Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 4
Fflfl RITSTJÓRN Landbúnaður á liðnu ári Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um stöðu einstakra búgreina á liðnu ári. Nautgriparækt og þá einkum mjólkurfram- leiðsla er stærsta búgrein í íslenskum landbún- aði. Jafnframt er afkoma kúabænda hvað trygg- ust. Innlögð mjólk í mjólkursamlög árið 1994 var 102.052 þús. lítrar sem er 2% aukning frá árinu áður. Sala mjólkur og mjólkurvara á árinu var 99.765 þús. lítrar á fitugrunni og dróst saman um 1,56% en 100.607 þús. lítrar á próteingrunni og miðað við prótein jókst salan á árinu um 1,40%. I samræmi við þessa þróun hefur greiðslu fyrir mjólk til bænda verið breytt þannig að af þeim hluta mjólkurverðs sem mjólkursam- lög greiða, sem eru 52,9% heildarverðs, er greitt 75% eftir próteinmagni en 25% eftir magni fitu. Beingreiðslur, 47,1% af verði til bænda, eru hins vegar greiddar eftir mjólkurmagni. Sala á mjólk- urkvóta, (greiðslumarki), er nú frjáls, en við- skipti með kvótann eru þó ekki mikil, eða um 2- 3% heildarkvótans á ári. Þessi sala hefur ekki haft í för með sér marktækar breytingar á inn- lagðri mjólk hjá einstökum mjólkursamlögum. Mjólkurframleiðsla var rífleg fram eftir ári, en eftir að kýr fóru á innifóðrun sl. haust dróst framleiðslan saman vegna lélegra heyja. Því réð að gras spratt úr sér framan af júlí auk þess sem verkun heys var með slakara móti vegna úrkomu um það leyti. Hey voru hins vegar mikil að vöxt- um eftir sumarið. Þetta gilti einkum um Suður- land, en að nokkru leyti um nær allt land. Innlagt nautgripakjöt var 3.541 tonn á árinu 1994 og jókst um 4,1 % frá árinu á undan. Sala var hins vegar 3.251 tonn og jókst um 4,0%. Veru- legir erfiðleikar voru á sölumálum nautgripakjöts á árinu vegna offramboðs og verð til bænda undir framleiðslukostnaði. Seinni hluta ársins voru sett í frysti allt að 300 tonn, en horfur eru á að innan- landsmarkaður taki við því kjöti þegar líður á þetta ár. Bætur fyrir slátraða ungkálfa voru greiddar framan af ári 1994 en síðan hætt. Bændur drógu við sig ásetning kálfa til kjöteldis árið 1993 og fram á haust 1994 en þá fór ásetn- ingur aftur að aukast. Tilraunasending af nauta- kjöti fór til Bandaríkja N-Ameríku á árinu, jafn- framt því sem verið er að kanna fleiri útflutn- ingsmöguleika á nautakjöti sem vistvænnar vöru. Innlagt kindakjöt á árinu 1994 var 8.797 tonn sem er 7,0% minna en árið áður. Innanlandssala var 7.228 tonn og dróst saman um 10,6% frá fyrra ári. Út voru flutt 1.283 tonn eða 31,1% meira en árið áður, og er þar einkum um að ræða svokallað umsýslukjöt, þ.e. innlagt kjöt umfram greiðslumark. Greiðslumark haustið 1994 var 7.670 tonn, þar af voru 7.400 tonn á lögbýlum en beingreiðslur af 270 tonnum voru notaðar til markaðsaðgerða og til að lækka birgðir. Greiðslumark fyrir nk. haust, 1995, verður alls 7.850 tonn, en þar af verður aðeins 7.200 tonnum úthlutað á lögbýli en hitt notað til að létta birgðastöðu. Hagur sauðfjárbænda versnaði mjög á árinu 1993 og áfram 1994 og valda því einkum þröng- ar framleiðsluheimildir. Jafnframt er sala á sauð- fjárkvóta lítil og enn minni en í mjólk. Engin teikn eru á lofti um aukna sölu kinda- kjöts á innanlandsmarkaði, en sala þess hefur á sl. tíu árum minnkað úr um 40 kg á íbúa í um 30 kg, eða um u.þ.b. 2600 tonn alls sem samsvarar framleiðslu rúmlega 360 verðlagsgrundvallar- búa, (400 vetrarfóðraðar kindur). Þessu veldur að einhverju leyti að kindakjötið hefur orðið undir í verðsamkeppni, en einnig hefur án efa mikið að segja að kindakjöt hefur setið eftir í vöruþróun kjöts á síðustu árum. Sí- fellt fleira fólk vill geta eldað á einfaldan hátt eða keypt sér tilbúna rétti og er þá annað kjöt en kindakjöt nærtækara. Til þess að koma til móts við þessar þarfir þyrfti væntanlega að úrbeina kjöt í sláturtíð á haustin og rúlla upp og hafa síðan á boðstólum í hæfilegum skömmtum. Horfur í útllutningi kindakjöts hafa ekki glæðst. Engir nýir markaðar hafa fundist sem taka við um- talsverðu magni á viðunandi verði. Má jafnvel búast við að besti erlendi markaðurinn, í Svíþjóð, gefi lægra skilaverð vegna verðlækkana á kjöti þar og álagningar tolla eftir inngöngu landsins í ESB. Það jákvæðasta sem nú er að gerast í íslenskri sauðfjárrækt er að ullin hefur gefið meiri verð- mæti en áður. Það hefur gerst með því að féð 92 FREYR - 3.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.