Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 41

Freyr - 01.01.1995, Blaðsíða 41
Ný lög um bókhald Bókhaldsskylda Ketill A. Hannesson, búnaðarhagfrœðiráðunautur Hinn 19. desember 1994 voru samþykkt lög um bók- hald. Þau hafa að geyma ákvœði um bókhalds- skyldu, bókfœrslu, bókhaldsskjöl og geymslu þess- ara gagna. Lögin gera í reynd alla bændur bókhaldsskylda. Bændur með f'jöl- skyldubú, sem leggja inn meirihluta afurða sinna hjá afurðastöð, eru hins vegar undanþegnir færslu tvíhliða bókhalds. Það byggist væntanleg á því að afurðastöðvamar senda frá sér afurðamiða. Undanþágu frá færslu tvíhliða bókhalds eru þrengdar frá því sem áður var. Fjöldi bænda verða nú skyldaðir til að færa tvíhliða bókhald. Má þar nefna öll félagsbú og stærri bú með aðkeyptu vinnuafli sem sam- svarar einum ársmanni eða meira. Allir bændur sem selja meira en helming afurða sinna beint til neyt- enda verða að færa tvíhliða bókhald. Bókhaldsskylda hvílir á öllum hlutafélögum, samvinnufélögum, sameignarfélögum, bönkum, hvers- konar fyrirtækjum í eigu ríkis eða sveitarfélaga, hvers konar félögum, sjóðurn eða stofnunum sem stunda atvinnurekstur og hverjum þeim einstaklingi sem stundar atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi. Undanþegnir skyldu til að færa tvíhliða bókhald eru einstaklingar sem nota ekki meira aðkeypt vinnu- afl við starfsemi sína en sem svarar einum starfsmanni að jafnaði og stunda eftirtalda starfsemi: 1. Utgerð á bátum undir 10 lestum. 2. Verkun sjávarafla ef meirihluti sölu hans fer fram fyrir milli- göngu afurðasölufyrirtæki. 3. Búrekstur ef meirihluti sölu- afurða fer fram fyrir milli- göngu afurðasölufyrirtækis. 4. Akstur leigu-, sendi-, vöru- og fólksflutningabifreiða, svo og rekstur vinnuvéla. 5. Iðnað, þar með talin viðgerðar- starfsemi. 6. Þjónustu þar sem fyrst og fremst er seld vinna eða fagleg þekking og ekki er um fjárvörslu að ræða í tengslum við selda þjónustu. Bændur, sem reka félagsbú skv. 2. mgr. 25. gr. jarðalaga, verða að færa tvíhliða bókhald Bændur, sem selja beint til neytenda, verða nú að færa tví- hliða bókhald. Má þar nefna t.d. bændur í ferðaþjónustu, eggja- framleiðslu, kjúklingaframleiðslu o.B. Bókhaldsbœkur og reikningsskipan. Fjárhagsbókhald (FB.) skal sam- anstanda af: 1. Dagbók, þar sem allar færslur koma í samfelldri færsluröð. 2. Hreyfingarlista, þar sem allar færslur dagbókar eru flokkaðar á bókhaldsreikninga. 3. Aðalbók með stöðu hvers bók- haldsreiknings. 4. Arsreikningi. í bókhaldi þeirra aðila, sem und- anþegnir eru skyldu til að halda tví- hliða bókhald skulu vera: 1. Sjóðbók fyrir innborganir í sjóð og útborganir úr honum. 2. Sundurliðunarbók, þar sem hreyfingar ársins á eignum og skuldum, tekjum og gjöldum eru flokkaðar eftir tegundum. 3. Arsreikningur. NASSAU IÐNAÐARHURÐIR Henta hvar sem er Leitið nánari upplýsinga nc£i®r( Sundaborg 7-9*—’ 104 Reykjavík Sírni 91-688104 Símfax 91-688672 1.’95- FREYR 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.