Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 34
Eftirsóknarvert er að kýrnar beri snemma Diðrik Jóhannsson Útborgunarreglur mjólkur til bœnda gerir það m.a. eftirsóknarvert að halda burðartíma kúa fyrir áramót og er það markmið flestra kúabœnda, en reynist mörgum erfitt. Feðgamir í Tröð, Steinar Guðbrandsson og Kristbjörn Steinarsson, staddir í Trað- arfjósi. Ljóstn. Diðrik Jóhannesson. Allar kýr í Tröö snemm- bœrar í Tröð í Kobeinsstaðahreppi búa hjónin Rannveig Jónsdóttir og Steinar Guðbrandsson. Sonur þeirra Kristbjörn réði sig fyrir fáum árum hjá Búnaðarsambandi Snæfellinga til að sinna nautgripasæðingum í hlutastarfi. Hann fékk þjálfun til þess hjá greinarhöfundi. I spjalli okkar um burðartíma kúnna heima hjá foreldrum hans kom fram, að kýrnar væru allar snemmbærar. Þetta vakti forvitni mína um það hvernig þau færu að og kom svarið á óvart, því engin hjálparmeðul voru notuð. Kristbjörn sagði að faðir hans sjái alltaf beiðslisein- kenni, hann sjálfur gæti nánast aldrei greint neitt. Steinar fylgist daglega með hegðun og utliti kúnna Þetta var tilefnið að heimsækja Tröð á haustdögum. Vel var tekið á móti gesti og leyst úr forvitnilegum spurningum hans. Steinar leggur mikla áherslu á að þekkja dagsdag- lega hegðun og útlit kúnna. Síðan reynir hann að tímasetja gangmál með því að skrá á Dagatal gang- mála og sæðinga allt sem tekið er eftir í hegðun kúnna. Hann segir kýrnar yfirleitt sýna glöggt beiðsli um mánuð eftir burð en síðan tekur við leitin að nákvæmari tímasetn- ingu á heppilegum sæðingartíma. Hann fer í fjósið fyrir gegningatíma og gengur um fjósið í rólegheitum og leitar að einkennum, helst breytingar á þekktri hegðun hverrar kýr. Það eru breytingar á augnaráði, hvort kýr standa, þegar aðrar liggja; á útferð, þó þar sé úr vöndu að ráða vegna ristarflórsins. Steinar segir að hann sjái fara blóð frá flestum kúm við I. gangmál og þá tekur við sérstakt eftirlit á 19. degi. 80% kúnna héldu við fyrstu sœðingu Stundum lenda þau hjón í því að það þarf að láta sæða einum eða tveimur dögum eftir I. sæðingu en þau taki skömmina fram yfir skað- ann í þeim efnum, eins og Steinar orðaði það, svo hógværlega. En þeg- ar greinarhöfundur skoðar sæðingar- spjaldið voru aðeins þrjár kýr þannig tvísæddar og af hinurn 22 kúnum héldu um 80% við 1. sæðingu. Þetta verður að teljast glæsilegur árangur og á ekkert skylt við skömm. Þegar talið berst að burðartíma er sæðingarspjaldið skoðað og sýnir það að allar kýr, nema ein, eiga tal fyrir jól. Tvær þær fyrstu bera í ágúst, kvígurnar flestar í september og eru þær nánast allar um tveggja ára gamlar við 1. burð. Þann 4. október voru þegar bornar 12 kýr. Afurðir á búi þeirra hafa verið að meðaltali um 4500 kg og heyfóður er nú eingöngu úr rúlluböggum. Galdurinn við þessa góðu frjósemi og eftirsóknarverðan burðartíma sýnist vera hin staðgóða þekking á hverjum grip og náið samband við umhirðu kúnna. 74 FREYR - /.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.