Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 33
rauðsmári. Þessar tegundir eru nýttar til beitar eða verkaðar í vothey. Hvítsmára og rauðsmára er yfirleitt sáð með grasi (rýgresi) og nýtur grasið góðs af köfnunarefnis- bindingu smárans. Einnig er al- gengt að sáð sé saman ertum og vorkomi (byggi) og það verkað í vothey (heilsáð). Vægi beitar og verkunar gróffóðurs í vistbærri ræktun er því aukið til muna frá því sem tíðkast í hefðbundinni fram- leiðslu og eru belgjurtir oft í yfir helmingi akranna á vistbærum búum.2 Belgjurtirnar hopa fljótlega fyrir öðmm tegundum í ökmnum með tilheyrandi falli í köfnunarefnis- bindingu og em belgjurtaakramir því plægðir eftir 2-3 ár. Þegar plöntuleifarnar í jarðveginum brotna smátt og smátt niður losnar það köfnunarefni, sem safnast hefur upp í belgjurtunum á ræktunartím- anum. Við niðurbrotið verður hluti af þessu köfnunarefni nýtanlegur tegundum sem sáð er næstu ár á eftir. Köfnunarefnisforði jarðvegs- ins er þannig byggður upp af belg- jurtunum og síðan nýttur af öðmm tegundum nytjajurta. Niðurbrot plöntuleifanna tekur langan tíma og gengur oft hægt til að byrja með á vorin meðan jarðvegur er enn kaldur en vaxtar- tími nytjaplantanna þegar hafínn. Vöxtur korns í vistbærri fram- leiðslu hamlast oft mjög af þessu hæga niðurbroti. Val á tegundum sem sáð er á eftir belgjurtum hefur því ákaflega mikið að segja og er háð m.a. jarðvegsgerð, loftslagi, fyrri uppskerutegundum og tegund, magni og nýtingu búfjáráburðar (sjá töflu 1). Tegundir með langan vaxtartíma nýta þetta köfnunarefni úr belgjurtunum best, t.d. vetrar- korn eða rófur.3 Sjúkdómar og illgresi. Ekki má nota skordýraeitur eða illgresiseyða í vistbæmm landbúnaði og byggjast því vamir gegn sjúkdómum og ill- gresi aðallega á eyðingu með herfi og góðum sáðskiptum. Val á teg- undum og afbrigðum með mikla mótstöðu gegn sjúkdómum hefur sýnt sig að vera ákaflega mikilvægt í þessu sambandi.3 Mest hætta á illgresi er í ökrum þar sem sáð hefur verið að vori smára og grasfræi til næsta árs ásamt vorkorni. Komið á erfitt með að taka upp köfnunarefni á vorin og óhægt er um vik að hreinsa burt ill- gresið vegna smára- og grasfræs. Þetta er veikasti hlekkur sáðskipt- anna með núverandi ræktunarað- ferðum.3 Samantekt Danskir bændur hafa í auknum mæli séð sér hag í að fara út í vist- bæra framleiðslu. Markaður fyrir vistbært framleiddar afurðir stækk- ar sífellt, eftirspumin vex og verðið er þónokkm hærra en fyrir hefð- bundna framleiðslu. Reglur sem mynda rammann utan um vistbæra ræktun gera ekki ráð fyrir efna- fræðilega framleiddum vamarefn- um eða áburði og takmarka notkun á aðkeyptu fóðri, sem ekki er við- urkennt vistbært. Betri nýting bú- fjáráburðar og sáðskipti með vel ígrunduðu vali á ræktunartegundum eiga að gera bændum kleift að rækta nytjajurtir með viðunandi uppskeru innan þessa lagaramma. Afurðir dýranna minnka sam- hliða breytingunni yfir í vistbæra framleiðslu en á móti fær bóndinn hærra verð fyrir afurðirnar og kaupir minna inn. Heilbrigði búfjár í vistbærri framleiðslu hefur einnig sýnt sig að geta verið með ágætum, ef réttar aðferðir em notaðar, þrátt fyrir bann við fyrirbyggjandi lyfja- meðferð. Vistbær landbúnaður er kominn til að vera, hvort sem hann nefnist vistbær eða lífrænn, en á eftir að þróast mikið á komandi ámm með auknum rannsóknum og reynslu. Umhverfið og samfélagið krefjast breytinga og þær verða að eiga sér stað í þeim löndum sem hafa stund- að umfangsmikinn landbúnað með stórfellda umsetningu næringar- efna. Björn H. Barkarson er búfrœðikandi- datfrá Hvanneyri og stundar nám við N0rres0 Kollegiet í Danmörku. Helstu heimildir 1. Hansen, J.F., Olesen, J.E., Munk, I., Henius, U.M., H0y, J.J., Rude, S., Steffensen. M., Huld, T., Guul- Simonsen, F., Danfær, A., Boisen, S. & Mikkelsen, S.A., 1990. Kvæl- stof i husdyrgðdning. Statusrede- gprelse og systemanalyse vedr0rende kvælstofudnyttelse. Statens Plante- avlsforsdg, Beretning S 2100. 2. Kristensen, E.S. & Kristensen, I.S., 1992. Analyse af kvælstofoverskud og -effektiviteet pá 0kologiske og konventionelle kvægbrug. Statens Husdyrbrugsfors0g, Beretning 710, 54pp. 3. Kristensen, I.S. & Halberg N., 1995. Markens Nettoudbytte, Nær- ingsstofforsyning og afgrpdetilstand pá pkologiske og konventionelle kvægbrug. 0kologisk landbrug med udgangspunkt i kvægbedriften. Bilag til seminar afholdt i Herning Kongrescenter torsdag den 9. februar 1995. Erik Steen Kristensen (red.).Statens Husdyrbrugsforspg, Intern rapport, Nr. 42, 33-51. 4. Tersbpl, M. & Fog, E., 1995. Status over pkologisk landbrug. 0kologisk landbrug med udgangspunkt i kvæg- bedriften. Bilag til seminar afholdt i Heming Kongrescenter torsdag den 9. februar 1995. Erik Steen Kristensen (red.), Statens Husdyr- bmgsforspg, Intern rapport Nr. 42, 9-23. MOlflR Rimlagólf óheppi- leg Margar erlendar tilraunir hafa leitt í ljós að geldneyti hreyfa sig minna en ella á rimlagólfum. Þau eiga erfitt með bæði að standa á fætur og leggjast á þessi gólf. Þetta leiðir til þess að þau standa sjaldnar upp og leggjast í færri skipti á sólarhring en önnur ungneyti. Þrengsli í stíum og hjarðfjósum auka á vandann. Þá verða skep- numar árásargjarnari og liggja ske- mur í ró yfir sólarhringinn. Kvígur festa síður fang. Dönsk tilraun sýnir að sé hverju geldneyti ætlað 3 fermetra rými í stað aðeins 1,5 m2, fer miklu betur um skepnurnar. Gott er að ungnautin hafi aðgang að rimlalausu hvfldarplássi með undirburði. (Landsbladet Kvæg) 3.'95- FREYR 121

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.