Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 30
Æðarungar (46 daga) í uppeldi við Oddsstaðalón 1992. Sumir þeirra komu heim á Vatnsenda vorið 1994. Rúnar Guðbrandsson. þessu ári. Tófa var enn á vakki þarna um kring, en meira reynt nú að verja fuglinn fyrir ágangi. Sjá má að framangreindu að tófan hefur mikil áhrif á endurheimtur í varp heim að Vatnsenda. Vorið 1994 var risjótt og kalt fram eftir öllu, oft frost um nætur, við frostmark suma daga og sjaldan yfir 2-5° lofthiti að deginum til út júnímánuð. Hvaða áhrif þetta hefur haft á varpsetu á Vatnsenda á þessu ári skal ósagt látið, en trúlega mun það hafa truflað eitthvað eðlilega varpsetu. Vorið 1994 var möguleiki á 324 fuglum af uppeldisstofni frá Vatns- enda, þar af 234 3ja ára og eldri. En geta má þess að sveppasjúkdómur - Aspergilosis - herjaði á ungastofn- inn 1985 og er ekki að fullu vitað hvaða afföllum slíkt olli. Ungar voru ekki kyngreindir í upp- eldi á Vatnsenda; er því hér slegið fram að um 117 kollur, 3ja ára og eldri, gæti verið um að ræða. Vitað er með vissu um 31 kollu sem hefur orpið oftar en einu sinni í sama hreiður heima á Vatnsenda. En sam- tals hafa 60 kollur reynt varp á heimaslóðum á Vatnsenda til þessa, 7 komu í nýverpi á þessu vori. Af reynslu eftir arðrán tófunnar má ætla að margar kollur haft ekki reynt aftur varpsetu á Vatnsenda eftir að hafa orðið fyrir ráni. En eins og áður er getið, var unt nokkuð nýverpi að ræða á Vatnsenda á þessu vori og alltaf er möguleiki á að kollur geti misfarist eftir fyrsta varp. Ýmislegt annað getur og haft áhrif á þessar niðurstöður. Við vegarslóð út að sjó og silungsvötnum, eftir rússapallbíl, en undir honum vörðust ungar ágangi sauðfjár á fjóshlaði heima á Vatnsenda, og á gönguleið milli vatna með ungana til sjávar völdu samtals 7 kollur varpsetu. Fimm hreiður fundust á sambærilegum stöðum, sem gætu allt eins stafað frá uppeldi unga á Oddsstöðum 1980. Nokkrar uppeldisskollur frá Vatns- enda hafa átt hreiður í Hólmanum í Suðurvatninu og úti í Eyjum, en þeim hefur ekki verið gerð skil í þessari tölu. Enda miðuðu áður nefndar tölur, 31 og 60, við endur- heimtur heim að Vatnsenda, þar sem ungar dvöldu aðeins fyrstu fjórar vikur í frumbemsku ævi sinnar. Æöurinn sœkir á frum- bernskuslóðir Þó ýmsu sé áfátt með þessar at- huganir, er þó ljóst að æðurin sækir á frumbernskuslóðir til að verpa. Ungarnir voru allir teknir í hreiðri, flestir úti í eyjum, áður en þeir komu á vatn eða sjó, og voru álíka lengi á fóðri og í umsjá manna úti við Oddsstaðalón og heima á Vatns- enda. Á Oddsstöðum blönduðust þeir fugli sem varpsetu átti í Hólma í Suðurvatni og Eyjum í Odds- staðalónum. Þeir völdu þó umfram annað varpsetu heima á Vatnsenda. Af framanskráðum athugunum er greinilegt að heimalningsæðurinn f 1. tbl. var í dálknum „Altalað á kaffistofunni" birt vísa frá harð- indavorinu 1979 þar sem spurt var hvort Guð væri genginn í Alþýðu- flokkinn. Sú vísa var ekki rétt feðruð og var auglýst eftir höfundi hennar í 2. tbl. Niðurstaða um höfund hefur ekki enn fengist en velur umfram allt, hvað sem öðm líður, hreiðurstæði á bemskuslóðum. Óskandi væri að ítarlegri rannsóknir væru gerðar á endurheimtum uppeld- isunga til varpsetu á heimaslóðir, en slíkar rannsóknir mun ég ekki telja marktækar nema þær standi í mörg ár. Að lokum vil ég þakka Æðarrækt- arfélagi íslands og öllum öðrum er veittu mér aðstoð og hvöttu til dáða varðandi þessar rannsóknir með heimalningsuppeldi æðarunga, sem hefur gefið mér ómælda lífsfyllingu. Nú verða aðrir að taka við á þessu sviði, en að sjálfsögðu mun ég fylgj- ast með varpi heima á Vatnsenda svo lengi sem heilsa leyfir. hins vegar hafði bóndi á Norður- landi samband við blaðið og kunni aðra vísu frá sama vori, efnislega lík hinni fyrri, og bað Frey leita upp- lýsinga um höfund hennar. Þeirri málaleitan er hér með beint til les- enda blaðsins. Vísan er þannig: Bændurnir óttast uppskerubrest og ótíðin leggst í skrokkinn. Er Guð sem áður gaf okkur flest genginn í Alþýðuflokkinn? nitoloð 6 kQffistofunni Guð og Alþýðuflokkurinn 118 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.