Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 41

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 41
Lýsing: Fjallað verður um notkun rafsuðu-, hlífðargas- suðu- og logsuðutækja. Námskeiðið byggist að stærst- um hluta á verklegum æfingum. Leiðbeint verður um ýmsa þætti er varða notkun og meðferð efna til smíða og viðgerða (efnisfræði). Námskeið: Flókagerð Tími: 11.-12. mars Leiðbeinandi: Þóra Björk Jónsdóttir, Garðhúsum Staðsetning: Hólar Hjaltadal Lýsing: Þátttakendur kynnast flókagerð eða þæfingu, sem er það að breyta ull í fat eða hlut með hjálp sápu og vatns. Kynnt verður saga flókagerðar hérlendis og erlendis og kenndar helstu aðferðir við að forma ullina. Þátttakendur búa til ýmislegt, s.s. hatt, skó og bolta. Námskeið: Nautgriparœkt - uppeldi kálfa og ungneyta Tími: 14. mars Umsjón: Eiríkur Loftsson, Búnaðarsambandi Skagfirðinga Þórarinn Leifsson, Hólaskóla Lýsing: Fjallað verður um uppeldi kálfa að 1 árs aldri. Farið verður yfir þær lífeðlisfræðilegu breytingar sem verða á kálfinum fyrstu vikumar og sjúkdóma. Fjallað verður ítarlega um fóðrun og aðbúnað kálfsins. I lokin verður gefið yfirlit yfir helstu leiðir í fóðrun frá 1 árs aldri til slátrunar eða burðar. Námskeið: Júgurbólga og frumutala Umsjón: Þórarinn Sólmundarson, Hólaskóla Leiðbeinendur: Bjarni Brynjólfsson, Mjólkursamlagi Skagfirðinga Gunnar Gíslason, Glóbus hf. Héraðsdýralæknir Lýsing: Fjallað verður um júgurbólgu og áhrif um- hverfis á júgurbólgu. Gerð verður grein fyrir frumutölu í mjólk. Mjöltum og mjaltatækni verður einnig gerð ítarleg skil. CMT - skálaprófið verður kynnt og afhent þátttakendum. Staðsetning og tími: 14. mars A-Húnavatnssýsla (austan Blöndu) 15. mars A-Húnavatnssýsla (vestan Blöndu) 16. niars V-Húnavatnssýsla Nánari kynning námskeiðanna verður í dreifibréfi er nær dregur námskeiðunum. Námskeið: Tölvunotkun Tími: 20. - 21. mars Leiðbeinendur: Þórarinn Sólmundarson og Þórarinn Leifsson, Hólaskóla Staðsetning: Hólar Hjaltadal Lýsing: Kennt verður á forritin Windows 3.1 - Excel 5,0 - Word 6,0 - Power Point 4,0 og stýrikerfið DOS. Kennslan fer fram í fornti fyrirlestra og verklegra æf- inga. Lögð verður áhersla á lausnir hagnýtra verkefna og samtengingar hugbúnaðarins. Námskeiðið er ætlað þeim sem nokkra reynslu hafa at’ tölvunotkun. Kennt verður í tölvuveri Hólaskóla. Námskeið: Brúskur - áburðaráœtlana- gerð Tími: 22. mars Leiðbeinendur: Hjörtur Hjartarson, Stíflu, V-Land- eyjum og Þórarinn Sólmundarson Hólaskóla Staðsetning: Hólar Hjaltadal Lýsing: Farið verður yfir alla helstu efnisþætti forritsins og vinnubrögð við vinnslu áburðaráætlana. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað ráðunautum búnaðarsamband- anna. Námskeið: Grœnfóðurrœkt Tími: 29. mars Leiðbeinendur: Valgeir Bjarnason, Hólaskóla, Eirík- urLoftsson, Búnaðarsambandi Skag- firðinga, Þóroddur Sveinsson Möðruvöllum og Sigríður Bjarnadóttir, Möðruvöllum. Lýsing: A námskeiðinu verður fjallað um grænfóð- urtegundir og afbrigði þeirra, jarðvinnslu, áburðarþörf og ræktunaraðferðir sem henta. Einnig verður farið í umhirðu og nýtingu grænfóðurs bæði til beitar og vetr- arfóðurs. Fóðrun á grænfóðri verður tekin fyrir m.a. fóðurbreytingar sem verða við nýtingu þess. Námskeið: Klaufhirðing Tími: 3. - 4. apríl Leiðbeinandi: Sigríður Björnsdóttir, Hólum Lýsing: Farið verður yfir uppbyggingu (gerð) klaufa („eðlilegar“ - „óeðlilegar“ klaufir), og algengustu fóta- mein. Kennslan er í formi fyrirlestra, myndbandssýn- inga og verklegra æfinga við klaufskurð og snyrtingu. Notaður er klaufskurðarbás Félags kúabænda í Skaga- fírði. Námskeið: Tóvinna Tími: 18. -19. mars Leiðbeinendur: Anna Kristinsdóttir, Víðimýri Marta Magnúsdóttir, Stóra-Vatns- skarð Staðsetning: Hólar Hjaltadal Lýsing: Kennt verður að taka ofan af, kemba í kömbum og kembivél, að spinna á rokk og tvinna band. Unnið verður með þvegna og óþvegna ull auk þess sem spunn- ið er úr tilbúnum kembum (ull) og kembdri kanínufiðu. Námskeið: Hrosshársvinna Tími: 7.-10. apríl Leiðbeinendur: Lene Zacharíassen, Dæli, Svarfaðar- dal Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Akur- eyri Lýsing: Farið er yfir nýtingarmöguleika hrosshárs, gerð verkfæra og þjálfun vinnubragða við spuna og fléttun. Á námskeiðinu verða til sýnis ýmsir munir og handverk unnið úr hrosshári. 1.’95 - FREYR 81

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.