Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 29
fjár en þó taka lögin á skynsamleg- an hátt mið af eðlilegri búskapar- venju. í 4. gr. laga um dýravemd (lög nr. 15 frá 1994) segir svo: „Að vetri ti! þegar búfé er haldið til beitar eða látið liggja við opið, skal sjá til þess að á staðnum sé húsaskjól eða ann- að öruggt og hentugt skjól í öllum veðrum. Einnig skal vera þar nægi- legt fóður og vatn og litið skal eftir búfénu reglulega en daglega eða oftar ef nauðsyn krefur að mati forðagæslumanns, ráðunautar eða dýralæknis. Heimilt er sveitar- stjórn, að fengnum tillögum dýra- verndarráðs eða héraðsdýralæknis, að banna dýrahald á tilteknum stöðum að vetri til séu fyrrgreind skilyrði ekki uppfyllt“. 1 lagatextanum hér á undan kem- ur skýrt fram að ekki er lengur ein- blínt á það atriði eins og var í eldri lögum að hross skyldu hýst að vetr- inum hvort sem til stæði að brúka þau eða ekki. Sú staðreynd er nú viðurkennd í dýraverndarlögum að útivera en ekki húsvist er hinum íslenska hesti eðlileg. Hitt stendur svo óhaggað að auðvitað skal hýsa öll hross að vetrinum sem nota á til reiðar og þá duga ekki annað en góð hús. Hvað vetrarfóðrun úti við varðar er það ófrávíkjanleg regla að hrossin fái notið skjóls og þeim sé gefið með beitinni eins og þörf er á. Með gjöf er átt við heygjöf og það er hrossunum mjög hollt og er einn- ig afar hagkvæmt að gefa síld með. I síldinni er gnótt próteins og fjöl- mörg steinefni og vítamín. I nýlegri könnun sem búfjáreftir- lit Sameinaðra bændasamtaka gerði kom í ljósi að um 11% íslenskra hrossa njóta hvorki húsaskjóls né neins annars skjóls að vetrinum. Er þá átt við skjól, hvort sem er nátt- úrulegt skjól, eða skjól gert af mannahöndum. Þetta er ótrúlegt en sannar betur það sem allir hrossa- eigendur verða að sameinast um að hverfi. Það er í alla staði viturlegt að hafa einhvers konar skýli með þaki í þeim hrossahögum þar sem hrossum er ætlað að vera um hörðustu vetrartímana. Þar inni er t.d. mjög æskilegt að hafa opnar síldartunnur en sé síldin inni er minni hætta á að hún spillist af völdum úrkomu eða fugla, t.d. hrafns. Lágmarkið er að hafa skýli og þó að skjól frá náttúrunnar hendi séu góð þarf yfirleitt að gera betur. Byggingaþjónusta Búnaðarfélags Islands hefur nú gengið frá teikn- ingu að slíkum hentugum hrossa- skjólum (kaplaskjólum) og fylgja þær hér með. í lokin skal þess getið að grein- arhöfundi er vel ljóst að víðast hvar eru þau mál er snerta umhirðu og fóðrun hrossa árið um kring í viðunandi lagi og jafnvel eru líkur á að þið sem helst lesið þessa grein hafið málin í prýðilegu lagi. Þau mál sem hér um ræðir eru þó mál okkar allra sem viljum efla hrossa- búskapinn í landinu og tiltrú ann- arra á þeirri búgrein. Vandræða- gangur og úræðaleysi fáeinna hrossabænda hafa á síðustu vikum kastað rýrð á stéttina í heild. Því þurfa allir að sameinast um að viðbúnaður hvern einstaka manns verði betri fyrir næsta vetur, því að vítin eru til að varast þau. Gatt-samningurinn um landbúnaö. Frh. af bls. 70. aðsaðgangi fyrir þær vörur sem lítill eða enginn innflutningur hefur verið á. Þetta er gert með því að stofna til tollkvóta fyrir viðkomandi vöru eða vöruflokk sem við upphaf samningstímans verður 3% af inn- anlandsneyslunni en 5% við lok hans. Tollkvótar þessir skulu bera lága tolla og gerir tilboð íslands ráð fyrir að tollarnir verði 32% af reiknuðu tollígildi einstakra vara við upphaf aðlögunartímans. hmanlandsstuðmngur: Þetta atriði olli hvað mestum deil- um á lokaspretti Uruguay við- ræðnanna. Notast var við aðferð sem nefnist AMS (Aggregate Measure- ment of Support) til að mæla stuðning hvers lands við landbúnað. Aðferð þessi byggir á því að taka þann stuðning hins opinbera við landbúnað sem telst markaðstrufl- andi að viðbættum svokölluðum markaðsstuðningi. Markaðsstuðn- ingur er sú vernd sem landbúnað- urinn nýtur af hálfu stjómvalda í formi innflutningsverndar og er reiknaður út frá mismun á heims- markaðsverði og innanlandsverði hverrar vöru, margfaldaður með framleiddu magni. Stuðningur þessi (total AMS) á að minnka urn 20% á aðlögunartímanum. Stuðningur sem hið opinbera veitir til rannsókna, menntunar, markaðsmála eða „strúktúr breytinga“ svo eitthvað sé nefnt, telst ekki vera markaðstrufl- andi og er undanþeginn lækkunar- skuldbindingum. Samkomulag náðist milli ESB og Bandaríkjamanna um að undanþága frá lækkun fengist einnig vegna aðgerða sem tengjast samdrætti í framleiðslu - þó aðeins ef stuðning- urinn miðast við fjölda gripa, ákveðið flatarmál ræktaðs lands eða ef slíkar greiðslur eru inntar af hendi vegna 85% eða minna af framleiðslumagni á viðmiðunar- tímabilinu. Þetta hefur í för með sér að ESB mun ekki þurfa að minnka útgjöld til landbúnaðar á næstu árum. Útflutningsbœtur: Uruguay samkomulagið felur í sér skuldbindingar um að lækka framlög til útflutningsbóta um 36% á sex ára aðlögunartíma og á sama tíma að minnka um 21% það magn útflutn- ings sem rétt eigi á útflutningsbótum. Lækkunarkrafan á við um hverja tegund afurða - ólíkt því sem á við um innanlandsstuðninginn. 1.'95 - FREYR 69

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.