Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 27
Árni G. Pétursson. - Freysmynd. að mestu seiðafóður og varpköggl- ar. Þrátt fyrir kulda og leiðinda veð- urfar runnu ungarnir upp eins og gorkúlur. Eg þakka það fyrst og fremst heppilegri samsetningu fóð- urs og réttum hlutföllum í gjöf innbyrðis á milli fóðurtegunda, en auk þess hef ég einstaka tröllatrú á seiðafóðrinu (fískafóðri) frá Fóður- verksmiðjunni Laxá hf að Krossa- nesi við Eyjafjörð. Ungamir voru hraustir, en vegna ótíðar mátti ekki líta af þeim úti við fyrstu tvær vikumar. Ef þeir höfðu ekki einhvern í sjónmáli í hrakviðr- um, gátu þeir átt það til að rangla eit- thvað frá húsi út í óvissuna. Þannig vildi til í rigningu og kalsaveðri að kvöldi til, er litið var af þeim augnablik, að þeir lögðu frá húsi og niður að vatni. Þeir höfðu ekki farið í margar vatnsferðir og völdu ranga leið. Hluti þeirra lenti í opna for og vom illa á sig komnir svo það þurfti að þrífa þá upp úr volgu vatni og þurrka með hárblásara, stærri hópur fannst hrakinn og blautur niður hjá vatni og var náð til aðhlynningar. Tveir ungar fundust ekki, þrátt fyrir ítarlega leit. Um önnur afföll var ekki að ræða á ungauppeldi að þessu sinni, til 5 vikna aldurs. Einn ungi fannst dauður eftir að ungar vom fluttir til sjávar, heltekinn af orma- sýkingu, 9 vikna gamall, undir Inga gamla, kúrandi uppi við strigaskóna hans Agústar Ama. Veðurfar var mjög rysjótt og kalt allan uppeldis- tímann í júní og til mánaðamóta júlí og ágúst. Fyrstu tvær vikumar höfðu ung- amir félagsskap af sumardvalafólki á Vatnsenda. En þegar það yfirgaf staðinn, urðu þeir leiðir og um- komulausir, því ég gat ekki dvalið með þeim eins mikið og æskilegt hefði verið. Mér hugkvæmdist þá að bera út til þeirra flíkur af ungl- ingum sem höfðu gætt þeirra á fyrstu vikum. Þetta gaf þeim strax mikið traust og þó sérstaklega eftir að þeir fengu strigaskóna hans Ágústar Árna út að kubbnum sem hann sat gjarnan á er hann gætti þeirra á fyrstu dögum. Það sann- færði mig enn og aftur um hve fyrstu dagar eru mótandi fyrir ung- ana og væntanlega öll ungviði. Þrír fimmtu hlutar unganna voru aðeins vikugamlir er Ágúst Árni yfirgaf staðinn, en skómir hans gátu þó veitt þeim hald og traust hálfum mánuði síðar, en Ágúst er einstakur ungagælir. Þann 7. júlí kl. 13:30 stóð einn ungi heima í stíu með sár á maga og brjósti sem blæddi úr. Hefur að líkindum skaðast á gaddavírshönk. Hann fékk aðhlynningu og hvíldist heima til 16.30, blandaðist þá unga- hópnum sem kom heim til máls- verðar. Hann dvaldi þó einn eftir heima í stfu til kvöldmatar, og fór þá fyrst aftur niður að vatni með hinum ungunum að málsverði lokn- um. Ekki bar á að honum yrði meint af. Ég er undrandi á, hvað hann vissi um getu sína, og hvar væri rétt að leita skjóls. Reynslunni ríkari frá 1992 er ungar höfðu ekki vanist að elta bát- inn, fórum við, ég og ungarnir, nokkrar skemmtiferðir á bát um vatnið heima við bæinn. Tvívegis fór ég úr bátnum í lendingunni þar sem ganga þurfti með ungana um mýrina milli vatna á leið til sjávar, og við fengum okkur þar á vatns- bakka smá sælustund. Þessi litla þjálfun gerði að auðvelt var að fylgja ungunum til sjávar þessa göngu- og vatnaleið. Þann 9. og 10. júlí voru ungarnir merktir á hægri fót með númerum Ungarnir 6 vikna. Ljósm. Eiríkur Þorsteinsson. 3. '95 - FREYR 115

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.