Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 29
Ungar í uppeldi á Vatnsenda 1992, 46 daga gamlir: F.v.: Aðalbjörg Þóra Arnadóttir, Ingibjörg Torfadóttir, Ami Baldvin Þórðarson (7 ára), ungahirðir, Arni G. Pétursson aðfóðra ungana. Hluti afþessum ungum komu heim að Vatnsenda vorið 1994. Ljósm.: Rúnar Guðbrandsson 1992. Endurheimtur uppeldisunga til varpsetu að Vatnsenda og Oddsstöðum frá 1980 til og með 1994 Uppeldisungar sem ólust alfar- ið upp á Oddsstöðum urðu aðeins til árið 1980. Ekki var hægt að meta varpsetu þess ungastofns sem dvaldi þar frá frumbernsku, því eðlilegt var að sá stofn færi í varp út í eyjum með öðrum æðarfugli sem þeir blönduðust í Lónum. Þó má geta þess að áber- andi var blika- og geldfuglafjöldi við lónabakka heima á Oddsstöð- um 1982. Ein og ein kolla fannst þar og í grennd, en enginn friður var þar til varpsetu vegna um- ferðar tófu, manna og dýra. Því mun ég fyrst og fremst greina frá endurheimtum í varp heim að Vatnsenda til 1994. Fyrsta kollan kom í varp heima á Vatnsenda 1985, þá 3ja ára gömul. Varp fór hægt vaxandi næstu árin. Var mest um landvarp, því ekki er um heppilega varphólma í tjömum og vötnum að ræða. Kollurnar urpu jafnvel nokkuð frá bænum í þurrum þúfum og töppum á tjöm og mýr- um, en gættu þess þó að hafa sjón heim að húsum. Árin 1988 og '89 fór að bera á því að kollur sem urpu á þurrlendi, fjærst bænum, kæmu ekki til varps í sömu hreiður aftur og 1990 fór að bera á arðráni á sam- bærilegum stöðum nálægt bænum. Áhrif tófu á endurheimtur Vitað var að tófa sótti að varpi á nágrannabæ við Vatnsenda, svo þar var vakað yfir varpi. Ég hafði og séð tófu á vappi nálægt Vantsenda, en kenndi þó mink, hrafni og öðmm flugvargi um arðránið. Árið 1991 virtist allvemleg aukning á nýverpi heima við á Vatnsenda. Þann 28. maí kl. 22.00 stóð tófa á bæjarhellunni og rændi hreiður í hlaðvarpanum, 6 nót- tum síðar tæmdi tófan 5 hreiður og 3 vom trúlega af hennar völdum rænd og yfirgefin áður. Engin kolla hefur komið aftur í hreiðrin sem tófan rændi, þótt margar þeirra hafi verið í sömu hreiðrum undanfarandi ár. Hins vegar mæta enn (1994) í sömu hreiður kollur, sem sluppu fram hjá tófunni, þó svo að væri í næsta ná- grenni við rændu hreiðrin. Lítið nýverpi var að Vatnsenda árin 1992 og 1993 en nokkuð á 3.'95- FREYR 117

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.