Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 8
Stóraukin framleiðni í alifuglarœkt ■“ Seinni hluti Jón M. Guðmundsson á Reykjum í Mosfellsbœ í viðtali Jón M. Guðmundsson lieldur áfram þar sem frá var horfið í síðasta blaði: A sjöunda áratugnum ogfram yfir 1970 voru stofnuð alifuglabú á Norður- landi með kjötfram- leiðslu að markmiði, m.a. í Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðs- Aukið heilbrigðiseftirlit Þegar leið fram á 8. áratuginn var komið til sögunnar strangara og aukið heilbrigðiseftirlit. Dýralæknar sáu um það, einkum yfirdýralæknir, Páll Agnar Pálsson, sem var manna ötulastur í þeim málum. Hann lagði til að við reyndum að sameinast um að reisa eitt sláturhús þar sem slátrað væri fyrir alla. Þá væri unnt að fylgja strangari hreinlætis- og heil- brigðiskröfum og þá gætum við jafnframt einbeitt okkur að endurbótum í heil- brigðismálum á einstökum búum. Það gengi ekki lengur að slátra fuglum heima á búunum við ófullnægjandi aðstæður. Brynjólfur Ingólfsson, seinna ráðu- neytisstjóri, var þá vörumerkjaskrárritari og hann lagði til að ég tæki einkaleyfi á orðinu „Holda“. Þetta var gert og hefur verið skráð sem einkaleyfi frá 1964. strönd. Árið 1968 stofnuðum við, þessir framleiðendur, Félag kjúklingabœnda; það starfar enn og liefur gengið allþokkalega. Jón M. Guðmundsson Reykjum Mosfellsbœ. Þá beitti ég mér fyrir því að fuglabænd- ur stofnuðu hlutafélag og við reistum sláturhús í Mosfellssveit sem ísfugl hf. heitir - og það nafn er jafnframt vöru- merki framleiðslunnar, sem þaðan kom. Þar komu margir til; ég tók að mér að kaupa vélamar, brá mér til Danmerkur. Þeir teiknuðu húsin fyrir okkur meðan ég beið og röðuðu í það fullbyggt vélum. Ég fór einar þrjár ferðir til verksmiðjunnar Lindholst í Trige á Jótlandi og að lokum voru fest kaup á vélasamstæðu. Var henni komið fyrir í nýbyggðu sláturhúsi sem stendur á iðnaðarsvæði rétt sunnan við Alafoss í Mosfellsbæ. Þetta hús var tekið í notkun um verslunarmannahelgina 1979. Þá flutti ég þjálfaða starfsmenn frá sláturhúsinu á Reykjum niður eftir og þeir kenndu nýjum starfsmönnum vinnu- brögðin og öll heimaslátrun lagðist niður. Vinnubrögð sem hafa staðist tímans tönn Það má geta þess núna að þau vinnu- brögð sem ég viðhafði við frágang á kjöt- inu þegar ég fór að slátra fuglum 1962, hafa ekki breyst síðan og hafa talist full- nægjandi fram á þennan dag. Það gekk á ýmsu í hinum nýja rekstri; en sú saga er skráð annars staðar og verður ekki rakin hér. Þegar kom fram á árið 1985, var holda- kjúklingaframleiðslan orðin um 900- 1000 tonn á ári. Það komu nýir menn að og ég dró mig þá til hliðar, mér fannst ég vera búinn að koma þessu fyrirtæki vel á legg. Ég var formaður byggingamefndar sem hætti þá stötfum. Sláturhúsið er nú í eigu 10 kjúklingabænda og gengur vel. Barátta við fuglasjúkdóma Þegar ég kom frá Ameríku 1947, varð ég var við að það var einhver slæmska í daggömlum ungum hjá ýmsum bændum og mikil vanhöld. Ég tók mig til og fór niður að Keldum þar sem dr. Bjöm Sig- urðsson var þá í forsvari fyrir Rann- 48 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.