Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 14
Tafla 1. Yfirlit um nautgriparœktarfélögin 1994 Sambandssvæði Félagar Kýr Árskýr Mjólk Meðaltal árskúa % Fita % Prót. Kjamf. kg- Kjósarsýsla 8 290 221,1 3510 3,98 3,31 305 Borgarfjörður 83 2448 1839,7 4010 4,08 3,38 426 Snæfellsnes 32 847 634,3 4187 4,09 3,37 485 Dalasýsla 21 500 376.1 4224 4,07 3,42 458 Vestfirðir 49 979 743,4 4102 4,09 3,39 468 Strandasýsla 2 37 32,2 3491 4,06 34,2 390 V.-Húnavatnssýsla 22 493 359,3 4338 4,07 3,38 605 A.-Húnavatnssýsla 37 921 689,5 3968 3,96 3,38 635 Skagafjörður 74 2217 1685,9 4233 4,00 3,41 588 Eyjafjörður 154 5745 4369,8 4320 4,12 3,38 534 S.-Þingeyjarsýsla 83 1879 1511,2 4377 4,02 3,40 645 N.-Þingeyjarsýsla 2 65 52,2 3866 4,11 3,49 615 Austurland 26 654 499,7 3767 4,09 3,36 467 A.-Skaftafellssýsla 8 224 175,5 3772 3,92 3,40 501 V.-Skaftafells. og Rang 129 4026 2949,3 4051 4,13 3,40 405 Árnessýsla 158 5656 4178,2 4089 4,16 3,39 466 Landið 888 26981 20317,4 4147 4,09 3,39 498 Árið 1993 886 26609 19586,0 4168 4,13 3,44 477 Árið 1992 875 26410 19515,1 4108 4,14 3,39 483 Árið 1991 821 24691 18795,4 4179 4,07 3,38 530 Árið 1990 821 23928 18711,2 4141 4,06 3,40 603 Árið 1989 819 23505 18245,9 4005 4,07 3,39 544 lækka afurðir enn þrátt fyrir að þær væru áður með því lægsta sem gerist á landinu. 1 Austur-Skafta- fellssýslu er hins vegar um nokkra afurðaaukningu að ræða. Eins og oft hefur komið fram er þátttaka í skýrsluhaldi minni á Austurlandi en gerist annars staðar á landinu og þess vegna kunna breytingar í með- altölum þar að segja minna um af- urðaþróun almennt á þeim svæðum en annars staðar á landinu. Ástæður þessara breytinga eru vænti ég flestum ljósar. Þær skýrast greinilega að mestu leyti af breyt- ingum á gróffóðurgæðum á milli ára. Niðurstöður sýna glöggt að gæði þeirra heyja sem aflað var sumarið 1994 eru verulega lakari en þau voru árið áður. Þetta kom fram í verulegum samdrætti í mjólkur- framleiðslu haustið 1994, einkum sunnan- og vestanlands. Þessi reynsla gefur tilefni til að leita betri aðferða til að afla upplýsinga um fóðurgæði síðla sumars þannig að bændur geti enn betur brugðist við slíkum sveillum en reynslan sýnir að þeir hafa gert til þessa. Þetta mætti gera með skipulegri heysýna- töku strax í ágúst vegna þess að vafalítið þarf ekki mikinn fjölda sýna til að afla nægjanlega traustra upplýsinga í þessum tilgangi. Það hlýtur að vera mikið kappsmál fyrir íslenskan mjólkuriðnað og mjólkur- framleiðendur að draga eins og kostur er úr sveiflum í framleiðsl- unni eftir árstímum og þannig auka heildarhagkvæmni framleiðslunnar. Þetta er orðið enn brýnna en áður eftir að framleiðslan er miðuð við að mæta aðeins þörfum innanlands- markaðar. Jafnhliða því að afurðir kúnna féllu víða síðastliðið haust þegar kýr voru bundnar á bás þá urðu bændur einnig varir við verulegt fall í próteini í mjólk. Þetta kemur einnig fram í afurðatölunum þar sem próteinprósenta er að meðaltali reiknuð 3,39% og er það 0,05 ein- ingum minna en árið 1993. Fyrir mjólkurmarkað í landinu skiptir miklu að takist að halda uppi pró- teinmagni í íslenskri mjólk. Þó að helstu möguleikar til aukningar á þessu hlutfalli felist í ræktunar- starfinu er vafalítið að sú lækkun sem nú verður á milli ára má að lang stærstum hluta rekja til breyt- inga í fóðurgæðum. Fituhlutfall mjólkur er örlítlu lægra en árið áður og mælist nú 4,09%. Afurðahœstu búin Tafla 2 gefur yfirlit um afurða- hæstu búin í landinu árið 1994 þar sem voru 10 árskýr eða fleiri skýrslufærðar. Á þeim lista eru þau bú sem hafa 5800 kg af mjólk eða meira að meðaltali eftir hverja árs- kú, samtals 10 bú eða jafnmörg og árið 1993. Það sem einkennir þróun allra síðustu ára þegar farið er að skoða tölur er að búum sem ná miklum og góðum afurðum fjölgar með hverju ári og hæstu búin skila sífellt meiri afurðum. Slík þróun er jafnvel enn gleggri þegar skoðaðar eru tölur um afurðahæstu kýrnar, þeim fjölgar áberandi mikið. Þetta hygg ég að sé mjög glögg vísbend- ing um það að afurðageta hjá kúa- stofninum eykst jafnt og þétt með hverju ári eins og raunar rækt- unarstarfið sem unnið er miðar að. Afurðahæsta búið að þessu sinni er hjá Sturlaugi og Birnu á Efri- Brunná í Saurbæ í Dalasýslu. Þar 54 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.