Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 12
Þjóðliagslegur hagnaður og hagrœðing fyrir bœnd- ur af kyngreiningunni og starfi einangrunar- og kynbótastöðvar- innar á Hvanneyri er augljós. Þetta tvennt sparar bœndum um 300 tonn af fóðri árlega eða um 100 milljónir króna. Stjómarmenn Stofnunga hafa frá upp- hafi verið Jónas Halldórsson í Svein- bjarnargerði og ég fyrir hönd kjúkl- ingabænda en Geir G. Geirsson, Vallá, og Sigurður Sigurðsson, Nesbúi, frá eggja- bændum. Að iokum Hér hefur verið rakin saga mín í ali- fuglaræktinni í mjög stuttu máli, enda ekki tækifæri til að fara nánar út í þessi mál í stuttri yfirlitsgrein í tímariti. Reynt hefur verið að skýra frá atburðarás en því fer fjarri að það sé tæmandi. Margir góðir menn hafa komið við sögu alifuglaræktar sl. 60 ár. Nokkuð mun vera til af traustum heimildum um þá sögu og hef ég og fleiri skrifað og flutt erindi um ýmsa þætti starfsemi bænda í þessari búgrein. Auk kyngreiningar frá 1949 og síðan, verður að telja að stofnun einangrunar- og kynbótastöðvarinnar á Hvanneyri eitt merkasta framfaraskrefið, enda þótt margt annað hafi gerst til hagsbóta fyrir búgreinina. Þessa ábata gætti fljótt í eggjafram- leiðslunni og sem dæmi má nefna þetta: Fyrir um 20 árum höfðu menn 230 þús- und varphænur sem framleiddu fyrir inn- anlandsmarkað um 2400 tonn af neyslu- eggjum. Fuglastofninn í landinu telst nú vera um 160 þúsund varpfuglar sem full- nægja þörfínni innanlands. Hér munar 70 þúsund fuglum sem hver étur um 40 kg fóðurs á ári. Hin þjóðhagslegi hagnaður og hagræðingin fyrir bændur og neyt- endur er augljós. Þetta tvennt sparar um 3000 tonn af fóðri árlega, sem nema mun með núverandi verðlagi um 100 millj- ónum kr. Meiri hagræðing í kjúklingaframleiðsl- unni er einnig merkjanleg en það dæmi er í vinnslu. Stofninn frá „Samvirkekylling" í Noregi bætti mjög það sem áður var. Hins vegar hafa nú tekist samningar við „Swea Chick“ í Svíþjóð og stofn þaðan er þegar í uppeldi á Hvanneyri. Þessi sænski stofn sem er frá Ross lofar mjög góðu og næsti innflutningur þaðan verður nú í febrúar. A heildina litið virðist þessi búgrein lofa góðu um fram- tíðina og koma þar margir ágætismenn við sögu síðustu árin, sagði Jón M. Guðmundsson að lokum Hér hefur í örfáum dráttum verið rakið gagnmerkt brautryðjandastarf Jóns á Reykjum að íslenskri alifuglarækt síðustu hálfa öld. Það er þó ekki nema einn af mörgum þáttum í ævistarfi hans þó lík- lega sé hann einna gildastur. J.J.D. flflOLflR Áframhaldandi bann við BST Bann við að nota vaxtarhormónið BST við mjólkurframleiðslu í lönd- urn ESB stendur áfram, allt til árs- loka 1999. Landbúnaðarráðherrar ESB samþykktu bannið viku fyrir jól. Að því er tímaritið Farmes Weekly greinir frá var landbúnaðar- ráðherra Bretlands sá eini sem mælti með því að leyfa notkun á BST. En heimilt er að gera tilraunir í ESB með BST í miklum mæli. Einstök lönd ákveða sjálf hvort þau vilji leyfa slíkar tilraunir. Danmörk og Þýskaland hafa þegar hafnað þeim, að sögn blaðsins Land. Nefnd dýralækna tekur seinna afstöðu til notkunar og magns tilraunamjólk- urinnar, en haft er eftir fráfarandi oddvita búnaðamefndar ESB, Rene Steichen, að sú mjólk verði ekki seld til neyslu. Skýrsla um áhrif BST á heil- brigði dýra og manna verður lögð fram í síðasta lagi fyrir 1. júlí 1998. Skýrslan sú ræður væntanlega miklu um það hvað verður með BST í Evrópu. GATT krefst rök- 1994. Frh. af bls. 58. frekar fáar dætur komnar til dóms. Meðaleinkunn þessara nauta er 114,3 en í spáeinkunn sem sérstak- lega er mikil ástæða til að skoða fyrir þessi naut hefur hún lækkað í 111. Augljóst er að þessi naut gefa getumiklar kýr til afurða en þær virðast um ýmislegt líkjast frænk- um sínum, Tvistsdætrum, eru all breytilegar kýr í mjöltum og öðmm eiginleikum og standast í þeim efnurn ekki á nokkum hátt saman- burð við dætur Dálkssonanna. Valur 88025 er sammæðra Emi 87023 frá Efra-Ási í Hjaltadal undan úrvals- kúnni Laufu 130. Uni 88027 er frá stuðnings fyrir því að ESB og önnur lönd skuli geta haldið uppi innflutningsbanni á mjólk þar sem BST hefur verið notað við að fram- leiða hana. Nú er leyft að nota BST í 15 löndum. Ytri-Tjömum í Eyjafjarðarsveit en Þristur 88033 frá Víðivöllum í Fnjóskadal og er þeim það sammerkt að mæður beggja vom þegar þeir vom valdir til nota úr hópi álitlegustu dætra Kóps 82001 sem þá vom að koma fram á sjónarsviðið. Hér verður ekki frekar fjallað um niðurstöðumar en lesendum bent á ítarlegri yfirlitsgreinar sem munu birtast í Nautgriparæktinni á vor- dögum. Einnig mun verða kornið á framfæri frekari upplýsingum um ný naut þegar endanlegur dómur þeirra og val nauta til frekari nota liggur fyrir. Niðurstöður úr skýrslum nautgriparœktarfélaganna árið 52 FREYR - 1. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.