Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 16
Tafla 3. BK túnreikningur (Líkan) Texti Krónur Samtals 1 Aburður 407.000 2 Fræ 18.000 3 Lyf og eiturefni 1.000 4 Annað 1.000 5 Áburður og sáðvörur samtals 427.000 6 Flutt af dráttarvélum 209.300 7 Smurolía 1.000 8 Varahlutir/viðgerðir 15.000 9 Annað 0 10 Búvélar samtals 225.300 11 Verkfæri, vélar og áhöld 5.000 12 Plast, gam o.fl. 66.000 13 fbl. efni til votheysgerðar 2.000 14 Aðrar rekstrarvömr 1.000 15 Rekstarvörur samtals 74.000 16 Flutningur á rekstrarvörum 10.000 17 Önnur þjónusta 29.000 18 Þjónusta samtals 39.000 19 Breytilegur kostnaður samtals 765.300 20 Heysala til frádráttar BK kr 4.000 21 Framleitt FE (flutt úr t.l.) 94.833 22 Breytilegur kostnaður/FE 8,03 Tölur um kostnað í töflunni eru meðaltöl kúabúa teknar úr niðurstöðum búreikninga 1992. Meðaltúnstærð er rétt: rúmlega 40 ha. Heimild: Hagstofa landbúnaðarins 1994. í töflu 3 „BK Túnreikningur“ er færður allur kostn- aður sem til fellur eins og textinn í töflunni gefur til kynna. Liður 5, „Flutt af dráttarvélum“, er frá töflu 2, það er að segja 70% kostnaðar við dráttarvélar. Þessi liður kemur inn sjálfkrafa þegar búið er að ákveða hversu stórt hlutfall fer á túnreikninginn. Liður 20 „Framleitt FE“ er frá töflu 1 og færist inn sjálfkrafa hvort sem kosið er að fylla út fjölda hektara eftir sláttu- tíma eða nota eigin áætlun (forðagæslu) um fjölda framleiddra FE. Liður 21 „Breytilegur kostnaður/FE“ reiknar síðan út meðalkostnað á hverja framleidda fóðureiningu heyja. Sú niðurstaða flyst síðan í töflur 4 og 5 (sjá fylgiskjöl I og II) í dálkinn „Kr/FE hey“. Eins og áður er minnst á er ekki tekið tillit til fasta og hálf- fasta kostnaðarins við útreikninga. Inn í kostnað við fóðrun fellur einnig kostnaður við mjólk og kjarnfóður handa ungkálfum og gripum í uppeldi. Mismunandi er hvaða verði reiknað er með, þegar áætlaður er kostnaður við mjólkurgjöf til kálfa. Hægt er að reikna mjólkina fullu verði, nota skattmat á fóðurmjólk eða að reikna hana ekki til verðs ef um „ónýta2“ mjólk er að ræða. í töflum 4 og 5 (fylgiskjöl I og II) í líkaninu, gefst kostur á að breyta þessu verði eftir mati hvers og eins. í dæminu í líkaninu, er tekið mið af skattmati fóð- urmjólkuF þegar reiknaður er út kostnaður á hverja FE. Skattmat mjólkur var 16,38 kr/lítra árið 1993J. Upplýsingar um verð á því kjarnfóðri sem kálf- urinn etur fást hjá viðkomandi viðskiptaaðila í hverju tilfelli fyrir sig. Líkanið gefur kost á að breyta þessu verði eftir þörfum. Aðferðarfrœði líkansins í lfkaninu er gert ráð fyrir að gerð sé áætlun sem segir til um hvernig fóðra eigi nautgripi, hversu lengi, á hvaða fóðri, við hvaða lífþunga eigi að slátra þeim, hvaða gæðaflokk fallið lendir í og hvað fáist fyrir kílóið. Þessa þætti þarf að skoða til þess að geta gert sér grein fyrir hvort framleiðslan borgar sig. Eftirfarandi eru útskýringar og útreikningar á töflum 4 og 5 (fylgiskjöl I og II). Allar tölur um fóðumotkun miðað við þunga, fóðurdaga og át í FE eru úr tilraun með nautaeldi á Tilraunastöðinni Möðmvöllum. A5#) Eins og áður er minnst á, er litið á nautgripa- kjötsframleiðsluna sem sjálfstæða búgrein sem verð- ur að skila eiganda þeim tekjum að hún standi undir, a.m.k. breytilega kostnaðinum og skili einhverjum launum fyrir vinnuna. Því er litið á verðmæti ung- 104 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.