Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 9
sóknastöð Háskólans. Rockefeller hafði af rausnarskap sínum gefið Islendingum þessa tilraunastöð. Dr. Björn Sigurðsson tók mér vel og sagðist hafa þennan sama grun um að eitthvað væri að hjá fugla- bændum, það væri of mikil ungadauði, og hefði hann lítilsháttar reynt að kynna sér þetta. Varð það til þess að byrjað var, árið 1949, að blóðprófa reglulega gegn svo nefndri kjúklingasótt, sem heitir á út- lendu máli Salmonella pullorum disease. A þennan hátt náðist alveg að hreinsa þennan sjúkdóm úr stofninum, þökk sé dr. Bimi Sigurðssyni og ekki síður þeim hjónum Kirsten Henriksen dýralækni og Páli A. Pálssyni yfirdýralækni.. Um sama leyti var í alifuglastofninum annar sjúkdómur sem við réðum illa við. Það var s.n. hníslasótt eða coxidiosis í ungum. Sumarið 1948 birtist í Poultry Science, tímariti búvísindamanna í alifuglarækt, sem ég var áskrifandi að, grein um súlfa- gúanidin. Þar var sagt að lyfið væri hæft til blöndunar í vatni, en ekki hafði tekist áður að leysa súlfalyf upp í vatni; síðan var gefin nákvæm uppskrift á því hvernig hægt væri að búa til svona lyf gegn hníslasótt. Ég hafði samband við Birgi Einarsson lyfsala, sem var heimilisvinur okkar og lagði dæmið fyrir hann í ársbyrjun 1949. Hann bjó til þessa lyfjablöndu og ég próf- aði hana með góðum árangri. Það hafði auðvitað samtímis gerst að sérfræðingar á Keldum fengu vitneskju um þennan læknisdóm og þeir blönduðu sitt lyf líka án þess að ég vissi um það. En þegar það kom á markað, þá hættum við að sjálfsögðu þessu braski og versluðum við þá á Keldum. Það varð til þess að unninn var bugur á hníslasóttinni með súlfalyfjum. Var svo sett reglugerð um sjúkdómavamir og notkun lyfja að undir- lagi þeirra Keldnamanna, og félög ali- fuglabænda studdu það mál. Hermann Jónasson, landbúnaðarráð- herra, gaf út reglugerðina árið 1951 og var hún í gildi næstu árin. Nú hafa nýjar reglugerðir verið settar um hin og þessi mál, enda erum við að færast hægt og hægt í sjúkdómaflóru Evrópu og þétt- býlisins sunnar á hnettinum og allrar að- gæslu þörf. Sá vágestur sem reynst hefur okkur erf- iðastur er salmonellusýking. Hún stakk sér niður hér fyrr á árum, en síðan í meira mæli á árunum 1985-1990. Var það tölu- vert áfall fyrir greinina að þurfa að eiga í höggi við þennan sjúkdóm, sem lengi hafði verið landlægur í Suður-Evrópu og borist um Norðurlönd og hingað. Heilbrigðisþjónustan hefur einbeitt sér að því að útrýma salmonellu, brýna ákveðnar reglur fyrir bændum, setja reglugerðir og ganga stíft eftir að þeim sé fylgt. Þetta tel ég vera verk Páls A. Páls- sonar, fyrrverandi yfirdýralæknis, sem fylgdist gaumgæfilega með þessum mál- um. Við tók svo Brynjólfur Sandholt og hefur haldið merkinu á lofti. Nú hafa fuglabændur ráðið sér sér- stakan dýralækni, sem hefur skilað mjög góðum árangri. Hann er norskur, en ís- lenskumælandi, Jarle E. Reiersen að nafni og hefur aðsetur að Keldum. Ég hef starfað í samtökum eggjabænda. Daggamlir imgar tilbúnir til flutnings. Björn Sigurðsson. Páll A. Pálsson. Brynjólfur Sandholt. 1.’95 - FREYR 49

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.