Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 40

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 40
Ný búgrein í Noregi - strútar í brennidepli Agnar Guönason Helsta nýjungin í landbúnaðarframleiðslu í Evrópu er rœktun á afrískum strút- fuglum. Þó er þetta ekki alveg nýtt af nálinni, því strútarœkt hefur verið stunduð í Hollandi í um 50 ár. Það sem vakti athygli mína er að margir norskir bœndur eru uppfullir af áhuga á þessari búgrein. Fyrstu 5 strútsungarnir voru flutt- ir inn til Noregs frá Svíþjóð í ágúst á sl. ári. Þeir voru viku gamlir og kostuðu sem svarar 78.000 kr. ísl. stykkið. Það voru tveir hanar og þrjár hænur. Fuglarnir voru hafðir í sóttvamarstöð í 14 vikur. Ungarnir voru rúmlega 1 kg að þyngd þegar þeir komu til Noregs en þriggja mánaða gamlir vógu þeir um 40 kg. Nú hafa nokkrir bændur í Norð- ur-Þrændalögum stofnað félag um ræktun á strútum og hafa pantað 27 fullorðna fugla frá Falun í Svíþjóð, en þar er rekið bú af fullum krafti sem fyrst og fremst selur lífdýr. Fimm bændafjölskyldur ætla sér að standa að þessum rekstri og hlutaféð svarar til um 55 millj. ísl. kr. Hafist verður handa um að byggja útungunarstöð á næstunni, en fyrstu fuglarnir verða komnir í einangrunarstöðina 18. febrúar. Bændumir í Þrændalögum gera ráð fyrir að á næstu ámm muni þeir aðallega selja lífdýr. Mikil eftir- spum er eftir strútsungum til lífs svo að Norðmenn reikna ekki með strútakjöti á matseðlinum á næst- unni. Hverjar eru afurðirnar? Hænurnar byrja að verpa um tveggja ára aldur og geta enst í 40- 45 ár. Meðalvarp er um 80-100 egg á ári. Mjög hátt verð er á frjóum eggjum í Svíþjóð; þar hafa þau verið seld á sem svarar ísl. kr. 20.000 stk., en vikugamlir ungar á um 78.000 ísl. kr. Fullorðin lífdýr hafa verið seld á sem svarar 700.000 kr. ísl. Verðið er mun lægra í Hollandi en í Svíþjóð, en norskir bændur fá ekki leyfi til að flytja inn lífdýr eða egg þaðan. Með ræktun á strútum er stefnt að því að framleiða kjöt en ekki lífdýr því sá markaður mettast fyrr en varir. Verð á strútkjöti til framleið- enda í Hollandi hefur verið frá sem svarar 1.400 til 3.500 kr. á kg. Auk þess eru skinn af strútum verðmikil; fyrir þau hafa fengist sem svarar 17.000 ísl. kr. og upp í kr. 44.000. Þá eru strútsfjaðrir ennþá eftirsótt- ar. Kjöt af strútum er fremur magurt og í því er lítið kólersteról. Það er yfirleitt meyrt eins og kálfakjöt og af því er villibráðar bragð. Kjötið er nær eingöngu selt í heilsubúðum og á dýrari veitingahúsum. Það virðist ekki há strútum þótt þeir séu hafðir úti í frosti, en aftur á móti þola þeir illa mikla umhleyp- inga. Eflaust er hægt að yfirfylla rnark- aðinn á afurðum strúta eins og annars búfjár en spá manna er að langt sé í land með það. Sennilega hefði verið öllu skyn- samlegra að flytja inn frjóvguð strútsegg eða unga í einangrunar- stöðina í Hrísey heldur en vísi að nýjum holdanautastofni, því sá markaður er yfirfullur. Hvaö um dádýr? Mér dettur í reynd ekki í hug að farið verði að rækta strúta hér á landi. En hvað um dádýr? Það er framleiðsla sem mundi henta ýms- um bændum og enn er sú fram- leiðsla arðbær í Vestur-Evrópu. Þetta hefi ég nú skrifað meira til gamans, heldur en að ég hafi þá trú að einhver stofni til þessarar fram- leiðslu og svo get ég huggað mig við það sem bóndi vestan úr Borgarfirði sagði við mig í síma ekki alls fyrir löngu: „Það gerir svo sem ekkert til hvað þú skrifar eða segir, það tekur enginn bóndi mark á þér!“ Þetta var sagt í tilefni greinar, sem ég skrifaði um lífræna ræktun. Nú er það lausnarorðið í dag. Hvað þá nreð strútana eftir 5 ár? 36 FREYR - 1/95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.