Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 24

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 24
beðið um úreldingu heldur að málið væri í alvarlegri skoðun og nefndin beðin um að túlka þá umsókn þannig að 100% úrelding fengist ef niðurstaða fengist innan ákveðins tíma. Það var samþykkt. Önnur bú töldu ekki einu sinni ástæðu til að sækja um úreldingu. Var þó reynt að hafa samband við fjölda stjórnenda, þar sem þeim var bent á að slík umsókn væri ekki bindandi. Hún mundi einungis tryggja fulla úreldingu. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það að fjöldi stjómenda veit upp á hár að nú tek- ur við milljóna króna tap árlega uns eigin fjárstaðan er í rúst og gjald- þrot blasir við. Af hverju? Spyr sá sem ekki veit. Hluti svarsins er hrepparígur. Hluti svarsins er hin bjargfasta trú stjórn- andans sem hefur allt sitt líf búið við öryggi og áhyggjuleysi sjóða- kerfisins: Þessu verður örugglega bjargað einhvern veginn. Það er alltént ljóst að mjólkuriðnaðurinn ætlar ekki nema að mjög takmörk- uðu leyti að nýta sér þá séjstöðu, sem hann, einn iðngreina á Islandi, býr við. Hagrœðing hjá milliliðum Og ég legg áherslu á að þarna eru bændur sjálfir langt því frá að vera saklausir. Itök þeirra í stjórnum þessara búa eru kunnari en svo að ég þurfi að hafa um þau mörg orð. Þegar við fórum og kynntum niður- stöður Sjömannanefndar á fjöl- mennum bændafundum um allt land fengum við stöðugt fyrir- spurnir um af hverju við hefðum ekki byrjað á milliliðunum - af hverju við hefðum byrjað á fram- leiðendunum sjálfum. Víst mátti rökræða það. En stað- reyndin er sú að þegar við byrj- uðum á milliliðunum - í þessum til- vikum mjólkurbúunum - þá sökn- uðum við eftirfylgni bændanna sjálfra. Því að þetta mun þegar upp er staðið lenda á herðum þeirra, þeir munu greiða fyrir hin ónotuðu og þar með glötuðu tækifæri. Til að bæta nú um betur þá er langt því frá að vera útséð um að úr- eldingin í Borgarnesi fari fram. Ein- hver hópur bænda íhugar það nú í fullri alvöru að gera kröfu um að í stað þess að úreldingarféð verði notað til atvinnusköpunar heima í héraði verði því dreift til bændanna sjálfra. Þar með væru famar veg all- rar veraldar allar forsendur fyrir úr- eldingu búsins - mjólkuriðnaðinum til ómælds tjóns. En segjum nú að úreldingin gangi eftir. Ljóst er að þá munu sparast stórar upphæðir, sem munu leiða til lækkunar mjólkurverðs. Eru þá tvær leiðir færar. Annars vegar að mjólkurverð verði sem áður hið sama yfir allt landið. Það mun þýða að hagnaður mjólkurbúa á sölusvæði eitt mun verða meiri en ella því að þátttaka hinna í meðaltalsútreikningi mundi ekki skila hagræðingunni til neyt- enda. Hin mjólkurbúin munu þó þurfa að búa við lækkun mjólkur- verðs án þess að hafa hagrætt hjá sjálfum sér með samruna. Ljóst er að það mun gera stöðu þeirra miklu mun erfiðari og er hún þó erfið fyrir. Sú úrelding sem við þykjumst geta eygt núna, ef allt gengur eftir, mundi skerða hlut mjólkarbúanna af mjólkurverðinu um 6-7%. Hin leiðin er að hætt verði að reikna sama mjólkurverð yfir land- ið allt og stilla mönnum upp við þeirri samkeppni sem af því mundi leiða. Þeirri skoðun mun örugglega vaxa fylgi ef nú fer sem hoifir, enda mundi það flýta mjög fyrir fækkun mjólkurbúa í landinu. Enn er þó 80% tímabilið eftir til 1. desember næstkomandi. Við munum í úreldingarnefnd gera allt sem í okkar valdi stendur til að sjá til þess að þessir peningar verði nýttir til úreldingar, jafnvel þótt það skuli fúslega viðurkennt að við- tökurnar í fyrra juku ekki bjartsýni um árangur. Ágœtu ráðunautar! Eg hef lítið fjallað um það sem vel hefur verið gert. Ástæður þess eru augljósar því að þrátt fyrir það að víða hafi verið tekið til hjá fram- leiðendum þá er ástandið þannig að miklu meiri ástæða er til að benda á þá erfiðleika sem framundan eru heldur en að hrósa því sem vel hafi verið gert. Sú viðleitni mun nefni- lega vera til lítils ef ekki verður haldið áfram með síauknum krafti. Ég vil einkum vara við þeirri hugsun að bændum sé borgið ef að- eins heimildir GATT samningsins til tollverndar verði nýttar til hins ýtrasta svo og að unnt sé að vemda landið fyrir innflutningi kjöts. í fyrsta lagi eru GATT reglumar þannig úr garði gerðar að einungis 112 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.