Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 11
„Klukkan 1,30 fóru fyrstu gestimir að drífa að. Klukkutíma seinna hófst svo skólasetningin og var henni út- varpað. Fyrstur talaði Unnsteinn skólastjóri. þá Hermann Jónasson, forstætisráðherra, síðan alþingis- mennirnir Pétur Ottesen, Bjarni Asgeirsson, Jón Pálmason, Stein- grímur Steinþórsson, Láms Rist, sem ráðinn hafi sundkennari við skólann, þá Jónas Jónsson og loks Unnsteinn skólastjóri öðm sinni. Að ræðuhöldum loknum var gest- um og nemendum boðið til kaffi- drykkju í borðstofu skólans. Að henni endaðri arkaði allur mann- skapurinn niður að sundlaug en þar stóð yfir sundsýning hjá krökkun- um í barnaskólanum. Það er í frá- sögur færandi að þegar hinir heldri menn lögðu af stað niður að sund- lauginni, lenti Þorsteinn Dalasýslu- maður inni í girðingunni hérna sunnan við skólahúsið. Gekk yfir- valdinu illa að klifra yfir girðinguna og varð að fá til þess hjálp. Stóð sýslumaður sig því sýnu verr en hrúturinn hans Bjöms hreppsstjóra á Seylu í Skagafirði, sem smaug gegnum tvöfalda sauðfjárvarnar- girðinguna á Vatnsskarði. Jónas Jónsson tók okkur Árna Friðgeirsson undir arminn og skýrði Árna frá því, að bróðir hans væri mikill dansmaður, en mig minnti hann á Varmahlíð í Skaga- firði og þá miklu möguleika, sem þar væru fyrir hendi, m.a. í sam- bandi við jarðhitann. Þegar hér var komið sögu, skrapp ég, ásamt þeim Karli J. Magnússyni og Karli J. Eiríks niður í Hvera- gerði. Unnsteinn skólastjóri hafði nefnilega boðið okkur að halda ball í kennslustofunum um kvöldið. Sýndist okkur að þessi nýja menntastofnun ætlaði þannig að hefja göngu sína með miklum myndarbrag. Og nú fórum við, þessir þremenningar, niður í Hvera- gerði til þess að smala kvenfólki á ballið, því námsmeyjar við skólann voru aðeins þrjár en við strákarnir nær tuttugu. Fórum við að sjálf- sögðu beint í Kvennaskólann á Hverabökkum, - enda hafði akurinn þar þegar verið plægður, eins og fyrr greinir frá, - hertókum þar allar námsmeyjarnar og fröken Árnýju með. Var þetta mikill fengur og Frá afhjúpun minnisvarðans á Reykjum 13. ágúst 1994. Nœst minnisvarðanum vinstra megin stendur Elna Olafsson, ekkja Unnsteins skólastjóra. Við hlið hennar er dótturdóttir hennar, Steinunn Elna Eyjólfsdóttir, sem afhjúpaði minnisvarðan og lengst til vinstri er Hanna Unnsteinsdóttir, móðir Steinunnar Elnu. Hœgra megin við varðan eru núverandi skólastjórahjón á Reykjum, Guðrún Guðmundsdóttir og Grétar Unnsteinsson. góður“, og verður nú látið staðar numið með að vitna í dagbókina. Landnemar hafa sjaldan átt auð- velt verk fyrir höndum. Og hér var hinn ungi skólastjóri svo sannarlega landnemi og það í öllum skilningi þess orðs. Hér varð í raun og veru að reisa allt frá grunni. Engum var það ljósara en Unnsteini sjálfum. Eg býst við að mörgum hefðu fallist hendur gagnvart þessu verkefni en ekki Unnsteini. Hingað var hann kominn, hér vildi hann starfa, hér ætlaði hann að láta þann draum sinn rætast að koma á fót fyrirmyndar garðyrkjuskóla. Og það stóð ekki á því að hann tæki til hendinni. Hann vílaði ekki fyrir sér að ganga sjálfur í hvert það verk, sem vinna þurfti af þeim áhuga og með þeirri atorku, að smita hlaut hvern þann mann, sem með honum vann. Vitanlega hlutu allar þessar önd- verðu aðstæður að bitna á náminu. í fáum sem smáum og úr sér gengn- um gróðurhúsum hlaut ræktunin að verða einhæf. Utiræktun, sem var mjög mikil strax fyrstu árin, var hinsvegar mun fjölbreyttari. Þótt skólinn ætti að heita rekinn af ríkinu, voru íjárveitingar hins opin- bera til hans ekkert annað en vesælir sultardropar mörg fyrstu árin. Af því leiddi að skólastjórinn þurfti að leggja mikla áherslu á sjálfsþurftar- búskap og kosta alls kapps um að fá sem best verð fyrir þær afurðir, sem framleiddar voru í garðyrkjustöð skólans. Þegar lokið hafði verið við að lagfæra þær byggingar, sem skólinn hafði yfir að ráða fyrir nemendur og starfsfólk, var hafist handa við að koma upp gróðurhúsum og öðrum byggingum fyrir ylrækt og rann- sóknir. Jafnframt var í stórum stíl hafin útiræktun margskonar græn- metis og garðávaxta. Reist var hvert gróðurhúsið á fætur öðru og voru þau bæði stærri og á allan hátt betur úr garði gerð en þau, sem fyrir voru. Árið 1957 tók Unnsteinn í notkun nýtt, tvö þúsund ferm. gróðurhús og var það, á þeim tíma, stærsta gróð- urhús á Norðurlöndum. Hann kom á fót rannsóknarstofu til að efna- greina jarðveg í gróðurhúsum og á grundvelli þeirra rannsókna var eigendum gróðurhúsa leiðbeint um noktun tilbúins áburðar við ylrækt- ina. Hann kom upp frystigeymslu, m.a. til þess að rannsaka heilfryst- ingu grænmetis og skapa þannig 3.'95- FREYR 99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.