Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 31
Vistbœr landbúnaður í Danmörku Björn H. Barkarson Vistbœr landbúnaður ÍDanmörk stendur á tímamótum. Markaður er nœgur fyrir vistbœrra framleiðslu, lagarammi hefur verið mótaður til að vinna eftir og rœkt- unarmöguleikarnir eru fyrir hendi. Björn H. Barkarson. Inngangur Að Foulum á norðurhluta Jót- lands er rannsóknastöð danska rik- isins í búfjárrannsóknum. Þar hefur undirritaður dvalið í starfsnámi í fjóra mánuði. Tilgangurinn með dvölinni er að verða einhvers vísari um vistbæran landbúnað í Dan- mörk. A því sviði standa Danir framarlega meðal Evrópuþjóða, bæði hvað varðar fjölda bænda í vistbærri framleiðslu, rannsóknir og markaðsmál. Hér er ætlunin að fjalla í stuttu máli um vistbæran landbúnað í Danmörk og lagalegan og líf- fræðilegan grundvöll hans. I um- fjölluninni verður orðið „vistbær“ notað yfir það sem á dönsku heitir „0kologisk“, en orðið „lífrænt“ nær ekki utan um alla þá þætti sem „0kologi“ byggir á. Vistbœr landbúnaður í Danmörk Vistbær landbúnaður hefur tíðk- ast lengi meðal nokkurs hóps bænda í Danmörk. Þeir hafa þó til skamms tíma verið álitnir sérvitr- ingar með „jord i hovedet". Sam- fara aukinni eftirspum eftir vist- bærum vörum og hærra verði fyrir afurðirnar (ca. +20% fyrir mjólk) auk beinna styrkja, hafa fleiri bændur séð raunhæfan möguleika í að hefja vistbæran búskap. Þessi þróun er fremur hæg ef miðað er við eftirspurn eftir framleiðslunni og enn er ekki nema 1 % af danskri landbúnaðarjörð nýtt til vistbærrar framleiðslu. Árið 1992 voru 255 bændur með vistbæra framleiðslu á jörðum stærri en 20 ha. Þróunin hefur verið hröðust á árabilinu 1988-1991 en heldur hægt á sér allra síðustu ár. Danir em þó bjartsýnir á að 10% landbúnaðarins þar í landi verði vistbær fyrir árið 2000.4 Landssamtökin Vistbær Landbún- aður (Landsforeningen 0kologisk Jordbmg, L0J) hafa sett sér ákveðin markmið: (Sjá rammagrein). Vistbær landbúnaður byggir á því grunnatriði að koma á jafnvægi í hringrás næringarefna. Auk þess eru sjónarmið dýraverndar, holl- ustu, almennrar umhverfisvemdar og virðing fyrir náttúrunni mikil- væg. Næringarefnajafnvæginu skal náð með því að setja hámark á þann fjölda dýra sem bændur mega hafa á hverri stærðareiningu lands síns og stuðla að minni kaupum aðfanga og þar með notkun aðkeyptra nær- ingarefna. Bændur þurfa því að hafa nægilegt landrými fyrir þann áburð sem dýrin framleiða og jafn- framt að vera sjálfum sér nógir um fóður að sem mestu leyti. Grundvöll vistbærs landbúnaðar mynda annars vegar þær reglur sem bændur þurfa að fylgja við fram- leiðsluna og hins vegar þeir mögu- leikar sem danskur jarðvegur, loft- slag og tegundir nytjajurta bjóða upp á. Lagalegur grundvöllur. Þeir bændur sem fara út í vistbæran landbúnað skuldbinda sig til að fara eftir reglum sem settar hafa verið þar að lútandi af Danska Gróð- • Að varðveita náttúrulega frjósemi jarðarinnar. • Að komast hjá allri mengun, sem rekja má til landbún- aðar. • Að útbreiða rœktunaraðferðir, sem taka mest mögulegt tillit til umhveifis og náttúru. • Að framleiða hágœðamatvœli. • Að minnka notkun landbúnaðarins á óendurnýjanlegum orkugjöfum. • Að aðbúnaður húsdýra henti sem best þeirra náttúrulega atferli og þörfum/ 3.’95- FREYR 119

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.