Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 26
bókfærð verð er 66.151 kr. og því söluhagnaður 33.849. Fullvirðisréttur var keyptur 1993 á 1.400.000 kr. og sú leið er valin að færa hann á fymingar- skýrslu. Niðurfærsla er 200.000 kr. Ástæða þess að sú leið er valin að færa keyptan fullvirðisrétt á fyrn- ingarskýrslu, er sú að betra er að halda utan um nið- urfærsluna. Bókfært verð á framleiðslurétt færist til eignar á landbúnaðarskýrslu. Nú skal skýrt betur hvernig fyrningaskýrslan er unnin. Byrjað er á því að færa af gömlu skýrslunni yfir á þá nýju. Dálkar 5 og 11 á göntlu skýrslunni fara í dálka 3 og 4 á nýju skýrslunni og tölurnar eru óbreyttar. Síðan eru þessir dálkar margfaldaðir með verðbólgustuðli ársins, sem er nú 1,0184. Niður- stöður eru settar í dálka 5 og 6. Með þessari marg- földun er verið að reyna að skrá eignir rétt miðað við upprunalegt verð. Árleg fyrning er síðan reikn- uð af þessari upphæð. Síðan er árleg fyrning og áður fengnar fyrningar lagðar saman og sú upphæð færð í dálk 11.1 síðasta dálk, nr. 12, er fært bókfært verð, sem er mismunur á upphæð í dálk nr. 5 og 11. Allar eignir á fyrningarskýrslunni eru meðhöndl- aðar á sama hátt nema að því leyti að árleg fyrning er mismunandi há prósenta því að eignir endast misjafnlega lengi. Aðrar fyrningar. Fyrna má á móti söluhagnaði, en það er aðeins leyfilegt, ef búið er rekið með hagn- aði og ekkert yfirfæranlegt tap er fyrir hendi. Nokkur atriði til minnis. 1. Allar eignir á fyrningarskýrslu (þó ekki fram- leiðslurétt) skal framreikna með verðbólgu- stuðli ársins. Hann er 1,0184 fyrir árið 1994. 2. Nýbygging færist á kostnaðarverði samkvæmt húsbyggingarskýrslu og byrjað er að fyrna byg- ginguna niður það ár, sem húsið er tekið í notk- un og þá heilsársfyrningu. 3. Ekki má fyrna eignir á söluári, en hins vegar eru eignir fymdar á kaupári og þá heilsársfymingu. 4. Vél, sem verður ónýt, fyrnist alveg niður í 0. 5. Vél eða önnur eign í atvinnurekstri sem kostar minna en 119.508 kr. má færa til gjalda á kaupári. Þetta er ekki ráðlegt nú. 6. Eignir í búrekstri fyrnast hratt niður. Því er oft skynsamlegt að fyrna nýjar eignir lágmarks- fyrningu. Landbúnaðarframtalið Eyðublöðin em á sex síðum, auk skýrslu um VSK. Bls. 1. Bústofn. Bústofn er færður inn í ársbyrjun og árslok á skattmati ríkisskattstjóra. Fjöldi gripa í árslok 1993, þ.e.a.s. á síðasta framtali, er nú færður inn í ársbyrjun en ekki gamla matið í krónum. I stað þess er fært inn nýja skattmatið. Keyptur bústofn er ekki færður til gjalda á landbúnaðarframtalið eins og önnur gjöld, heldur er talinn með bústofni í árslok. Þar með myndaðist bústofnsaukning, sem kæmi fram sem tekjur. Þetta er leiðrétt með því að færa keyptan bústofn inn í ársbyrjun, sjá mynd. Eitt folald er keypt á 10.000 kr. (með VSK 12.450 kr.). Það er talið með bústofni í árslok. Skattmat á fol- aldi er 5.935 kr. Það færist á síðuna neðst til hægri, keypt búfé á árinu, matsverð, sjá mynd 2. Bústofn barna yngri en 16 ára skal telja með búfé bónda. Tekjur af búfénu má færa á landbúnaðarframtal með tekjum bónda eða á skattaframtal barnsins. Sé valinn síðari kosturinn er færslan orðin flóknari. Fóðurkostnaðurinn færist þá bónda til tekna en barni til frádráttar. Vinni barnið fyrir fóðurkostnað- inum, má barnið telja það sem laun í reit 2.1 en bóndinn til frádráttar sem launagreiðslu í 5.3 á landbúnaðarframtal. Bls. 2. Tekjur. Allar tekjur skal færa inn án virðisaukaskatts. Tekjur skal færa inn á landbúnaðarframtalið eftir afurðamiðum, þannig að bæði fjöldi gripa og magn seldra afurða komi fram, ásamt greiðslum á árinu Afurðatekjur skulu færðar inn brúttó, þ.e. án frá- dráttar sjóða- og flutningsgjalda, sem eru tilgreind sérstaklega á afurðamiðunum. Afurðamiðar eru yfirleitt þannig að taka má tölurnar beint af þeim. Greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda færast ekki. Undir liðinn „Ýmsar tekjur“ má færa t.d. leigu eftir búfé, tekjur af tamningu hrossa, tekjur af ferða- mönnum og leyfi til sand- og malamáms. í lið 12.10 skal færa endurgreiðslu kjarnfóðurgjalds. Virðisaukaskatti ber að skila af heimanotuðum af- urðum. Eigin vinna bónda og maka hans og barna vegna framkvæmda, t.d. byggingu útihúsa, skal færa til tekna en til gjalda á húsbyggingarskýrslu. Söluhagnaður af sölu eigna er tilheyrir búrekstr- inum færast hér einnig. Hér færast einnig rekstr- arstyrkir, svo sem styrkir til endurvinnslu túna og grænfóðurs. Framkvæmdastyrkir færast ekki til tekna heldur til lækkunar á stofnverði. Ef lagt hefur verið í fjárfestingasjóð og síðan tekið úr honum, skal færa þá upphæð (framreikn- aða með verðbreytingarstuðli) til tekna. Bls. 3 Gjöld. Öll gjöld skal færa án virðisaukaskatts. Gjaldaliðir skýra sig að mestu sjálfir og bent skal á leiðbeiningar ríkisskattstjóra. Skipting á gasolíu 22 FREYR -1/95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.