Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 43

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 43
Námskeið við Garðyrkjuskóla ríkisins á vorönn 1995 Garðyrkjuskólinn kynnir hér námskeið sem fyrirhugað er að halda á vegum skólans á vorönn 1995. Námskeiðin eru starfstengd námskeið og eru liður í símenntun starfsgreina skólans. Námskeið sem tengd eru ylrækt og garðplöntufram- leiðslu eru styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, en sjóðurinn tekur þátt í kennslukostnaði og ferðakostnaði garðyrkjubænda, garðplöntuframleiðenda og starfs- manna þeirra. Aðrar starfsgreinar njóta ekki styrkja Framleiðnisjóðs, en Garðyrkjuskólinn reynir eftir fremsta megni að halda námskeiðsgjaldi í lágmarki til þess að það hamli ekki þátttöku í námskeiðunum. Hvert námskeið er sérstaklega kynnt þeim sem kynnu að hafa mest not af því, og er þeirn send drög að dagskrá þess ásamt námskeiðsupplýsingum. Ráðgefandi aðilar skólans um endurmenntun eru endurmenntunarnefndir ylræktarbænda, garðplöntu- framleiðenda og skrúðgarðyrkjumanna. Þær eru skip- aðar fulltrúum frá Sambandi garðyrkjubænda, Félagi garðplöntuframleiðenda, Félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Félagi garðyrkjumanna. Gott samstarf hefur einnig verið við ýmsa aðra aðila, m.a. garðyrkjuráðunauta Búnaðarfélags Islands og sérfræðinga RALA. Þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna með minnst þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst. Skráning fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans í síma 98-34340 alla virka daga frá 8:00 til 12:00. Ef takmarkanir eru á þátttökufjölda námskeiða er farið eftir því hvenær menn tilkynna þátttöku. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans og hjá endurmenntunarstjóra. Heiðrún Guðmundsdóttir endurmenntunarstjóri. Námskeið: Blómaskreytingar Tími: 24.-26. febrúar Staður: Reykjavík Umsjónarmaður:Uffe Baslev, Kolbeinn Finnsson Markhópur: Starfsfólk blómaverslana Þetta er 3ja dag námskeið og er ætlað að kynna nýjar stefnur í blómaskreytingum, og er undirbúningi ekki að fullu lokið. Norskur skreytingameistari kemur og heldur 3 daga sýnikennslu fyrir starfsfólk í blómaverslunum. Einnig ntun á sama tíma koma belgískur meistari. Námskeiðið verður samvinnuverkefni Félags blóma- verslana og Garðyrkjuskóla ríkisins. Námskeið: Rósarœktun - Jólastjörnur - Meðferð afskorinna blóma Tími: 13. - 17. mars 1995 Staður: Garðyrkjuskóli ríkisins Umsjónarmaður: Heiðrún Guðmundsdóttir Markhópur: Rósabændur, jólastjörnuframleið- endur, og starfsfólk blómaverslana Fenginn verður erlendur rósaræktarráðunautur, Anders Pilgaard, ásamt íslenskunt fyrirlesurum, til að vera með námskeið fyrir rósabændur og jólastjörnu- framleiðendur. Dagskrá námskeiðsins er ekki að fullu frágengin, en hugmyndin er að á mánudeginum yrðu fyrirlestrar um jólastjörnuframleiðslu, en á þriðjudag yrðu fyrirlestrar um rósaræktun en miðvikudag til fimmtudag yrðu heimsóknir í garðyrkjustöðvar. Á föstudeginum verður samantekt á íslenskri rósarækt. Námskeiðið fjallar meðal annars um lýsingu, sjúkdóma og meindýr, framleiðslu jólastjörnu, ræktunarefni og endingu afskorinna blóma. Námskeið: Gœðastjórnun í garðyrkju Tími: 23.-24. mars Staður: Garðyrkjuskóli ríkisins Umsjónarmaður: Heiðrún Guðmundsdóttir Markhópur: Garðyrkjubændur og starfsmenn sölufyrirtækja þeirra. Þetta námskeið er í undirbúningi, og mun fjalla um gæðastjómun í garðyrkju. Skipuleggjandi námskeiðsins er Iðntæknistofnun o.tl. og er námskeiðið ætlað framleið- endum í garðyrkju og starfsmönnum sölufyrirtækja þeirra. Námskeið: Meindýr og sjúkdómar í tómatrœktun, paprikurœkt- un og gúrkurœktun Tími: 24. mars 1995 Staður: Garðyrkjuskóli nkisins Umsjónarmaður: Heiðrún Guðmundsdóttir Markhópur: Tómata-, papriku- og gúrkubændur. Á þessu námskeiði verður íjallað ítarlega um mörg vandamál sem komið geta upp í ræktun tómata, papriku og gúrka. Námskeiðið er ekki að fullu mótað, en meðal fyrirlesara verða Bjöm Gunnlaugsson og Garðar Ámason. Frh. á bls. 82. 1.’95 - FREYR 83

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.