Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 27
Stjómendur og hluthafar íGlóbus-Vélaverhf Taliðfrá vinstrí: Sigurjón Stefánsson, sölustjóri JCB, Kristinn Daníelsson, deildarstjóri véiavarahluta, Magnús Sigurjónsson, forstöðumaður vélaverkstœðis, Jón Steinar Jónsson, sölustjóri Alfa Laval, Magnús Ingþórsson, sölustjóri búvéla, Matthías Sturluson, sölumaður, Guðjón Helgason, sölumaður, Gunnar Þór Geirsson, fjármála- og skrifstofustjóri og Þórður A. Hilmarsson, framkvœmdastjórí. Ljósm. Nœrmynd. Starfsfólk í Glóbus-Vélaver hf. Ljósm. Nœrmynd. Sumir starfsmenn okkar eiga jafn- framt hlut í félaginu, eða 8 af 25 manna hópi. Það er mikilvægt, því allir leggjast á eitt með að láta starfið ganga vel. Við verðum áfram hér á sama stað í húsnæði Glóbus, Lágmúla 7, hérna baka til með ágæta aðstöðu bæði utan dyra og innan. Það er í okkar huga mikilvægt, því að viðskiptavininum mætir sama fólkið, á sama stað og það eru sömu eða svipaðar vörur og sama þjón- ustan og verið hefur í Glóbus hf. um áratuga skeið. Með þessum framan- greindu aðferðum hafa margar flug- ur verið slegnar í einu höggi, sagði Þórður: Starfsemi heildsölu annars vegar og vélavinnuflutnings hins vegar verða markvissari og þar með eykst samkeppnishæfni okkar til muna og bæði fyrirtækin verða öfl- ug, hvort á sínu sviði og með sterka íjárhagsstöðu. Helstu umboðin Spurningu um hver væri helstu umboð sem fyrirtækið hefði, svaaði Þórður: Af búvélum erum við með vélar frá New Holland-samsteyp- unni, en stærstu vöruflokkar þess eru Fiat- og Ford-dráttarvélarnar. New Holland er með stærstu véla- framleiðendum í heiminum nú, eftir að Fiat keypti Ford. Við tókum við Ford traktorunum á miðju síðasta ári eins og frægt er nú orðið í Frey, segir Þórður og kýmir. Síðan er það Zetor sem hefur verið mest selda dráttarvél hér á landi sfðan 1969. Við erum því með þrjár vel þekktar tegundir dráttarvéla sem eru í forystu á þessum markaði. Þá erum við með umboð fyrir Alö ámoksturstærki og Fella sem er framleiðandi heyvinnuvéla, enn- fremur Elho-pökkunarvélar frá Finnlandi og Welger rúllubindi- vélar frá Þýskalandi. Markaðsstaða okkar í öllunr þessum vélateg- undum er sterk. Síðast en ekki síst er það svo Alfa Laval eins og áður var drepið á. Munum við á næstu misserum leggja áherslu á að kynna fram- leiðsluvörur frá því fyrirtæki, bæði tækjabúnað og innréttingar í fjós og eins hið fjölbreytta úrval af rekstr- arvörum sem Alfa Laval býður upp á fyrir hvers konar búskap. J.J.D. MOLflR Streita hefur vond áhrif á got Streita getur leitt til þess að got stöðvist hjá gyltum. í enskri tilraun voru gyltur truflaðar með því að fiytja þær í aðra stíu rétt eftir að þær gutu fyrsta grísi sínum. Gyltumar sýndu streitueinkenni með því að mynda ópíumkennd efni í heilanum. Nokkrar gyltur fengu sprautur með naloxon sem vinna gegn áhrif- um ópíódanna. Hjá gyltunum senr fengu naloxon fæddust aðrir grísir á 55 mínútum en hjá samanburðar- hópnum tók gotið að jafnaði 2 tíma og 3 mínútur. Tilraunin sýnir að streita vegna fiutnings hefur greini- lega vond áhrif á got. 1J95 - FREYR 67

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.