Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 5
hefur verið rúið um það leyti sem það hefur verið hýst á haustin, en þá er ullin hreinust og minnst þófin. Fyrir úrvalsflokk af ull eru greiddar 623 kr./kg og leggur reyfið sig þá auðveldlega á yfir 1000 kr. Sífellt fleiri bændur hafa séð sér hag í að haustrýja féð og rýja síðan aftur nokkru eftir áramót. A árinu var framleiðsla og sala á svínakjöti um 3200 tonn og jókst um rúmlega 12% frá árinu á undan. Þessi aukning átti sér stað þó að verð á svínakjöti til bænda hækkaði talsvert á árinu, en að vísu var það mjög lágt í upphafi árs 1994. Afkoma svínabænda batnaði þannig á árinu, en hin aukna framleiðsla náðist að verulegu leyti með auknum afköstum stofnsins fremur en fjölg- un lífdýra. Fluttar voru inn frjóvgaðar gyltur frá Noregi til frekari kynbóta. Hráefnisverð fóðurs var að mestu óbreytt á árinu, en skattlagning innflutts fóðurs hefur farið minnkandi og var síðasti hluti fóðurskatts í ríkissjóð felldur niður í árslok 1994. Framleiðsla og sala alifuglakjöts á árinu 1994 var um 1.355 tonn og dróst framleiðsla saman um 9,6% frá fyrra ári en salan dróst saman um 12,1%. Ein af ástæðunum fyrir þessum sam- drætti var að fyrir mitt ár kom upp skortur á dag- gömlum ungum sem dró úr framleiðslu allt fram undir árslok. Sala á því magni sem á boðsólum var gekk vel og jafnvel skorti markaðinn ákveðnar stærðir tímabundið á árinu. Afkoma framleiðenda í kjúklingarækt hefur verið léleg undanfarin ár og batnaði lítið á árinu. Framleiðsla og sala eggja á árinu 1994 var um 2220 tonn og dróst framleiðsla saman um 3,1% og sala um 2,5% frá fyrra ári. Allgott samræmi er þannig milli framboðs og eftirspumar. Afkoma eggjaframleiðenda batnaði nokkuð á árinu, eink- um á þann hátt að það tókst að draga úr afsláttum af verði til smásala. Frá árinu 1991 hafa verið flutt inn frjóegg af bæði varpkynjum og holdakynjum á vegum Stofnunga sf. Þessi innflutningur hefur aukið hagkvæmni í alifuglarækt með bæði auknum afköstum stofnsins og minni vanhöldum. Á árinu 1994 voru flutt úr 2.758 hross sem er fjölgun um 273 hross frá fyrra ári. Flest hross fóru til Þýskalands, 1321, til Svíþjóðar 507, Danmerkur 282 og Noregs 237 hross, en alls voru hross flutt út til 17 landa á árinu. Á árinu voru lögð inn í sláturhús 808 tonn af hrossakjöti, 1,7% minna en árið áður. Innan- landssala á hrossakjöti var 560 tonn eða 15,9% minni en árið áður. Út voru flutt 172 tonn sem er 95,6% meira en árið áður. Þessi útflutningur fór allur til Japan á góðu verði og án nokkurra styrkja, en hér er mest um afturhluta skrokka að ræða, (pístólur). Mestu umsvifin með hross eru þó hér ótalin en þau tengjast hestamennsku hvers konar, sýninga- haldi og hestamannamótum, útreiðum og hesta- eign þéttbýlisbúa, auk hestaeignar bænda og annars fólks í dreifbýli. Ljóst er að hestaeign er algengari en eign nokkurrar annarrar búfjár- tegundar hér á landi og fylgir því afar fjölþætt verðmætasköpun, svo sem heysala, hagaganga og hestaútleiga í tengslum við ferðir á hestum, lengri og skemmri. Þá má nefna sölu á reið- tygjum; hnökkum, beislum o.fl., og hvers kyns öðrum útbúnaði við hestamennsku. Og að lokum má geta umfangsmikla útgáfustarfsemi tengdri hrossarækt. Mjög góð uppskera varð úr gróðurhúsum á árinu, bæði í grænmetisrækt og í blómarækt. í ár voru tómatar framleiddir verulega umfram eðli- lega eftirspurn og leiddi það til óeðlilegra verð- lækkana. Hluta af sumrinu voru tómatar á verði sem var lægra en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Mikið var um að stórmarkaðir notuðu lágt tómataverð til að draga að sér kaupendur (loss leader). Innlend samkeppni í blómasölu var alls- ráðandi og þrátt fyrir að því væri spáð að botn- inum væri náð á árinu 1993 var meðalskilaverð töluvert lægra á síðasta ári. Barátta dreifingar- fyrirtækjanna um hylli kaupmanna þýddi um 20% afslátt að meðaltali frá heildsöluverði. Sá afsláttur fer í fæstum tilfellum áfram til neytenda. í útiræktuðu grænmeti var mikil og góð upp- skera og lágt verð. Á haustdögum var t.d. selt hvítkál á 9 kr./kg út úr búð. Fjárhagsafkoma garðyrkjunnar er slæm og á skortur á samstöðu framleiðenda umtalsverðan þátt í því. Árið 1994 var kartöfluuppskera mjög mikil. Mældar birgðir í nóvember, þegar þrír mánuðir voru liðnir af sölutímabilinu, voru um 12 þúsund tonn. Þar er frátalin föst reiknuð rýrnun. Árleg innanlandssala er hins vegar 7-8 þúsund tonn, þannig að 3-4 þús. tonn voru þá til umfram áætlaða innanlandssölu. Til að bregðast við því hafa verið fluttar út kartöflur til Noregs. Norskir kaupendur eru ánægðir með gæði íslenskra kart- aflna, en þar eru kartöflur fyrst og fremst metnar eftir þurrefnismagni. Komnar til Noregs fást 3. '95- FREYR 93

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.