Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 38
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kynntar verða helstu forsendur og framkvæmd kynbótadóma. Námskeiðið er einkum ætlað bændum á Suður- og Vesturlandi. Leiðbeinendur eru Ingimar Sveinsson og Þorkell Bjarnason. BÚFJÁRÁBURÐUR - NÝTING OG TÆKNI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 30. -31.mars Umsjónarmaður: Ríkharð Brynjólfsson Námskeiðið er ætlað bændum. Fjallað verður um verðmæti og nýtingu búfjáráburðar, áburðargeymslur og tækninýjungar við dreifingu búfjáráburðar. Leiðbeint verður unt gerð áburðaráætlana. REKSTUR Á KÚABÚI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 31. mars (1. fundur af fjórum) Umsjónarmaður: Magnús B. Jónsson Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnum þar sem einkum er fjallað um fóðrun, fóðuröflun og hag- fræði. Markmið námskeiðsins er að leita hagkvæmustu kosta við fóðuröflun á kúabúi og fóðrun nautgripa til mjólkurframleiðslu. Þátttakendur koma saman fjórum sinnum á einu ári og vinna með gögn frá eigin búum. Námskeiðið „Rekstur á kúabúi“ byggir á námsgögn- um sem unnin voru í samvinnu Bændaskólans á Hvann- eyri, Hagþjónustu landbúnaðarins, Búnaðaifélags Is- lands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Námsgögnin „Rekstur á kúabúi" eru ætluð til notk- | unar um allt land í formi námskeiða heima í héruðum. Bændur sem hafa áhuga á námskeiðinu eru hvattir til að hafa samband við sitt búnaðarsamband eða Bænda- skólann á Hvanneyri. NÁMSKEIÐ í APRÍL VISTFORELDRAR í SVEITUM - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 3. - 4. apnl Umsjónarmenn: Hjördís Hjartardóttir og Rúnar Halldórsson Á námskeiðinu verður einkum fjallað um tímabundið fóstur (meira en 6 mánuði). Fjallað verður um réttindi og skyldur vistforeldra (fóslurforeldra) og samskipti þeirra við félagsmálastofnanir og foreldra fósturbarna. Einnig verður fjallað um stöðu fósturbarna í nýju umhverfi og samskipti við skóla. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fólki sem áður hefur sótt grunnnámskeið fyrir vistforeldra í sveitum. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Landssamtökum vist- foreldra í sveitum. REKSTUR OG VIÐHALD BÚVÉLA LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR KOSTNAÐIR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 3. - 4. apríl Umsjónarmaður: Sigurður Bjarnason Farið er yfir helstu viðhaldsþætti búvéla og verk- færaþörf við lágmarksviðhald. Fjallað er um kostnað við rekstur búvéla og aðferðir við að halda honum í lág- marki. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, samræðum og úrlausnum verkefna. Þátttakendur vinna með gögn úr eigin rekstri. Námskeiðið er skipulagt af Bænda- skólanum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun land- búnaðarins - Bútæknideild. BÚSTJÓRN - LEIÐIR TIL BETRI AFKOMU Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 5. - 6. apríl Umsjónarmaður: Erna Bjarnadóttir Kynntar eru aðferðir til að nýta upplýsingar um rekst- ur búsins til að bæta afkomuna, í ljósi rekstrarumhverfis landbúnaðarins. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðum. Verkefnin verða sniðin að rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Hagþjónustu landbún- aðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins - Bú- tæknideild. TAMNING FJÁRHUNDA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 20. - 22. og 24. - 26. apríl Umsjónarmaður: Gunnar Einarsson Þátttakendur mæta með eigin hunda og vinna með þá á námskeiðinu. Kennsla er að mestu verkleg en að auki eru haldnir fyrirlestrar um notkun fjárhunda o.fl. Nám- skeiðið nýtist eigendum Landamæra-Collie (Border- Collie) hunda best, en eigendur annarra hunda hafa ein- nig gagn af námskeiðinu. Hundar sem komið er með á námskeið þurfa að vera a.m.k. 6 mánaða gamlir. Athugið: Hundar sem koniið er nieð á námskeiðið verða að hafa gilt vottorð um bólusetningu við smá- veirusótt (parvoveirusmiti). Bólusetningunni þarf að Ijúka í síðasta lagi rúmum mánuði fyrir námskeiðið. SKÓGRÆKT - framhaldsnámskeið Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 26. - 27. apríl Umsjónarmaður: Árni B. Bragason Námskeiðið er ætlað fólki sem sótt hefur námskeið í skógrækt og/eða hefur reynslu af skógrækt. Á nám- skeiðinu er fjallað um landgræðsluskógrækt, sjúkdóma og meindýr í skógrækt á Islandi o.fl. Leiðbeinendur eru m.a. Ása L. Aradóttir, Guðmundur Halldórsson og Hall- dór Sverrisson. Námskeiðið er að mestu bóklegt. 78 FREYR - 1.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.