Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 26
Við getum boðið bœndum upp á flest þau tœki sem þeir þurfa við búskapinn Þórður Hilmarson forstjóri Glóbus-Vélavers hf. í viðtali Glóbus hf. er vel þekkt og öflugt fyrirtœki, einkum á sviði vélainnflutnings og heildsöludreifingar á neysluvörum. Á undanförnum árum hefur fyrirtœkið flutt inn bifreiðar, en þar er á brattann að sœkja eins og mörgum er kunnugt. Samdráttur sá sem orðið hefur í atvinnurekstri og viðskiptum hin síðari ár hefur að sjálfsögðu bitnað á rekstri Glóbus hf. eins og annarra fyrirtækja í svipaðri starfsemi. Við þessu hafa forráðamenn Glóbus hf. brugðist með því að end- urskipuleggja fyrirtækið, hætta að flytja inn bíla og leggja niður þjón- ustu, tengda bílainnflutningi. Hefur hvorttveggja verið látið í hendur nýs unrboðsfyrirtækis. Glóbus-Vélaver hf. Hins vegar hafa þeir sem að Glóbus standa stofnað nýtt og öflugt fyrirtæki um rekstur og þjónustu tengda vélainnflutingi félagsins. Glóbus-Vélaver hf. hóf rekstur um síðastliðin áramót og tók við öllum vélainnflutningi Glóbus hf. Að fyrirtækinu Glóbus-Vélaveri hf. standa, auk Glóbus, nokkrir fjár- festar, fyrirtæki og einstaklingar sem m.a. eru stjórnendur hins nýja félags, þar á meðal Þórður Hilmar- son, forstjóri þess. Ástæðan fyrir þessu er sú að við teljum að þessi skipan henti betur heldur en sá samrekstur sem verið hefur á hinum þrem innflutnings- þáttum fyrirtækisins, þ.e. bílum, vélum og heildsölurekstri, sagði Þórður Hilmarsson í viðtali við Frey. Innflutningur á bílum hefur ekki gengið sem skyldi, og við erum e.t.v. meðal fárra fyrirtækja í þeirri aðstöðu að geta valið þann kost að hverfa úr þeim viðskiptum. Vélainnflutningur og heildsölu- Þórður Hilmarsson framkvœmdastjóri Glóbus-Vélaver. rekstur hefur jafnan gengið þokka- lega, enda þótt innflutningur búvéla og iðnaðartækja hafi dregist saman. Við teljum að með því að endur- skipuleggja reksturinn eins og fyrr var að vikið, nýta fjármuni beint til rekstrarins og auka við nýju hlutafé, muni fyrirtækið skila þokkalegri af- komu við núverandi aðstæður, án þess að sala þurfi að aukast. Fjárhagsstaða hins nýja félags er mjög góð, eiginfjárhlutfall þessa fé- lags er um 50% og nýtt hlutafé er á bilinu 75-80 milljónir. Þetta er því sterkt félag og tilbúið að takast á hendur verkefni þau sem bíða okkar í framtíðinni. Spumingu um hvort Glóbus-Vélaver hf. hefði einhver ný umboð á hendinni, svaraði Þórður: Góð og fjölbreytt umboð - Við erum með, að því er við teljum, afskaplega góð umboð. Ef við tökum landbúnaðargeirann, þá spannar þetta fyrirtæki allt sem tengist utandyrafjárfestingu bænda og eftir að við tókum við Alfa Lava-umboðinu fyrir tæpum tveimur árum erum við komnir með bróðurpartinn af því sem þarf innandyra líka; við getum því boðið bændum upp á flest þau tæki sem þeir þurfa við búskapinn. Þegar bændur eru að endurnýja mjólkurtanka sína nú og á næstu misserum, vil ég vekja athygli á því að við erum með umboð fyrir Alfa Laval mjólkurtanka. Þeir eru fram- leiddir í Alfa Laval verksmiðjunni í Frakklandi og það fyrirtæki er leið- andi í framleiðslu mjólkurgeyma í Evrópu; hafa upp í 40-50% mark- aðshlutdeild í nánast öllum löndum Evrópu. Við teljum okkur því heppna og erum stoltir af því að hafa fengið umboð fyrir svo ágæta framleiðendur. Á sviði vinnuvéla erum við með umboð fyrir JCB. Þar er mikið úrval, allt frá minnstu tækjum upp í stærstu gröfur, og við erum mjög ánægðir með þær móttökur sem allar þær vélar hafa fengið. Sama starfsfólkið ófram og ó sama stað Allt það starfsfólk sem áður vann við vélainnflutning og þjónustu honum tengdum hjá Glóbus hf. mun starfa hjá Glóbus-Vélveri hf., sagði Þórður; það er fólk sem viðskiptavinir okkar þekkja og hafa átt samskipti við undanfarin ár. 66 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.