Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 6
fyrir þessar kartöflur um 25-26 kr./kg og af því fær bóndinn um 15 kr./kg. Afkoma kartöflubænda hefur verið slæm undanfarin ár og hefur ekki batnað. Þannig var mikið um undirboð sl. haust, allt niður í 4 kr. á kg út úr búð. Um sl. áramót tóku kartöflubændur sig saman um að bjóða kartöflur á 30-40 kr./kg. Framleiðslukostnaður kartaflna hér á landi er hins vegar áætlaður um 60 kr./kg. Að verulegu leyti má kenna samstöðuleysi kartöflubænda um þau slæmu rekstrarskilyrði sem ríkja í greininni. Sumarið 1994 var hagstætt til kornræktar um allt land, hiti yfir meðallagi, engar frostskemmdir, en sólarlítið á Suðurlandi. Áætlað er að kom hafi verið ræktað á yfír 500 hekturum á landinu öllu og að meðaluppskera hafí verið um tvö tonn á ha. Auk hefðbundinna ræktunarsvæða fyrir korn á Suðurlandi er kornrækt nú að sækja á norðanlands, einkum í Eyjafírði. Það hefur gert innlendri kom- rækt erfitt fyrir að komrækt erlendis nýtur víða mikils opinbers stuðnings, þannig að verð á inn- fluttu komi er undir framleiðslukostnaði. Töluverðar sveiflur urðu á loðdýrarækt á árinu. í upphafi árs fékkst gott verð fyrir loðskinn en á árslok lækkaði verðið aftur, þannig að óvissu- ástand er framundan. Loðdýrabúum fjölgaði um sex á árinu og voru 78 í árslok og fjölgaði ásettum dýrum nokkuð. Heildarútflutningsverðmæti loðskinna var um 400 millj. kr. á árinu. Framleiðnisjóður landbún- aðarins veitti kr. 48 millj. í jöfnunargjöld til loðdýrafóðurs á árinu 1994, en sú upphæð verð- ur 26-29 millj. kr. á yfirstandandi ári. Ákveðinn hefur verið innflutningur á ref og mink til kyn- bóta, 30 refahögnum og 5 refalæðum frá Noregi í febrúar og 250 pöruðum minkalæðum frá Dan- mörku í apríl. Áætluð framleiðsla á eldislaxi nam um 2.588 tonnum á árinu (2348 tonn 1993) og 250 tonnum af hafbeitarlaxi (495 tonn 1993). Verðmæti þess- arar framleiðslu var 952 millj. kr. (815). Framleiðsla bleikju nam 388 tonnum (340) á árinu að verðmæti 149 millj. kr. (12,6). Af regn- bogasilungi féllu til 162 tonn (221) að verðmæti 40 millj. kr. (45). Stangveiddir laxar voru um 28.500 (37.000) og er áætlað að veiðin hafi gefið um 400 millj. kr. í tekjur, (400). Netveiddur lax var um 42,5 tonn (32) tonn, að verðmæti 12,7 millj. kr., (9,3 millj. kr.). Áætlað er að silungsveiði hafi gefið 32 millj. kr. (30) í tekjur á árinu 1994. Dúntekja var í góðu meðallagi á árinu 1994, tíðafar allgott og engin meiriháttar meng- unarslys urðu. Eftir þriggja ára sölutregðu komst aftur skriður á söluna á árinu, einkum er líða tók á árið. Dúnverð hækkaði smávegis og var 26.000-27.000 kr./kg til bóndans. Aftur er farið að taka á móti selskinnum og fá bændur kr. 2.000 á stykkið. Dálítið selst af þeim til útlanda en einnig er unnið úr þeim innan- lands, í flíkur og muni sem handverksfólk býr til. Hafin var leðurvinnsla úr selskinnum á árinu. Breytilegt er frá ári til árs hve mikið berst af rekavið. Nýting viðarins hefur hins vegar aukist. Þannig var stofnað hlutafélagið Háireki sem rekur stórvirka færanlega sögunarvél, sem vinn- ur rekavið í borð og planka og parket. Þannig hefur tekist að vekja meiri áhuga á rekavið en áður en þar hefur hjálpað til að timburverð hefur farið hækkandi á heimsmarkaði. Áhugi á nýtingu sölva fer vaxandi og er í gangi verkefni við að kanna næringargildi, hollustu og hreinleika sölva, meðal annars með tilliti til út- flutnings. Ferðaþjónusta á vegum bænda er vaxandi at- vinnugrein. Bæjum innan Ferðaþjónustu bænda fjölgaði smávegis á árinu 1994 eftir nokkra fækkun tvö til þrjú ár þar á undan. Fjárfestingar hjá ferðaþjónustubændum eru þó allt eins á veg- um þeirra sem eru að stækka við sig eins og að nýir bæir bætist við. Þannig eru æ fleiri bæir færir um að taka á móti stærri hópum en gisting skipulagðra hópferða veitir ferðaþjónustubæjum tryggingu fyrir viðskiptum. Erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á landi á sl. ári, en sú aukning skilaði sér ekki út á land. Stuttum viðdvölum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði hins vegar. Slíkar ferðir eru til merkis um ákveðna þróun í ferðaþjónustu sem nú á sér stað sem er á þá leið að samkeppni á markaðnum erlendis er vaxandi og verð á ferðum lækkar. Þar gegna alþjóðleg tölvubókunarkerfi (t.d. Ama- deus) vaxandi hlutverki en í gegnum þau er unnt að panta flugferðir og gistingu í mörgum lönd- um. Stór flugfélög og hótelkeðjur auka þannig hlutdeild sína í ferðaþjónustu á kostnað minni aðila sem bjóða sérhæfða þjónustu. (Þessu má líkja við innkaup í stórmarkaði eða viðskipti við kaupmanninn á hominu). Ferðaþjónusta bænda hefur nýlega gengið í Evrópusambandið „Routes to the Roots“ sem höfðar til afkomenda Vesturfara sem leita á slóð- 94 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.