Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 32
Reiknað endurgjald bœnda, maka þeirra og barna tekjuárið 1994 (skattframtal 1995). Að jafnaði skal færa á skattframtali 1995 þau reiknuðu laun sem staðgreiðsla á árinu 1994 hefur miðast við. Séu færð lægri reiknuð laun ber að láta nauðsynlegar skýringar fylgja skattframtali. I þessu sambandi vísast til l.mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 6. gr. laga nr. 49/1987. Viðmiðunarreglur til ákvörðunar á reiknuðu endurgjaldi bænda og maka þeirra á staðgreiðslu- árinu 1994 frá 31. desember 1993 eru þessar. Viðmiðunartekjur fyrir grundvallabúið ákvarð- ast þannig: 1. Viðmiðunartekjur bónda, sem stendur einn fyrir búrekstri með eða án aðkeypts vinnuafls eða í samrekstri með öðrum en maka, ákvarðast 652.704 kr. í 52 vikur. Mánaðarlaun kr. 54.392. 2. Vinni það hjóna sem ekki stendur fyrir búrek- stri með maka sínum við reksturinn skal meta því endurgjald með hliðsjón af vinnuframlagi þess, metið á sama verði og endurgjald bónda. 3. Standi hjón bæði fyrir búrekstrinum skal reikn- að endurgjald hjónanna samtals teljast tvöfalt endurgjald bónda eða 1.305.408 kr. sem skip- tist milli hjónanna í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig. 4. Ákvarðaðar viðmiðunartekjur hvers bónda sem stendur fyrir búi með öðrum en maka sínum skulu miðaðar við eignarhlutdeild bón- dans í félagsbúinu. Við ákvörðun viðmiðunartekna bænda skal taka tillit til þess hvort bóndi nái heildartekjum grund- Yfirfæranlegt tap frá fyrra ári er 947.963 kr. hjá hvorum aðila og hækkun samkvæmt stuðli nemur 17.442 kr. yfirfæranlegt tap framreiknað verður 965.405 kr. Að frádregnum hagnaði, 51.254 kr., er yfirfæranlegt rekstrartap til næsta árs 431.448 kr. hjá hvoru hjóna. Ég vil ráðleggja bændum að loka framtali sínu og reikna sér laun. Almennt séð er ekki ástæða til þess að reikna sér lægri laun en viðmiðunarreglur segja til um. Ef búið gefur ekki þær tekjur, er það rekið með halla en tapið geymist í 5 ár og er verðtryggt. Þegar síðan batnar í ári má nota tapið til þess að lækka hagnaðinn. Þó að það virðist í sumum tilfellum tilgangslítið að safna upp tapi ár eftir ár, getur sú staða komið upp að tapið nýtist. Eldri bændur, sem farnir eru að draga saman seglin, sýna oft tap af búrekstri sínum ár eftir ár. Ef sú staða kemur upp að þeir selja jarðir og fá mikinn söluhagnað, nýtist tapið og getur komið sér mjög vel. Nú hefur hins vegar verið gerð sú breyting á vallarbúsins. í verðlagsgrundvelli landbúnaðaraf- urða er sauðfjárbúi reiknuð 400 ærgildi en kúabúi 22 kúgildi sem samsvarar 440 ærgildum. í blönd- uðu búi skal því að öllu jöfnu reikna með 420 ærgildum. Við ákvörðun heildarærgilda bús er geldneyti reiknað 8 ærgildi og kálfur 4 ærgildi. Nái bústofn bónda ekki framangreindum ær- gildafjölda verður að ætla að bóndinn nái ekki heildartekjum grundvallarbúsins og má þá lækka reiknað endurgjald í sama hlutfalli og ærgilda- fjöldi búsins er minni en viðmiðunarærgildafjöldi. Hámark reiknaðs endurgjald sem skattstjóri getur ákvarðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 takmarkast við það að fjárhæð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur saman- lögðum almennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu skv. 53. gr. laganna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reiknað endurgjald barna Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13-15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra skv. síðasta málslið 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, skal við mat á hámarki því sem um ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem rekstrarkostnað, miða við meðaltímakaup frá 287 kr. til 328 kr. eða frá 11.480 kr. til 13.120 á viku. skattalögum að tapið fyrnist eftir 5 ár. Það tap sem nú er til fyrnist eftir 5 ár ef það er ónotað. Éf bú- reksturinn gengur illa er full ástæða til þess að að fyrna allar eignir um lágmarksfyrningu. F. Yfirlit yfir ónotað tap Tap fyrnist á 5 árum og nú þarf að halda utan um hvert ár. Neðst á bls. 5 er sett upp í dálka fyrir árið 1991 og fyrr, 1992 og 1993. Tapið 1991 var 778.831 og árið 1992 169.132 kr. Þessar tölur eru framreiknaðar með verðbreytingarstuðli (1,0184) og færðar í dálk 3. Nú er hagnaður af búrekstrinum árið 1994 að upphæð 102.508 kr. Sá hagnaður dregst frá eldra tapinu sjá mynd 3 og þá er eftir 690.653 kr. af eldra tapinu frá 1991 og fyrr. Tap ársins 1992 (172.244 kr.), færist óhreyft í þessu dæmi til næsta árs. Þannig er alltaf tekið af elsta tapinu. Af þessu má sjá að halda þarf utan um eldri töp 28 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.