alifuglabú. Með Jóni á myndinni erforstjóri fyrirtœkisins. eggjaframleiðslu á búi bakarameistar- anna. Þau fóru til Danmerkur 1952 og þar lærði Ingibjörg að kyngreina unga með gegnumlýsingarvél og hefur stundað það sem atvinnu síðan. Þá fékk ég mér svona vél líka og lærði á hana, en nota annars aðra aðferð við að kyngreina svo sem áður er nefnt. Lœrdómsrík dvöl í Bqndarfkjunum Árið 1960 hitti ég af tilviljun ameríska sendiherrann, og hann fer að spyrja mig um alifuglarækt á Islandi og landbúnað yfirleitt. Mér var tíðræddast um alifugla- ræktina og þá bar á góma að hér væri til- tölulega lítils neytt af alifuglakjöti. Það þótti honum með ólíkindum vegna þess að í Ameríku er það kjöt feiknalega vin- sæll matur. Og hann segir: „Við verðum að kippa þessu í liðinn"! Svo vissi ég ekki meir, nema það birtist auglýsing þar sem hann auglýsir eftir kandídötum eða öðrum sem hafí hug á því að þiggja boð Bandaríkjastjómar um að fara í fjóra mánuði vestur þangað og kynna sér þetta svið. Ég sótti um þetta og sendi mín gögn til sendiráðsins, sem ég reyndar sá svo aldrei framar, en það gerði ekkert til. Mér hlotnaðist það að fara þessa náms- för til Bandaríkjanna haustið 1960, var þar í fjóra mánuði og kem heim í byrjun mars 1961. Þá varég búinn að kynna mér það rækilega að bændur vestra voru löngu famir að rækta létt kyn til eggja- framleiðslu og meðalþung og þyngri kyn til kjötframleiðslu. Eigin atvinnurekandi Eg hafði heimsótt stór og smá sláturhús sem orðin voru mjög vélvædd. Þegar ég kom heim, var orðin sú viðhorfsbreyting hjá mér að ég undi því ekki lengur að vera bústjóri hjá Fuglakynbótabúinu og segi upp störfum. Hluthafarnir bjóða mér þátttöku en ég færðist undan því, en býð í staðinn hvort ég eigi ekki að kaupa eignirnar á Reykjum af þeim. Þeir geti átt áfram sitt félag. Það verður úr að ég keypti eignimar á staðnum og rak þetta undir sama nafni, en þeir fóru með sín gögn annað og stunduðu ýmiss konar aðra starfsemi, m.a. að hluta til alifuglarækt. Þegar þessi kaup voru gerð, hófst ég handa þegar í stað að reisa hér hús sem rúmaði útungunarstöð, sláturhús og upp- eldispláss fyrir litla unga. Þetta vélvæddi ég allt saman og leiddi heitt vatn í gólf og hús og í útungunarvélamar að hluta til. Ég keypti vélar frá Danmörku. Slátur- húsið fékk ég frá Hans Larsen & co. í Álaborg. Ég man eftir því þegar ég var að kaupa vélarnar, þá bar ég verðið á þeim saman við verð á venjulegum fjöl- skyldubíl. Kom þá í ljós að ég hefði fyrir andvirði vélanna getað fengið mér nýjan bíl fyrir fjölskylduna, en hún var farin að stækka mikið. En ég sleppti því, keyrði á Á skólaárum Jóns í Madison voru nem- endur þjálfaðir í að sœða alifugla. Það segist Jón ekkert hafa stundað að ráði fyrr en um 1985, að hann fékk sér tœki til sœðinga á kalkúnum og hafa bœndurnir synir hans stundað þœr síðan. 1.’95 - FREYR 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.