Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 25
Staðgreiðsla 1995. Skatthlutfall 41,93%. Persónuafsláttur kr. 24.444 á mán. (Skattleysismörk kr. 58.297 á mán., á ári um 700.000). Hátekjuskattur er 5% af skattstofni umfram 2.494.080 kr. hjá einhleypingi en 4.988.160 kr. hjá hjónum. Viðmiðunarreglur um reiknuð laun 1994 1. Bóndi 652.704 kr. eða 54.392 kr. á mánuði. 2. Hjón 1.305.408 kr. 3. Barn yngri en 16 ára, 177.712 kr. Sjá viðmið- unarreglur í leiðbeiningum ríkisskattstjóra. Vaxtabœtur Rétt til vaxtabóta eiga þeir, er bera vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa (jarða- kaupa) eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtabætur ákvarðast þannig að frá vaxtagjöld- um dragast allar vaxtatekjur og 6% af tekjuskatts- stofni samkv. tölulið 7.9. Ef um er að ræða hjón eða sambýlisfólk, sem á rétt til samsköttunar, reiknast 6% af samanlögðum tekjuskattsstofni þeirra begg- ja. Hámark vaxtabóta eru kr. 140.328 hjá einstak- lingi, kr. 180.472 hjá einstæðu foreldri og 232.064 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Hjá einstaklingi og einstæðu foreldri skerðast þannig ákvarðaðar vaxtarbætur hlutfallslega, fari eignir samkv. reit 16 að frádregnum eignum í reit 04 og skuldum skv. reit 86 fram úr 3.092.937 kr., uns þær falla niður við 4.948.699 kr. Vaxtabætur hjóna og sambýlis- fólks skerðast á sama hátt, fari samanlagðar eignir þeirra að frádregnum skuldum fram úr 5.127.077 kr. uns þær falla niður við 8.203.323 kr. Launamiðaframtal Reiknuð laun hafa verið felld út af launaframtali 1991. Árið 1994 þurftu allir launagreiðendur að til- kynna launagreiðslur mánaðarlega og síðan að skila launamiðum, en eindagi þeirra var 21. janúar 1995. í sjálfu sér er ekki flókið að fylla út þá skýrslu. Frumrit skal sent til skattstofu ásamt launaframtali. Gert er ráð fyrir að launþega sé sent samrit en bændur halda einu fyrir sig. Ef launa- miðar eru ekki vélritaðir skal nota kúlupenna og skrifa fast þannig að öll þrjú eintökin verði greini- leg. í reit 01 skal setja kennitölu. í reit 02 færast vinnulaun en í reit 06 færast greiðslur til verkstæða og verktaka, byggingafyrirtækja, trésmíðaverk- stæða o.s.frv. Allar fjárhæðir færast með virðis- aukaskatti á launamiða. Jafnframt skal færa hér allar greiðslur til þeirra, sem stunda sjálfstæða starfsemi eða atvinnurekstur en reikningar frá þess- um aðilum eiga að vera á númeruðum eyðublöðum með nafni og kennitölu. í reit 22 færast greiðslur fyrir vörubílaakstur, t.d. áburðarflutning og gripa- flutning. í reit 30 skrifar bóndi fullt nafn, kennitölu og fullt heimilisfang. Frekari skýringar eru prent- aðar aftan á launamiða. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á þá reiti, sem bændur nota mest. At- hygli skal vakin á því að reiknuð laun barna yngri en 16 ára skal ekki færa á launamiða. í reit 70 þarf að færa vinnulaun á ný og einnig af- dregna staðgreiðslu í reit 71. Fyrningarskýrsla í almennum búrekstri er árleg fyming reiknuð samkv. eftirfarandi reglum: Búvélar Lágmark .. :n% Hámark 15% Útihús 3% 4% Ræktun ,. 4,5% 6% Loðdýrabú .. 4,5% 6% Gróðurhús 6% 8% Tölvur, skrifstofubúnaður . ,. 15% 20% Borholur ,. 7,5% 10% Bændur hafa nokkurt val um fyrningarprósentu. þ.e.a.s. fyrningarprósentan verður að vera á því bili sem hámark og lágmark gefa tilefni til. Heimilt er að breyta fyrningarprósentunni árlega. Almennt eru bifreiðar ekki eign búsins heldur einkaeign og færast því á skattframtal. Þá er notuð föst fyming (nú 133.355 kr.), sem ríkisskattstjóri gefur upp árlega og er sú upphæð skráð á eyðu- blaðið fyrir rekstur bílsins á bls. 6. Bílar eða önnur einkaeign er ekki háð ákvæðum um söluhagnað eða sölutap. Allar eignir í atvinnurekstri, hvort sem það er landbúnaður eða annar atvinnurekstur, eru hins vegar háðar ákvæðum um söluhagnað eða sölutap, þegar og ef eignir eru seldar, sem notaðar eru í atvinnurekstri. Gerð fyrningarskýrslu: Ekki em nein tengsl á milli fasteignamats og fym- ingarskýrslu. Það má sem sagt ekki nota fasteigna- mat sem fymingargrunn fyrir ný útihús. Aftur á móti er fasteignamatið notað, þegar eignir em skráðar á framtalið og gildir það um allar fasteignir. í þeim til- fellum þegar hús er í byggingu og það hefur ekki verið metið til fasteignamats, þá er nýja húsið fært á kostnaðarverði eða réttara sagt bókfærðu verði. Þá ætti það að vera ljóst að við gerð fymingarskýrslu kemur fasteignamatið ekkert við sögu. Á mynd er sýnd handunnin fymingarskýrsla. Þar sem töluvert tap er til staðar er valin sú leið að fyma eignir um lágmarksfymingu, úthús 3%, ræktun 4,5%, vélar um 11% og skrifstofuáhöld um 15%. Ámoksturstæki er selt á 100.000 kr. Framreiknað 1.’95 - FREYR 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.