Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 35

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 35
Námskeið Bœndaskólans á Hvanneyri Vorönn 1995 Líneik Anna Sœvarsdóttir Bœndaskólinn á Hvanneyri býður í vetur upp á margvísleg námskeið eins og undanfarin ár. Hér er námsframboð á vorönn kynnt. Námskeiðin eru fjölbreytt og einkum œtluð fólki í dreifbýli. Mörg þeirra eru haldin í samvinnu skólans og annarra stofnana landbúnaðarins. Markmið námskeiðahaldsins er að stuðla að símenntun fólks sem starfar við landbúnað. Dagsetningar námskeiða Námskeið Dagsetningar Þurrheysgerð - súgþurrkun.......... 27.-28. feb. Hrossarækt - tamningar íhringgerði.................... 27. feb-1. mars Bókband............................ 28. feb-2. mars Sauðfjárrækt - rúningur............ 1 .-3. mars Kartöfluræktun - námskeið fyrir kartöflubændur...................... 2.-3. mars Bókhald - búbót 3.5..................... 6.-7. mars Skattskil............................... 8.-9. mars Skil á virðisaukaskatti................... 10. mars Spjaldvefnaður......................... 8.-10. mars Viðhald húsa.......................... 13.-14. mars Sauðfjárrækt - sóttvamir og störf á sauðburði....................... 15.-16. mars Úrvinnsla úr beini og horni........... 16.-18. mars Nautgriparækt - heyöflun á kúabúum......................... 16.-17. mars Nautgriparækt - fóðrun mjólkurkúa... 20.-21. mars Nautgriparækt - mjólkurgæði og júgurheilbrigði................... 22.-23. mars Nautgriparækt - klaufskurður.......... 24.-25. mars Tóvinna II............................ 23.-24. mars Vistforeldrar í sveitum - grunnnám- skeið............................. 27.-29. mars Hrossarækt - byggingardómar........ 28.-29. mars Búfjáráburður - nýting og tækni.... 30.-31. mars Rekstur á kúabúi (1. fundur af fjórum)............................ 31. mars Vistforeldrar í sveitum - framhalds- námskeið............................ 3.-4. apríl Rekstur og viðhald búvéla............... 3.-4. apríl Bústjóm................................. 5.-6. apríl Tamning fjárhunda..................... 20.-22. apríl og 24.-26. apríl Skógrækt - framhaldsnámskeið...... 26.-27. apríl Hrossarækt - tamningar í hringgerði........................ 26.-28. apríl Þátttakendur á námskeiðum njóta fjárhagslegs stuðn- ings Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, sjóðurinn tekur þátt í kennslukostnaði og ferðakostnaði þátttakenda. Þátttaka í námskeiðunum hefur verið góð, á síðasta skólaári sátu þau um 600 manns. Þau voru flest haldin á Hvanneyri en einnig voru nokkur námskeið haldin annars staðar. Kostnaður þátttakenda vegna þriggja daga námskeiðs á vorönn er áætlaður um 10.000 krónur. með fæði og húsnæði. Skráning á námskeið fer fram á skrifstofu skólans virka daga kl. 8:20-12:00 og 13:00-17:00, sími 93- 70000. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar um einstök námskeið. Þátttöku þarf að tilkynna með fyrirvara, ekki sein- na en viku áður en námskeið hefst. NÁMSKEIÐ í FEBRÚAR ÞURRHEYSGERÐ - SÚGÞURRKUN Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 27. - 28. febrúar Umsjónarmaður: Bjarni Guðmundsson Aðaláhersla er á súgþurrkun en einnig er fjallað um sláttutíma, þroskastig, tækni við slátt og forþurrkun. Sérstaklega verður rætt um nýtingu súgþurrkunar, mat á orkunotkun og orkukostnaði, tækjaval við endurbætur 1.'95- FREYR 75

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.