Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 15
Tafla 2. Afurðahœstu bú á landinu 1994 með 10 árskýr eða fleiri eru skýrslufœrðar Kjarn- Kg fóður Bú Árskýr mjólk kg Sturlaugur og Bima, Efri-Brunná, Saurbæ .. 28,1 6515 1037 Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit .. 15,0 6504 1131 Kristján B. Pétursson, Ytri-Reistará, Amarneshreppi ... .. 10,1 6432 1272 Reynir Gunnarsson, Leirulækjarseli, Álftaneshreppi ... 18,2 6325 898 Ragnheiður og Klemens, Dýrastöðum, Norðurárdal ... .. 16,4 6128 1004 Jón og Sigurbjörg, Búrfelli, Y.-Torfustaðahreppi .. 23,9 5971 970 Viðar Þorsteinsson. Brakanda, Skriðuhreppi .. 26,7 5968 670 Gunnar Sigurðsson. Stóm-Ökmm, Akrahreppi .. 18,4 5893 879 Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A.-Landeyjum .. 19,7 5852 787 Óskar Kristinsson, Dísukoti, Djúpárhreppi 13,9 5839 991 voru árið 1994 28,1 árskýr sem skiluðu að meðaltali 6515 kg af mjólk. Kjamfóðurgjöf var að með- altali 1037 kg fyrir hverja árskú. Með þessu setur þetta bú enn einu sinni glæsilegt Islandsmet og slær sitt eigið eldra met. í sem fæstum orðum verður þetta að teljast frábær árangur. Bú þeirra Sturlaugs og Birnu hefur verið á toppi um langt árabil og löngu landsþekkt fyrir glæsilegan árangur í framleiðsl- unni. Þama fer saman, eins og á öðrum afurðahæstu búunum, góður kúastofn og einstök natni og góð kunnátta í fóðrun og meðferð grip- anna. Þrátt fyrir glæsilegan árangur Sturlaugs og Birnu náðu þau ekki efsta sætinu án keppni því að í næsta sæti kemur félagsbúið í Bald- ursheimi í Mývatnssveil þar sem afurðir eftir hverja árskú eru aðeins 11 kg minni en á Efri-Brunná, eða 6504 kg að jafnaði eftir 15 árskýr, en kjarnfóðurgjöf var 1131 kg að meðaltali fyrir hverja árskú. Þetta bú er einnig löngu þekkt fyrir glæsilegan árangur og hefur verið í hópi efstu búa eða efsta bú á land- inu um tveggja áratuga skeið þó að aldrei áður hafi árangur verið jafn glæsilegur og nú. Þriðja búið stend- ur ekki langt að baki þessum tveim- um en það er bú Kristjáns B. Pét- urssonar á Ytri-Reistará í Arnar- neshreppi. Þetta er fremur lítið kúabú með aðeins 10,1 árskú en þær skila að jafnaði 6432 kg af mjólk og fá 1272 kg af kjamfóðri. Þar sem ekki er uin að ræða stærra kúabú en þetta þá hefur það vegna stærðarmarka gagnvart bústærð fyrir þennan lista oft ekki komist þar með. Eins og bændur þekkja hafa komið frá þessu búi nokkur ntjög öflug kynbótanaut á síðustu árum sem er sterk vísbending um að þar sé að finna óvanalega sterk- an kúastofn að eðliskostum. Víða erlendis hefur lengi tíðkast að búum sé raðað með tilliti til af- urða á gmnni þess efnamagns sem kýrnar á búinu ná að framleiða. Mjög algengt er að styðjast þar við samanlagt magn af mjólkurfitu og injólkurpróteini. Þegar þessum þrem búum er raðað á þeim gmnni breytist röð þeirra nokkuð. Þá er búið á Ytri-Reistará í efsta sæti með samtals 503 kg eftir hverja árskú, því að kýrnar þar hafa mjög há efnahlutföll í mjólk. Á Efri-Brunná er samanlagt magn mjolkurfitu og mjólkurpróteins 491 kg og í Bald- ursheimi 456 kg. Til viðbótar þeim þrem búum sem talin hafa verið em tvö önnur með yfir 6000 kg meðalafurðir; hjá Reyni Gunnarssyni í Leimlækjarseli í Álfta- neshreppi em 18,2 árskýr sem skila að meðaltali 6325 kg og hjá Ragn- heiði og Klemens á Dýrastöðum í Norðurárdal em 16,4 árskýr sem skila að meðaltali 6128 kg af mjólk. Búið í Leimlækjarseli hefur skilað síaukn- um afurðum með hverju ári og búið á Dýrastöðum hefur um árabil verið í flokki þeirra allra afurðahæstu. Næstu sætin skipa síðan bú sem öll hefur verið að finna í hópi afurða- Tafla 3. Kýr sem mjólkuðu yfir 8500 kg árið 1994 Nafn Faðir Mjókur- kg % prót. Prótein kg Bær Snúlla 61 Þorri 78001 12153 3,46 421 Efri-Brunná, Saurbæ Frekjudolla 94 Tvistur 81026 9743 3,41 332 Efri-Bmnná, Saurbæ Volga 102 Dreki 81010 9479 3,02 287 Leimlækjarseli, Álftaneshr. Birta 46 Birtingur 75011 9247 3,28 304 Saurbæ, Lýtingsstaðahr. Kusa 88 Tvistur 81026 9237 3,25 300 Efri-Bmnná, Saurbæ Baun 142 Þistill 84013 8987 3,37 303 Berjanesi, V.-Landeyjum Drottning 290 Tvistur 81026 8723 3,19 278 Hrishóli, Eyjafjarðarsveit Stjama 262 Voðmúli 84021 8669 3,56 308 Öngulsstöðum 3, Eyjafjarsv. Týra 87 Bratti 75007 8666 2,98 258 Stóm-Tjöm, Ljóavatnshr. Ljóna 66 Ölvi 77005 8643 3,46 299 Efri-Bmnná, Saurbæ Laufa 92 Flekkur 87013 8563 3,54 303 Stóru-Hildisey, A.-Landeyjum Skvetta 105 Kópur 82001 8533 3,03 259 Leirulækjarseli, Álftaneshreppi Hetja 102 Dálkur 80014 8531 3,03 258 Egg, Rípurhreppi 7.'95- FREYR 55

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.