Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 32
geta nærst á. í rúlluböggum, sem eru í loftþéttum plastumbúðum, geta myndast skilyrði fyrir sýklana til að vaxa og mynda eitur. Loft sem er undir plastinu eyðist fljótt við gerjun þá sem fer fram í heyinu. Þar með er fengið loftleysi. Jarðvegur og dýratað getur borið þessa og aðra sýkla í heyið, ef þeir eru fyrir hendi í umhverfinu. Slík óhreinkun vinnur gegn eðlilegri sýrumyndun. Heyið verður lítt eða ekki súrt um- hverfis óhreinindin og í þeim. Það hentar sýklunum vel. Ef heyið er of blautt verður gerj- un og hitamyndun sem nægir til að ná kjörhita fyrir bótúlínsýkla, sem er 30-37 stig. Ef heyið er hæfilega þurrt og vel pakkað verður hita- myndunin lítil. Meira hristist úr heyinu af jarðvegi, taði og öðru óheppilegu, ef það er forþurrkað hæfilega, t.d. einn dag í góðum þurrki. Af þessum sökum er for- þurrkun á heyi fyrir rúllun og pökk- un mikilvæg. Mest er hættan, ef hræ af smádýri, t.d. mús eða fugli, lendir inni í loftþéttri rúllu. í melt- ingarvegi þeirra eru oft bótúlín- sýklar, sem geta fjölgað sér og myndað eitur. Hræ eru úrvals æti fyrir þessa sýkla. Gallað hey sem óhreinkast hefur af jarðvegi eða dýrataði menguðu sýklum getur boðið upp á sömu hættu, þótt ekki sé í því hræ af dýri, ef önnur skil- yrði sem nefnd voru eru til staðar. Talið er að ekki þurfi meira en 50- 100 grörnin af heyi með mögnuðu eitri til að drepa hest, eða eina tuggu. Sauðfé þolir þessa eitrun mun betur en hross. Sama er að segja um nautgripi. Minkar eru veikir fyrir bótúlíneitri, einnig fugl- ar og alifiskar. Hagstæðasta sýru- stig fyrir sýklana er pH 7-7,6. Gott rúlluhey með sýrustig pH 4,6-6,0 er ekki eins súrt og vel verkað vothey úr turni eða gryfju sem er með pH 4-4,5. Hér veltur mest á rakastigi heysins. Gallað rúlluhey sem þó virðist sæmilegt eða gott er oft með sýrustig á því bili sem hentar bótú- línsýklum vel til vaxtar og eitur- framleiðlslu. Erfitt er að varast hrœeitrun og greina hana Erfitt er að varast þessa eitrun vegna þess að maturinn, heyið eða annað fóður sem eitrið hefur mynd- ast í, virðist oft eðlilegt að útliti og lykt. Greining sjúkdómsins byggir á því að finna eitrið. Til þess að það sé hægt þarf að taka blóðsýni á fyrsta stigi veikinnar en oft dugar það ekki til vegna þess að eitrið sogast fijótt upp úr blóðinu og binst samskeytum tauga og vöðva. Þar truflar það eða stöðvar taugaboð og veldur lömun. Ekkert afgerandi finnst við krufn- ingu og sýklarækt er neikvæð. Ein- kenni á veikum skepnum geta þó verið svo glögg að enginn vafi sé á því hver sjúkdómurinn er. Heyverkun og fóðrun Vandvirkni við heyskap skiptir verulegu máli. Mikilvægt er að forðast mengun heysins af jarðvegi og húsdýrataði, einnig það að hræ af smádýrum lendi í rúllunum. Bera ætti húsdýraáburð á að hausti eða vetri og slóðadraga vel og snemma til að jörðin taki sem best við áburðinum áður en til sláttar kemur. Ekki ætti að slá nálægt grasrótinni til þess að jarðvegsmengunin verði minni. Tína ætti af túnunum og úr grasinu eftir því sem við verður komið það sem spillt getur góðri fóðurverkun svo sem ljámýs, hræ, aðskotahluti o.fl. Fleygja ætti rúllum sem slíkt sést fara í, ef ekki er svigrúm sé til að taka það frá áður. Forþurrka ætti heyið en nota íblöndunarefni í blautt hey sam- kvæmt ráðleggingum ráðunauta til að tryggja sem besta sýringu þess. Það skiptir líka máli hvernig stað- ið er að fóðrun. Velja ætti til gjafar- innar þurran stað sem ekki sporast upp eða nota gjafagrindur svo að heyið óhreinkist síður. Óráðlegt er að flytja hey til margra daga í einu. Hey sem gefið er ætti alltaf að vera sem ferskast. Best er að leysa rúll- umar upp, rekja úr þeim og reyna að meta heyið. Gefið hrossum aldrei hey úr rúllum sem hafa myglað eða lykta af ammoníaki því að það bendir til misheppnaðrar verkunar. Ef óvissa er um gæði heysins er rétt að taka sýni og senda til bakter- íuræktunar og sýrustigsmælingar. Hægt er að fá keyptar prófræmur til að mæla sýrustig í heyi. Þær eru mjög einfaldar í notkun og ódýrar. Fjarlægja þarf allt óæskilegt úr heyinu ásamt vænni tuggu umhverfis. Bótúlíneitur síast út í heyið frá staðn- um þar sem það myndast. Það hefur mælst allt að 1/2 metra út frá hræi. Hrœeitrun á íslandi Eitranir eins og þær sem hér er lýst hafa verið sjaldgæfar á Islandi. Síðustu 10 árin eða svo hafa veik- indi af þessum toga komið tvisvar fram í fólki vegna matareitrunar. Það var í Langadal í Austur-Húna- vatnssýslu og á Sauðárkróki. Ekki fylgdu því dauðsföll, en fólkið varð Hross sem drápust vegna sýkingar, að líkindum eftir að hafa etið eitrað rúllttbagga- hey. Myndin áður birt í Eiðfaxa 2. tbl. 1991. 72 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.