Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 28
Árni G. Pétursson og ungamir (5 vikna) Margrét Arnadóttir. 244-285 til 244-300 og 236-901 til 236-933. Tuttugasta júlí, um fjögra vikna gamlir, voru ungarnir 49 fluttir land- og vatnaleið út í Odds- staðalón. Þótti þeim það hin mesta skemmtun, enda vorum við þá í fé- lagsskap allan tímann. Þeir eltu jafn ljúflega tréprammann eftir Suður- vatninu, þó þeir höfðu aldrei séð hann áður, eins og plastarann „Gissur“, eftir Fremravatninu heima. Sigurbjörn Olason og fjöl- við Oddsstaðalón 1993. Ljósm. Guðrún skylda aðstoðuðu við að flytja ung- anna út í Oddsstaðalón, videó- mynduðu aðstæður og litu til með ungunum fyrstu fjóra dagana. 1 byrjun vildu þeir ekki þýðast böm Sigurbjarnar, en urðu lljótt dús við þau út á matargjöfina. Að morgni, daginn eftir flutning, var enginn ungi heima við á lóna- bakka hjá Oddsstöðum. Þeir fund- ust allir langt út með Lónum í fjör- unni við Hjallanes, en þar rétt hjá stendur raunar sumarbústaðurinn Afaborg og var þar margt dvalar- fólk. Eflaust hafa ungamir fundið mannalykt þaðan og heyrt tal og orðið varir mannaferða. Ég átti í Hjallanesi plastbát sem ég hafði til Eyjaferða og fékk ég og ungamir skemmtilega heimferð til Oddsstaða. Þeir syntu með bátnum og sýndu mér ýmsar kúnstir og léku á alls oddi. Uti við Hjallanes er gjöfult svæði fyrir æðarfugl, og ungarnir fóru oftar þangað til fanga. Ungunum var gefið reglulega með fjöru- og sjávarbeit til 5 vikna aldurs, eftir því sem þurfa þótti, þó aðeins ein gjöf á dag frá 25. júlí, en úr því var gjöf takmörkuð, og frá 3. ágúst var aðeins gefið annan hvern dag og hætt gjöf við 7 vikna aldur. Um helgina 31. júlí og 1. ágúst voru ungarnir hafðir almenningi til sýnis, og tóku þeir því með jafnaða- geði. Myndbandsupptaka var gerð nokkrum sinnum á uppeldistíman- um, en betur hefði verið gerð heim- ildarmynd af fagmanni af öllu upp- eldisskeiðinu, því annars staðar frá er ekki að fá ýtarlegri upplýsingar hvað uppeldi æðarunga varðar. Ég þakka öllum er veittu aðstoð við uppeldi unganna 1993, og sér í lagi Pokasjóði Landverndar sem veitti fjárhagsaðstoð til mynd- bandsvélarkaupa og Silfurstjörn- unni hf og Laxá hf sem gáfu seiðafóðrið eins og undanfarin ár. flAOLflR Vaxtarhormón veldur beinþynningu Tvær kanadískar tilraunir á m.a. Yorkshire-grísum, sýna að sé vaxt- arhormónum dælt í þá daglega nýta þeir fóður betur og hærri kjötprós- enta fæst. En samtímis hafa þeir áhrif á styrk beina og brjósks og urðu menn þess vísari að langvar- andi notkun vaxtarhormóna gerir brjósk og bein stökk. Auk þess er vaxtarhormónaneytendum hætt við streitu sem leitt getur til bein- og brjóskveiki. (Landsbladet Svin) Háskólanám í búfræði Samningur er milli Bændasamtaka íslands og Búnað- arháskóla Noregs á Ási, NLH, um að skólinn veiti ís- lenskum námsmönnum skólavist. Skólaár Búnaðarháskólans hefst 20. ágúst ár hvert og skulu umsóknir berast fyrir 8. apríl til Búnaðarfélags íslands. Upplýsingar f.h. félagsins um námsbrautir, inn- tökuskilyrði o.fl. veitir Matthías Eggertsson. Bændasamtök íslands Bændahöllinni Reykjavík. Sími 563 0300. 116 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.