Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 14
Framleiðslukostnaður nautakjöts María G. Líndal, Hagþjónustu landbúnaöarins Inngangur Veturinn 1994 hóf Hogþjónusta landbúnaðarins vinnu við gerð áœtlunarlíkans, hér eftir kallað líkan, til framlegðarútreikninga1 í nautgripakjötsframleiðslunni. Markmiðið með þessu líkani er að gera bœndum kleift að meta framlegð eigin nautgripakjötsframleiðslu til lengri eða skemmri tíma. Með líkaninu er verið að skoða nautgripakjöts- framleiðsluna sem sjálfstæða búgrein þar sem kálf- arnir eru keyptir af mjólkurframleiðslunni. Fram- leiðslan verður þá sem slík að standa undir eigin kostnaði og skila tekjum til þess að það borgi sig að stunda hana. Með líkaninu fylgir skýrsla sem fjallar um forsendur og helstu áhrifaþætti nautgripakjöts- framleiðslunnar og aðferðir við notkun líkansins. Hér á eftir fer útdráttur úr skýrslunni þar sem gerð er stutt grein fyrir aðferðum við notkun líkansins, ásamt því að sýnd eru dæmi með útreikningum. Grunnhugmynd að líkaninu er dönsk og hún aðlög- uð íslenskum aðstæðum. Það byggir á upplýsingum um vaxtarhraða nautgripa, fóðurnýtingu, lífþunga og fallþunga við slátrun og upplýsingum um verð á að- föngum. Helstu gögn um vöxt, fóðurnotkun, lífþunga og fallþunga gripa við slátrun er fengin úr tilraun með nautaeldi sem framkvæmd var á Tilraunastöð- inni á Möðruvöllum (Rannsóknarstofnun landbún- aðarins). Upplýsingar um kostnað eru m.a. úr „Niður- stöðum búreikninga 1993“ sem Hagþjónusta land- búnaðarins vinnur, frá Kaupfélagi Borgfirðinga, úr verðlagsgrundvelli kúabús, skattmati o.fl.. Líkanið er byggt upp með 5 töflum sem eru: Tafla 1. „Heygæði miðað við sláttutíma" Tafla 2. „BK Dráttarvélar“ Tafla 3. „BK Túnreikningur“ Tafla 4. „Framlegð nautgripakjötsframleiðslunnar“ (Islendingar) Tafla 5. „Framlegð nautgripakjötsframleiðslunnar“. (Galloway-blendingar). (Sjá fylgiskjöl I og II). Upplýsingar sem skráðar eru inn í töflurnar færast á milli taflna eftir því sem við á. Niðurstöður úr töflu 1 færast í töflu 3. Niðurstöður úr töflu 2 færast einnig í töflu 3. Niðurstöður úr töflu 3 færast í töflur 4 og 5. Að gefnum forsendum, reiknar líkanið út framlegð á hvern grip og á hvern dag, miðað við tiltekin fóður- dagafjölda og fallþunga nautgripsins. Einnig sýnir það hvaða áhrif það hefur á framlegðina, ef fallþungi gripa eykst eða minnkar miðað við ákveðin fóður- dagafjölda. Heygœði Líkanið byrjar á töflu 1 „Heygæði miðað við sláttu- tíma“, sem gefur hugmynd um þurrefnisinnihald (þe) og FE/kg þurrefnis miðað við þroskastig vallarfox- grass við slátt. Um er að ræða meðaltöl og taflan ætluð til leiðbeiningar við ákvörðun um sláttutíma túna. I dálkinum „Slegnir ha“ er gefin kostur á að setja inn þann fjölda hektara sem slegnir eru, miðað við þroskastig grasa á sláttutíma hjá hverjum bónda. Með því að fylla út þennan dálk, getur bóndinn séð hversu marga hektara, sem hann hefur til umráða, hann þarf að slá við ákveðið þroskastig, til þess að ná þeim fjölda fóðureininga sem þörf er á, á búi hans. Einnig er hægt að skoða fóðureiningafjölda í heild (að með- altali) til þess að geta tekið næsta skref, sem er að reikna út kostnað á hverja FE. (Sjá töflu 3 BK Tún- reikningur í líkaninu). Dálkurinn „Uppskera FE sam- tals“ reiknar út fóðureiningafjölda samtals af þeim hekturum sem slegnir eru. Samtalan í þessum dálki færist síðan sjálfkrafa í töflu 3. I töflu 1 er einnig hægt að notast við eigið mat á uppskeru í FE, eða tölur úr forðagæsluskýrslum. Sé það gert er sú tala slegin inn í dálkinn „Eigin áætlun/forðagæsla“. Flyst sú tala síðan sjálfkrafa yfir á Túnreikning í stað samtölunnar úr hekturum áður. Skilyrði þess að notast við eigið mat er, að ekki má um leið fylla út dálkinn „Slegnir ha“. I reitnum „Samtals FE flutt“ verður því að standa núll (0). Töflu 1 er einnig hægt að nýta til útreikninga miðað við fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Þá er bóndinn búin að ákveða hversu margar FE hann þarf að fá af túnum 102 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.