Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 11
Þess vegna hefur fallið niður innflutn- ingur til þeirra á nýju kynbótaefni vegna þess að það var of dýrt. Undanfarið hefur verið unnið ósleililega að fá verð á frjó- eggjum lækkað og hef ég beitt mér fyrir því. í upphafi keyptum við hvert einasta frjóegg fyrir 14.50 norskar (um 150 kr. ísl) af Samvirkekyllinge í Norge, og þótti allt of dýrt. Við náðum verðinu niður í 11 nkr. en það þótti líka of dýrt og að lokum gátum við samið við Norðmennina um að fá eggið á innkaupsverði á 8 nkr. Þá fóru viðskiptin að glæðast á ný og menn fóru að stunda alifuglaræktina eftir þeim regl- um sem settar hafa verið og í samstarfi Nordisk Fjörfe sem við erum aðilar að. Ég vil geta þess að allan þennan tíma hef ég sótt fundi, ráðstefnur og sýningar í alifuglarækt til útlanda, t.d. fór ég til Edinborgar 1954 á alheimssýninguna sem haldin var þar, til Madrid 1970 og að lokum til New Orleans 1974. Við Teitur í Móum o.fl. fórum á þessar tvær síðast töldu sýningar. Það var mjög lærdóms- ríkt. Ég hef verið og er félagsmaður í Poultry World Association frá 1948. Ég vil geta hér atriðis sem mér láðist að segja frá í fyrri hluta þessa pistils en það er að Þorsteinn E. Jónsson sem víðkunnur er af flugi og ýmiskonar afrekum á því sviði flaug um tíma í Grænlandi. Hann kom heim til íslands annað slagið og útréttaði þá ýmislegt smávegis fyrir grænlenska bændur. Það brást ekki að hann tæki með sér unga fyrir vini sína þar og virðist það vera eini útflutningur á lifandi kyngreindum ungum sem ég veit um. Umhyggja Þorsteins fyrir vinum sínum í Grænlandi var alveg einstök. Han var fyrir þá einskonar „Bjössi á mjólkur- bflnum.“ Samstarf við Nordisk Fjörfe Um miðjan 9. áratuginn áttuðum við okkur á því að við þyrftum að taka upp meira samband við Nordisk Fjörfe, en það eru samtök á Norðurlöndum um ali- fuglarækt. Á fundi sem haldinn var í Moss í Noregi 1989, gengum við í þetta samband með vissum skilyrðum. Var þar miðað við mannfjölda og efnahag land- anna, og svo samdist um að við héldum aðalfund samtakanna á 10 ára fresti, á okkar kostnað en hin landssamtökin héldu fundina til skiptis. Þetta samstarf hefur tekist prýðilega og verið okkur gagnlegt; er það ekki hvað síst að þakka Einari J. Einarssyni. Hann var alllengi starfsmaður norska sambandsins og hafði Jón M. Guðmundsson setur fund norrænna alifuglabœnda í Reykjavík í maí 1994. bækistöð við háskólann í Ási. Hér hefur verið haldinn einn aðalfundur og einn ráðunautafundir og hafa þeir tekist vel og verið á kostnað Nordisk Fjörfe en Stofn- ungi hefur séð um framkvæmd þeirra.. Við sendum venjulega tvo menn utan á fundi og hafa þeir yfirleitt farið á sinn kostnað með einhverjum styrk frá samtök- unum. Með þessum félagslegu tengslum við Norðurlönd höfum við kynnst mörgum ágætum mönnum og búum að því nú. Mér er það mikið í ntun að koma Hvann- eyrarstöðinni á öruggan fjárhagslegan grunn, til þess að hún verði alifuglabænd- um til varanlegra hagsbóta og virðist sem það ætli að takast. Félag eggjabænda hefur hin síðari ár haft tvo framkvæmdastjóra sem jafn- framt eru framkvæmdastjórar Stofnunga. Hinn fyrri, Eiríkur Einarsson frá Mikla- holtshelli, réðst til okkar þegar Stofnungi komst á legg. Hann fór síðan í framhalds- nám en við tók Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum og gegnir hann nú störfum þessum ásamt því að stýra stjórnarfundum. Ólöf Erla Bjarnadóttir sér um daglega hirðingu fuglanna á Hvanneyri og Jón Magnús Jónsson, Reykjum, sér um faglega hlið mála. 1.’95 FREYR 51

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.