Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 21
Hófatak eftir Guðfínnu Jónsdóttur frá Hömrum í Reykjadal Fákans dunandi háfahljóð á hrynjandi guðlegs máls. En svipmótið hjó afnœmi og náð náttúran eilíf og frjáls. Hún meitlaði brún og fallandi fax ogfegursta brjóst og háls. Hoof-beats by Guðfinna Jónsdóttir The horses thundering hoofsounds have the rhythm of divine tongue. But the look sculptured by genius and grace the Nature eternal andfree. She chiselled brows and falling mane and the prettiest chest and neck. Og Drottninn blessar hinn harða hóf er hörpu vegarins slær, sem knýrfram tárin úr klökkri rót, en kletturinn undir hlær. Þótt hófsporin blœði um sœrðan svörð, að sumri það aftur grœr. And God is blessing the hardy hoof which is playing tlie bridlepaths harp and is pressing tearsfrom the weakest roots but the rock is laughing beneath. Though hoofsteps bleed on wounded sward nex summer it grows again. Við hófanna snilld og leik og lag fá löndin hjarta og sál. Þeir töfra fagnandi sigursöng úr svelli um djúpan ál. Þeir kveða við grund og hvísla við sand og k\>eikja í urðum bál. By the hoofs graceful play and tune the lands get a heart and soul. They charm a joyful victoiy-song from the ice on deepest lake. They sing on the ground, and whisper on sand and beat flying sparks ofrocks. Þei! Þei! ég heyri hófatak er hœrra í loftin dró. Um Bifröst, er tengir himin og heim og hvelfist um land og sjó, fer ástin á drifhvítum draumafák og dauðinn á bleikum jó. Silence” Silence! I am liearing hoofbeats from higher regions ofheaven. On the “Rainbow” which joins Heaven and World and vaults over land and sea, There Freyja is riding a white dream-horse and Hell on yellow-dun hack. Gegnum vorlöndin víð ogfríð mig vakri fákurinn ber. Og ilmbjörkin titrar á traustri rót og teygir sig eftir mér. Sem höfugur niður um hljóða jörð hófaslátturinn fer. Througli the broad andfine spring-lands I fiy on my pacing steed. And the birchtree trembles on solid rooots and stretclies boughs after me. Like a drowsy murmur on silent ground the hoofbeats' rhythm sounda Þýðing: G.B. Guðfinna orti þetta listræna og fagra ljóð uni gæðinginn okkar, sem er lifandi þáttur í náttúru okkar yndislega lands, í tilfinningum okk- ar og menningu. Ég hef elskað og þulið þetta ljóð mér til yndis og ánægju sl. 50 ár. Þess vegna ákvað ég að lesa það fyrir ykkur á báðurn þessum tungu- málum, svo að andi þess skildist ykkur. En ég bið ykkur eridilega að líta ekki svo á, að ég sé að gefa í skyn að ég búi yfir einhverri snilli- gáfu í anda hins fræga skálds Shakespeare, en lítið á ljóðið sem sendiboða frá mér, sem færir ykkur ást mína, sálaryl og allar góðar vel- ferðaróskir um alla framtíð í félags- skap með „Skaparans meistara- mynd“, hinum sanna gjafara heilsu og hamingju, hvar sem honum er gefínn kostu á að fegra haga og slóðir í löndum þessa heims. 1.’95- FREYR 61

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.